„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. júlí 2019 07:20 Slökkviliðsmenn á vettvangi í Hafnarfirði í morgun. Vísir/Jói K. Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að á tímabili hafi slökkvilið óttast að allt húsið yrði eldinum að bráð. Slökkvistarf beinist nú að því að halda húsinu í tveimur hlutum og verja annan hlutann eldinum.Sjá einnig: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum. Smáskilaboð þess efnis hafa verið send út. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu klukkan sjö í morgun að slökkvistarf gangi bærilega. „Þetta var mikill eldur í þessum hluta hússins þar sem er starfsemi. Við hann var ekki ráðið þannig að við þurftum að fara mjög fljótlega í að verja aðra hluta hússins.“Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri.Vísir/Jói K.Því hafi húsinu verið skipt upp í tvo hluta og hafa slökkviliðsmenn unnið að því að verja annan hlutann. Þá benti Birgir á að húsið sé stórt og breitt sem hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið,“ sagði Birgir. Veðrið hefur hingað til verið hliðhollt slökkvistarfinu í morgun. Birgir bjóst við því að slökkviliðsmenn myndu starfa áfram á vettvangi í einhverjar klukkustundir til viðbótar en þeir ættu mikið verk fyrir höndum. Þá hafa slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og Suðurnesja verið kallaðir út til aðstoðar í Hafnarfirði. „Okkar starf núna er að halda þessu húsi í tveimur hlutum, verja annan hlutann. Þegar við teljum okkur hafa náð góðum árangri i því þá munum við slökkva sjálfan eldinn,“ sagði Birgir. „Við förum í þetta af afli þegar við erum búin að ná tökum á þessu.“Það logar enn mikill eldur í húsinu.Vísir/Jói K. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að á tímabili hafi slökkvilið óttast að allt húsið yrði eldinum að bráð. Slökkvistarf beinist nú að því að halda húsinu í tveimur hlutum og verja annan hlutann eldinum.Sjá einnig: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum. Smáskilaboð þess efnis hafa verið send út. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu klukkan sjö í morgun að slökkvistarf gangi bærilega. „Þetta var mikill eldur í þessum hluta hússins þar sem er starfsemi. Við hann var ekki ráðið þannig að við þurftum að fara mjög fljótlega í að verja aðra hluta hússins.“Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri.Vísir/Jói K.Því hafi húsinu verið skipt upp í tvo hluta og hafa slökkviliðsmenn unnið að því að verja annan hlutann. Þá benti Birgir á að húsið sé stórt og breitt sem hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið,“ sagði Birgir. Veðrið hefur hingað til verið hliðhollt slökkvistarfinu í morgun. Birgir bjóst við því að slökkviliðsmenn myndu starfa áfram á vettvangi í einhverjar klukkustundir til viðbótar en þeir ættu mikið verk fyrir höndum. Þá hafa slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og Suðurnesja verið kallaðir út til aðstoðar í Hafnarfirði. „Okkar starf núna er að halda þessu húsi í tveimur hlutum, verja annan hlutann. Þegar við teljum okkur hafa náð góðum árangri i því þá munum við slökkva sjálfan eldinn,“ sagði Birgir. „Við förum í þetta af afli þegar við erum búin að ná tökum á þessu.“Það logar enn mikill eldur í húsinu.Vísir/Jói K.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira