Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2019 20:06 Ronaldo hefur staðfastlega neitað ásökunum á hendur sér. Vísir/Getty Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Þetta sögðu Bandarískir saksóknarar sem höfðu ásakanir á hendur honum til umfjöllunar í yfirlýsingu sem gefin var út í dag. Kathryn Mayorga hafði áður sakað Ronaldo um að hafa nauðgað sér á hóteli í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2009. Í yfirlýsingu saksóknara kom fram að ekki væri unnt að sanna sekt Ronaldo í málinu og það því fellt niður. „Engar ákærur eru í burðarliðunum,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Það var í lok september síðastliðinn sem Mayorga steig fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel þar sem hún sakaði Cristiano Ronaldo um að hafa nauðgað sér. Hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað árið 2009 og á Ronaldo að hafa greitt henni um 43 milljónir króna árið 2010 fyrir að segja ekki frá málinu opinberlega. Ronaldo, sem spilar með ítalska liðinu Juventus, hefur staðfastlega hafnað ásökununum. „Nauðgun er viðbjóðslegt brot sem stríðir gegn öllu því sem ég er og allt sem ég trúi á,“ sagði Ronaldo á Twitter, skömmu eftir að ásakanir Mayorga komu fram.I firmly deny the accusations being issued against me. Rape is an abominable crime that goes against everything that I am and believe in. Keen as I may be to clear my name, I refuse to feed the media spectacle created by people seeking to promote themselves at my expense. — Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 3, 2018 Bandaríkin Fótbolti Kynferðisofbeldi Portúgal Þýskaland Tengdar fréttir Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Þetta sögðu Bandarískir saksóknarar sem höfðu ásakanir á hendur honum til umfjöllunar í yfirlýsingu sem gefin var út í dag. Kathryn Mayorga hafði áður sakað Ronaldo um að hafa nauðgað sér á hóteli í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2009. Í yfirlýsingu saksóknara kom fram að ekki væri unnt að sanna sekt Ronaldo í málinu og það því fellt niður. „Engar ákærur eru í burðarliðunum,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Það var í lok september síðastliðinn sem Mayorga steig fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel þar sem hún sakaði Cristiano Ronaldo um að hafa nauðgað sér. Hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað árið 2009 og á Ronaldo að hafa greitt henni um 43 milljónir króna árið 2010 fyrir að segja ekki frá málinu opinberlega. Ronaldo, sem spilar með ítalska liðinu Juventus, hefur staðfastlega hafnað ásökununum. „Nauðgun er viðbjóðslegt brot sem stríðir gegn öllu því sem ég er og allt sem ég trúi á,“ sagði Ronaldo á Twitter, skömmu eftir að ásakanir Mayorga komu fram.I firmly deny the accusations being issued against me. Rape is an abominable crime that goes against everything that I am and believe in. Keen as I may be to clear my name, I refuse to feed the media spectacle created by people seeking to promote themselves at my expense. — Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 3, 2018
Bandaríkin Fótbolti Kynferðisofbeldi Portúgal Þýskaland Tengdar fréttir Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15
Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54
Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46
Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30