Kveðjuræðan Davíð Stefánsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Í síðustu viku hélt Theresa May sína síðustu formlegu ræðu sem forsætisráðherra Bretlands. May hefur starfað í breskum stjórnmálum í hálfa öld. Frá grasrótinni og upp. Hún fyllti umslög með fjöldapósti flokksins, var í stjórnmálum á námsárunum, var sveitarstjórnarmaður, og virk í kosningabaráttu flokksins. Hún var stjórnarandstöðuþingmaður í tólf ár og síðan níu ár í ríkisstjórninni, fyrst sem innanríkisráðherra og þá forsætisráðherra. Flestir þekkja að forsætisráðherratíð hennar hefur markast af misheppnuðum tilraunum til að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í kveðjuræðu sinni minnti May á miklar samfélagsframfarir síðustu áratuga. „Það hafa verið lýðræðisleg stjórnmál, opið markaðshagkerfi, viðvarandi gildi málfrelsis, réttarríkið og stjórnkerfi byggt á hugmyndinni um friðhelgi mannréttinda sem hafa skapað samhengi þessara framfara.“ Hún lagði út frá hefðbundinni íhaldsstefnu raunsæis og manngildis, með áherslu á öryggi, frelsi og tækifæri. Varfærni, háttprýði, hófsemi, og þjóðrækni var ítrekuð. Varðveita ætti það sem máli skiptir en taka ófeimin á móti breytingum. Viðurkenna jafnvel að breytingar geta verið varðveisla. Viðskipti væru þýðingarmikil en gera yrði fyrirtæki ábyrg brytu þau reglurnar. En May var ómyrk í máli þegar hún varaði við ástandi stjórnmála í Bretlandi og þeirri valdhyggju og lýðskrumi sem vex fiskur um hrygg víða um heim. „Í dag er full ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur, bæði hér heima fyrir og á alþjóðavettvangi, bæði að efni og ásýnd. Ég hef áhyggjur af stjórnmálaástandinu. Þessar áhyggjur byggjast á þeirri sannfæringu minni að þau gildi sem velgengni okkar byggir á verða ekki tekin sem gefin,“ sagði May. May sagði nauðsynlegt að standa vörð um alþjóðlegar skuldbindingar, svo sem um Parísarsamkomulagið og kjarnorkusamning stórveldanna. Henni varð tíðrætt um útgönguferli Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) sem hafi verið eitrað af hugmyndafræði „allt eða ekkert“. Popúlískar hreyfingar hafi gripið tækifærið og nýtt það tómarúm sér til framdráttar. „Þær hafa fagnað pólitískri sundrung, greint óvini og sakað þá um vanda okkar og bjóða upp á ódýrar lausnir. Þannig er ýtt undir stjórnmál sundrungar sem sjá heiminn með hugsuninni „við gegn þeim“ – heim sigurvegara og tapara, þar sem litið er á málamiðlanir og samvinnu í gegnum alþjóðlegar stofnanir sem veikleikamerki en ekki styrk,“ sagði hún. Eitraða hugmyndafræðin er ekki síst innan hennar eigin flokks. Það kom skýrt fram þegar breska greiningarfyrirtækið YouGov kannaði hug flokksmanna Íhaldsflokksins í júní síðastliðnum til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Niðurstöðurnar voru ótrúlegar. Trúarhitinn er nánast taumlaus. Í ljós kom að meirihluti flokksmanna vill klára Brexit-ferlið, jafnvel þótt það leiði til upplausnar breska konungsríkisins, verulegs efnahagslegs tjóns fyrir breska hagkerfið eða eyðileggingar og endaloka eigin flokks! – Eftirmanns May bíða erfið verkefni. Ekki síst ef það er sá sem atti þjóðinni á sundrungarforaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hélt Theresa May sína síðustu formlegu ræðu sem forsætisráðherra Bretlands. May hefur starfað í breskum stjórnmálum í hálfa öld. Frá grasrótinni og upp. Hún fyllti umslög með fjöldapósti flokksins, var í stjórnmálum á námsárunum, var sveitarstjórnarmaður, og virk í kosningabaráttu flokksins. Hún var stjórnarandstöðuþingmaður í tólf ár og síðan níu ár í ríkisstjórninni, fyrst sem innanríkisráðherra og þá forsætisráðherra. Flestir þekkja að forsætisráðherratíð hennar hefur markast af misheppnuðum tilraunum til að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í kveðjuræðu sinni minnti May á miklar samfélagsframfarir síðustu áratuga. „Það hafa verið lýðræðisleg stjórnmál, opið markaðshagkerfi, viðvarandi gildi málfrelsis, réttarríkið og stjórnkerfi byggt á hugmyndinni um friðhelgi mannréttinda sem hafa skapað samhengi þessara framfara.“ Hún lagði út frá hefðbundinni íhaldsstefnu raunsæis og manngildis, með áherslu á öryggi, frelsi og tækifæri. Varfærni, háttprýði, hófsemi, og þjóðrækni var ítrekuð. Varðveita ætti það sem máli skiptir en taka ófeimin á móti breytingum. Viðurkenna jafnvel að breytingar geta verið varðveisla. Viðskipti væru þýðingarmikil en gera yrði fyrirtæki ábyrg brytu þau reglurnar. En May var ómyrk í máli þegar hún varaði við ástandi stjórnmála í Bretlandi og þeirri valdhyggju og lýðskrumi sem vex fiskur um hrygg víða um heim. „Í dag er full ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur, bæði hér heima fyrir og á alþjóðavettvangi, bæði að efni og ásýnd. Ég hef áhyggjur af stjórnmálaástandinu. Þessar áhyggjur byggjast á þeirri sannfæringu minni að þau gildi sem velgengni okkar byggir á verða ekki tekin sem gefin,“ sagði May. May sagði nauðsynlegt að standa vörð um alþjóðlegar skuldbindingar, svo sem um Parísarsamkomulagið og kjarnorkusamning stórveldanna. Henni varð tíðrætt um útgönguferli Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) sem hafi verið eitrað af hugmyndafræði „allt eða ekkert“. Popúlískar hreyfingar hafi gripið tækifærið og nýtt það tómarúm sér til framdráttar. „Þær hafa fagnað pólitískri sundrung, greint óvini og sakað þá um vanda okkar og bjóða upp á ódýrar lausnir. Þannig er ýtt undir stjórnmál sundrungar sem sjá heiminn með hugsuninni „við gegn þeim“ – heim sigurvegara og tapara, þar sem litið er á málamiðlanir og samvinnu í gegnum alþjóðlegar stofnanir sem veikleikamerki en ekki styrk,“ sagði hún. Eitraða hugmyndafræðin er ekki síst innan hennar eigin flokks. Það kom skýrt fram þegar breska greiningarfyrirtækið YouGov kannaði hug flokksmanna Íhaldsflokksins í júní síðastliðnum til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Niðurstöðurnar voru ótrúlegar. Trúarhitinn er nánast taumlaus. Í ljós kom að meirihluti flokksmanna vill klára Brexit-ferlið, jafnvel þótt það leiði til upplausnar breska konungsríkisins, verulegs efnahagslegs tjóns fyrir breska hagkerfið eða eyðileggingar og endaloka eigin flokks! – Eftirmanns May bíða erfið verkefni. Ekki síst ef það er sá sem atti þjóðinni á sundrungarforaðið.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun