„Það er allt farið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2019 11:06 Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sem er til húsa að Fornubúðum 3. Vísir/Vilhelm Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. Framkvæmdastjóri IP-útgerðar segir tjónið gríðarlegt fyrir fyrirtækið. Tilkynnt var um eldsvoðann á fjórða tímanum í nótt. Fiskmarkaður Suðurnesja er með starfsemi í einum hluta hússins en virðist hafa sloppið ágætlega úr brunanum.Sjá einnig: Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Eldurinn kom upp í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core eru með starfsemi. Hið fyrrnefnda er útgerðarfyrirtæki, sem gerir út fiskiskip en hefur einnig stundað hrefnuveiðar, og hið síðarnefnda framleiðir matvæli unnin úr sjávarafurðum, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. „Það er allt farið,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Vísi. „Það var hringt í mig rétt fyrir sjö og ég er búinn að vera niður frá síðan þá.“ Gunnar segist ekki geta lagt mat á fjárhagslegt tjón af völdum brunans að svo stöddu en ítrekar að orðið hafi altjón. Viktoría Gísladóttir, einn meðeigenda IC Core, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af henni nú á tólfta tímanum.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu í nótt og fram á morgun. Slökkvilið náði þó tökum á eldinum og vinnur að því að slökkva síðustu glæðurnar.Vísir/Jói K.Slökkvilið vinnur nú að því að slökkva í síðustu glæðunum að Fornubúðum 3 en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Þá er enn lokað fyrir umferð um svæðið en skoðað verður upp úr hádegi hvort starfsmönnum nærliggjandi fyrirtækja verði hleypt til vinnu í dag. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Haraldur tjáði þó Mbl að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna. Hér að neðan má sjá viðtal við Guðmund Halldórsson varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í morgun. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. Framkvæmdastjóri IP-útgerðar segir tjónið gríðarlegt fyrir fyrirtækið. Tilkynnt var um eldsvoðann á fjórða tímanum í nótt. Fiskmarkaður Suðurnesja er með starfsemi í einum hluta hússins en virðist hafa sloppið ágætlega úr brunanum.Sjá einnig: Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Eldurinn kom upp í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core eru með starfsemi. Hið fyrrnefnda er útgerðarfyrirtæki, sem gerir út fiskiskip en hefur einnig stundað hrefnuveiðar, og hið síðarnefnda framleiðir matvæli unnin úr sjávarafurðum, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. „Það er allt farið,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Vísi. „Það var hringt í mig rétt fyrir sjö og ég er búinn að vera niður frá síðan þá.“ Gunnar segist ekki geta lagt mat á fjárhagslegt tjón af völdum brunans að svo stöddu en ítrekar að orðið hafi altjón. Viktoría Gísladóttir, einn meðeigenda IC Core, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af henni nú á tólfta tímanum.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu í nótt og fram á morgun. Slökkvilið náði þó tökum á eldinum og vinnur að því að slökkva síðustu glæðurnar.Vísir/Jói K.Slökkvilið vinnur nú að því að slökkva í síðustu glæðunum að Fornubúðum 3 en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Þá er enn lokað fyrir umferð um svæðið en skoðað verður upp úr hádegi hvort starfsmönnum nærliggjandi fyrirtækja verði hleypt til vinnu í dag. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Haraldur tjáði þó Mbl að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna. Hér að neðan má sjá viðtal við Guðmund Halldórsson varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í morgun.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31
Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20