Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2019 10:10 Slökkvistarf mun halda áfram fram eftir degi. Vísir/Jói K. Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt, þó að ljóst þyki að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið þar. Skrifstofustjóri fyrirtækisins gerir hvorki ráð fyrir miklu tjóni né mikilli röskun á starfsemi fyrirtækisins vegna eldsvoðans í dag. Altjón varð í hinum hluta hússins, þar sem tvö matvinnslufyrirtæki eru til húsa.Sjá einnig: Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Þórður Kjartansson skrifstofustjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, eins fyrirtækjanna sem er með starfsemi í húsinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að forsvarsmönnum fyrirtækisins hefði enn ekki verið hleypt inn á staðinn. Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, væri þó á staðnum og verið væri að undirbúa að fara inn á vettvang ásamt fulltrúum tryggingarfélaga. Þórður sagði að ekkert sé vitað um tjón hjá fyrirtækinu vegna brunans. Þó virtist sem eldurinn hafi ekki komið upp í þeim hluta hússins þar sem fyrirtækið er með starfsemi. Þá gerði Þórður ekki ráð fyrir mikilli röskun á starfsemi fyrirtækisins vegna eldsvoðans en starfstöðin í Hafnarfirði er ein af fimm stöðvum Fiskmarkaðsins á landinu.„Allt handónýtt“ Tvö fyrirtæki eru hins vegar með starfsemi í hinum hluta hússins, þar sem hefur orðið altjón, að sögn Birgis Finnssonar varaslökkviliðsstjóra. Bæði fyrirtækin eru matvinnslufyrirtæki, annað nánar tiltekið í fiskvinnslu. „Þar er allt handónýtt,“ segir Birgir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu þykir þó ljóst að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið í þeim hluta hússins sem fór betur út úr eldsvoðanum. Nú haldi áfram vinna við þann hluta hússins sem varð eldinum að bráð. „Við erum með stórvirkan krabba sem rífur burtu þakplötur og efni sem hefur fallið niður og erum svo að sprauta á eld og glóðir sem eru þar undir,“ segir Birgir. Fækkað hefur töluvert í mannskap slökkviliðsins sem kallaður var út í nótt. Þannig hefur næturvaktin verið send heim en hóparnir sem eftir eru hafa náð tökum á eldinum og munu halda slökkvistarfi áfram fram eftir degi. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Þá hefur enginn svarað þegar hringt er í símanúmer sem skráð er á fyrirtækið. Haraldur tjáði þó Mbl í morgun að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt, þó að ljóst þyki að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið þar. Skrifstofustjóri fyrirtækisins gerir hvorki ráð fyrir miklu tjóni né mikilli röskun á starfsemi fyrirtækisins vegna eldsvoðans í dag. Altjón varð í hinum hluta hússins, þar sem tvö matvinnslufyrirtæki eru til húsa.Sjá einnig: Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Þórður Kjartansson skrifstofustjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, eins fyrirtækjanna sem er með starfsemi í húsinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að forsvarsmönnum fyrirtækisins hefði enn ekki verið hleypt inn á staðinn. Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, væri þó á staðnum og verið væri að undirbúa að fara inn á vettvang ásamt fulltrúum tryggingarfélaga. Þórður sagði að ekkert sé vitað um tjón hjá fyrirtækinu vegna brunans. Þó virtist sem eldurinn hafi ekki komið upp í þeim hluta hússins þar sem fyrirtækið er með starfsemi. Þá gerði Þórður ekki ráð fyrir mikilli röskun á starfsemi fyrirtækisins vegna eldsvoðans en starfstöðin í Hafnarfirði er ein af fimm stöðvum Fiskmarkaðsins á landinu.„Allt handónýtt“ Tvö fyrirtæki eru hins vegar með starfsemi í hinum hluta hússins, þar sem hefur orðið altjón, að sögn Birgis Finnssonar varaslökkviliðsstjóra. Bæði fyrirtækin eru matvinnslufyrirtæki, annað nánar tiltekið í fiskvinnslu. „Þar er allt handónýtt,“ segir Birgir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu þykir þó ljóst að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið í þeim hluta hússins sem fór betur út úr eldsvoðanum. Nú haldi áfram vinna við þann hluta hússins sem varð eldinum að bráð. „Við erum með stórvirkan krabba sem rífur burtu þakplötur og efni sem hefur fallið niður og erum svo að sprauta á eld og glóðir sem eru þar undir,“ segir Birgir. Fækkað hefur töluvert í mannskap slökkviliðsins sem kallaður var út í nótt. Þannig hefur næturvaktin verið send heim en hóparnir sem eftir eru hafa náð tökum á eldinum og munu halda slökkvistarfi áfram fram eftir degi. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Þá hefur enginn svarað þegar hringt er í símanúmer sem skráð er á fyrirtækið. Haraldur tjáði þó Mbl í morgun að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent