Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. júlí 2019 08:00 Öryggissvæði Keflavíkurflugvallar samkvæmt tillögum að nýju deiliskipulagi. Mynd/Utanríkisráðuneytið Stefnt er að því að fjölga gistirýmum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um allt að 300 á næstu árum. Utanríkisráðuneytið fól Landhelgisgæslunni að vinna deiliskipulag og var tillaga birt þann 19. júní síðastliðinn. Er svæðinu skipt upp í vestur- og austursvæði og er gistiaðstaða á báðum svæðum. Á vestursvæðinu er áætlað að koma fyrir allt að 1.000 manns í skammtímagistingu í gámarými. Á austursvæðinu er nú þegar gistiaðstaða fyrir 200 manns í átta gistihúsum í tímabundinni dvöl. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta við fjórum húsum. Verði hvert þeirra með gistiaðstöðu fyrir um 70 manns.Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/GolliAðspurður hvers vegna farið sé í þessa miklu uppbyggingu á svæðinu segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að núverandi rými hafi verið of lítið og óhentugt. „Oft er fjöldi erlends liðsafla vel umfram 200 en það kemur fyrir að fjöldinn fari vel yfir 400,“ segir Sveinn. „Sumir hóparnir koma hingað með stuttum fyrirvara. Viðvera erlends liðsafla hefur aukist síðastliðin ár, til dæmis vegna aukinna umsvifa í tengslum við kafbátaeftirlit.“ Segir hann að æskilegt sé að hermenn dvelji innan öryggissvæðisins, við loftrýmisgæslu og æfingar. Þegar ekki hefur verið til pláss hafi þessir hópar þurft að gista á hótelum á Suðurnesjum eða á höfuðborgarsvæðinu. Sterkur orðrómur hefur verið um að Bandaríkjamenn endurveki herstöð sína hér á landi í ljósi stöðunnar í alþjóðamálum. Kínverjar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga og boðist til þess að fjárfesta í innviðum í tengslum við opinbera verkefnið Belti og braut. Herforinginn Richard Clark, sem heimsótti Ísland í fyrra, sagði að Bandaríkjaher greiddi 14,5 milljónir dollara, eða rúmlega 1,75 milljarða króna, fyrir innviðauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli það ár og sagði Ísland „gríðarlega mikilvægt“. Áætlað er að þessi upphæð fari upp í 57 milljónir dollara, eða rúmlega 6,8 milljarða króna, árið 2020. Þrátt fyrir þessi stórauknu umsvif Bandaríkjanna segir Sveinn að engin eðlisbreyting hafi orðið frá því sem verið hefur hvað varðar viðveru erlends liðsafla á Íslandi. „Þær framkvæmdir sem eru fram undan á vegum Bandaríkjahers eru ekki til marks um að varanleg viðvera hans hérlendis standi til,“ segir Sveinn. „Liðsafli á vegum Bandaríkjahers hefur verið hér á landi af og til frá árinu 2008 við loftrýmisgæslu og önnur varnartengd störf.“ Þegar átt sé við tímabundin gistirými sé algengast að erlendur liðsafli dvelji hér í nokkra daga og allt upp í fjórar vikur. Aðeins fámennur hópur á vegum sjóhersins dvelji hér lengur en í einn mánuð. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Stefnt er að því að fjölga gistirýmum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um allt að 300 á næstu árum. Utanríkisráðuneytið fól Landhelgisgæslunni að vinna deiliskipulag og var tillaga birt þann 19. júní síðastliðinn. Er svæðinu skipt upp í vestur- og austursvæði og er gistiaðstaða á báðum svæðum. Á vestursvæðinu er áætlað að koma fyrir allt að 1.000 manns í skammtímagistingu í gámarými. Á austursvæðinu er nú þegar gistiaðstaða fyrir 200 manns í átta gistihúsum í tímabundinni dvöl. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta við fjórum húsum. Verði hvert þeirra með gistiaðstöðu fyrir um 70 manns.Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/GolliAðspurður hvers vegna farið sé í þessa miklu uppbyggingu á svæðinu segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að núverandi rými hafi verið of lítið og óhentugt. „Oft er fjöldi erlends liðsafla vel umfram 200 en það kemur fyrir að fjöldinn fari vel yfir 400,“ segir Sveinn. „Sumir hóparnir koma hingað með stuttum fyrirvara. Viðvera erlends liðsafla hefur aukist síðastliðin ár, til dæmis vegna aukinna umsvifa í tengslum við kafbátaeftirlit.“ Segir hann að æskilegt sé að hermenn dvelji innan öryggissvæðisins, við loftrýmisgæslu og æfingar. Þegar ekki hefur verið til pláss hafi þessir hópar þurft að gista á hótelum á Suðurnesjum eða á höfuðborgarsvæðinu. Sterkur orðrómur hefur verið um að Bandaríkjamenn endurveki herstöð sína hér á landi í ljósi stöðunnar í alþjóðamálum. Kínverjar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga og boðist til þess að fjárfesta í innviðum í tengslum við opinbera verkefnið Belti og braut. Herforinginn Richard Clark, sem heimsótti Ísland í fyrra, sagði að Bandaríkjaher greiddi 14,5 milljónir dollara, eða rúmlega 1,75 milljarða króna, fyrir innviðauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli það ár og sagði Ísland „gríðarlega mikilvægt“. Áætlað er að þessi upphæð fari upp í 57 milljónir dollara, eða rúmlega 6,8 milljarða króna, árið 2020. Þrátt fyrir þessi stórauknu umsvif Bandaríkjanna segir Sveinn að engin eðlisbreyting hafi orðið frá því sem verið hefur hvað varðar viðveru erlends liðsafla á Íslandi. „Þær framkvæmdir sem eru fram undan á vegum Bandaríkjahers eru ekki til marks um að varanleg viðvera hans hérlendis standi til,“ segir Sveinn. „Liðsafli á vegum Bandaríkjahers hefur verið hér á landi af og til frá árinu 2008 við loftrýmisgæslu og önnur varnartengd störf.“ Þegar átt sé við tímabundin gistirými sé algengast að erlendur liðsafli dvelji hér í nokkra daga og allt upp í fjórar vikur. Aðeins fámennur hópur á vegum sjóhersins dvelji hér lengur en í einn mánuð.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29
„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03
Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00