Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 10:45 Um tólf prósent bíla í Bandaríkjunum eru í Kaliforníu. Þrettán ríki auk Kólumbíusvæðis fylgja reglum Kaliforníu. Um þriðjungur bílaflotans heyrir þannig undir reglur Kaliforníu. AP/Ben Margot Fjórir bílaframleiðendur tilkynntu í gær að þeir hefðu gert samkomulag við yfirvöld í Kaliforníu um reglur um eldsneytisnýtni bifreiða sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta vinnur nú að því að veikja. Nýju reglurnar í Kaliforníu verða ekki lagalega bindandi og ganga ekki eins og langt og reglurnar sem Trump ætlar að afnema. Ford, BMW, Volkswagen og Honda handsöluðu samkomulagið við Kaliforníu sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni frá bifreiðum. Kalifornía hefur fram að þessu haft heimild frá alríkisstjórninni til að setja sínar eigin reglur um útblástur bifreiða og hópur ríkja hefur fylgt þeim. Um þriðjungur bíla í Bandaríkjunum er þannig háður reglum Kaliforníu. Nú vill ríkisstjórn Trump forseta svipta Kaliforníu réttinum til að setja sínar eigin reglur. Búast má við að átök um það fyrir dómstólum gætu tekið fleiri ár.Reuters-fréttastofan segir að samkomulagið við bílaframleiðendurna fari í kringum þau átök. Framleiðendurnir gangast sjálfviljugir undir reglurnar, þær eru ekki lagalega bindandi og fyrirtækin hafa fallist á að reyna ekki hnekkja rétti Kaliforníu til að setja sér eigin reglur fyrir dómstólum. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segist búast við því að fleiri bílaframleiðendur gangi inn í samkomulagið. Viðræður fyrirtækjanna og Kaliforníu hófust eftir að Trump-stjórnin neitaði alfarið að taka upp viðræður til að komast hjá langdregnum málaferlum um hvort Kalifornía megi setja eigin reglur um útblástur bíla. Talsmenn ríkisstjórnarinnar afskrifa samkomulagið nú sem „almannatengslabragð“.Ríkisstjórn Trump er sögð hafa gengið lengra í að slaka á losunarreglum en jafnvel bílaframleiðendur höfðu farið fram á.AP/Rich PedroncelliVilja forðast tvískiptan markað í Bandaríkjunum Trump-stjórnin hefur undanfarin misseri unnið að því að fella úr gildi nýjar og strangari reglur um útblástur bíla sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama setti en höfðu ekki enn tekið gildi. Reglurnar sem umhverfisstofnun Trump vill setja í staðinn ganga mun skemur. Vegna þess að Kaliforníu hefur haft heimild til að setja eigin reglur stóðu bílaframleiðendur frammi fyrir þeim möguleika að þurfa að framleiða bíla fyrir tvo ólíka markaði innan Bandaríkjanna. Mary Nichols, formaður loftgæðanefndar Kaliforníu, segir að framleiðendurnir hafi ekki viljað eiga við „kostnaðinn, truflunina og slæmu umfjöllunina“ sem fylgi því að tengjast ákvörðun um að afnema reglur um mengun frá bílum. „Þessir skilmálar gefa fyrirtækjum okkar brýna vissu um regluverk með því að gera okkur kleift að mæta kröfum bæði alríkisins og ríkisins með bílaflota fyrir allt landið og komast hjá bútasaumi reglugerða á sama tíma og við höldum áfram að ná þýðingarmiklum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda,“ sögðu bílaframleiðendurnir fjórir í yfirlýsingu. Reglurnar sem Obama-stjórnin kváðu á um að bílaframleiðendur skyldu ná meðalsparneytni upp á 110 kílómetra á lítra fyrir árið 2025. Ríkisstjórn Trump vill frysta kröfur um sparneytni og lækka þær niður í 87 kílómetra á lítra fyrir 2026, að sögn Washington Post. Samkomulag bílaframleiðendanna og Kaliforníu gerir ráð fyrir að þeir auki sparneytni bíla um 3,7% á ári frá 2022 til 2026. Þeir geta einnig unnið að því markmiði með því að auka hlut rafbíla í framleiðslu sinni. Bandaríkin Bílar Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjórir bílaframleiðendur tilkynntu í gær að þeir hefðu gert samkomulag við yfirvöld í Kaliforníu um reglur um eldsneytisnýtni bifreiða sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta vinnur nú að því að veikja. Nýju reglurnar í Kaliforníu verða ekki lagalega bindandi og ganga ekki eins og langt og reglurnar sem Trump ætlar að afnema. Ford, BMW, Volkswagen og Honda handsöluðu samkomulagið við Kaliforníu sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni frá bifreiðum. Kalifornía hefur fram að þessu haft heimild frá alríkisstjórninni til að setja sínar eigin reglur um útblástur bifreiða og hópur ríkja hefur fylgt þeim. Um þriðjungur bíla í Bandaríkjunum er þannig háður reglum Kaliforníu. Nú vill ríkisstjórn Trump forseta svipta Kaliforníu réttinum til að setja sínar eigin reglur. Búast má við að átök um það fyrir dómstólum gætu tekið fleiri ár.Reuters-fréttastofan segir að samkomulagið við bílaframleiðendurna fari í kringum þau átök. Framleiðendurnir gangast sjálfviljugir undir reglurnar, þær eru ekki lagalega bindandi og fyrirtækin hafa fallist á að reyna ekki hnekkja rétti Kaliforníu til að setja sér eigin reglur fyrir dómstólum. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segist búast við því að fleiri bílaframleiðendur gangi inn í samkomulagið. Viðræður fyrirtækjanna og Kaliforníu hófust eftir að Trump-stjórnin neitaði alfarið að taka upp viðræður til að komast hjá langdregnum málaferlum um hvort Kalifornía megi setja eigin reglur um útblástur bíla. Talsmenn ríkisstjórnarinnar afskrifa samkomulagið nú sem „almannatengslabragð“.Ríkisstjórn Trump er sögð hafa gengið lengra í að slaka á losunarreglum en jafnvel bílaframleiðendur höfðu farið fram á.AP/Rich PedroncelliVilja forðast tvískiptan markað í Bandaríkjunum Trump-stjórnin hefur undanfarin misseri unnið að því að fella úr gildi nýjar og strangari reglur um útblástur bíla sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama setti en höfðu ekki enn tekið gildi. Reglurnar sem umhverfisstofnun Trump vill setja í staðinn ganga mun skemur. Vegna þess að Kaliforníu hefur haft heimild til að setja eigin reglur stóðu bílaframleiðendur frammi fyrir þeim möguleika að þurfa að framleiða bíla fyrir tvo ólíka markaði innan Bandaríkjanna. Mary Nichols, formaður loftgæðanefndar Kaliforníu, segir að framleiðendurnir hafi ekki viljað eiga við „kostnaðinn, truflunina og slæmu umfjöllunina“ sem fylgi því að tengjast ákvörðun um að afnema reglur um mengun frá bílum. „Þessir skilmálar gefa fyrirtækjum okkar brýna vissu um regluverk með því að gera okkur kleift að mæta kröfum bæði alríkisins og ríkisins með bílaflota fyrir allt landið og komast hjá bútasaumi reglugerða á sama tíma og við höldum áfram að ná þýðingarmiklum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda,“ sögðu bílaframleiðendurnir fjórir í yfirlýsingu. Reglurnar sem Obama-stjórnin kváðu á um að bílaframleiðendur skyldu ná meðalsparneytni upp á 110 kílómetra á lítra fyrir árið 2025. Ríkisstjórn Trump vill frysta kröfur um sparneytni og lækka þær niður í 87 kílómetra á lítra fyrir 2026, að sögn Washington Post. Samkomulag bílaframleiðendanna og Kaliforníu gerir ráð fyrir að þeir auki sparneytni bíla um 3,7% á ári frá 2022 til 2026. Þeir geta einnig unnið að því markmiði með því að auka hlut rafbíla í framleiðslu sinni.
Bandaríkin Bílar Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43