Virkjun í hverra þágu? Smári McCarthy skrifar 9. ágúst 2019 14:29 Hvalárvirkjun er ætlað að framleiða 55MW raforku. Það er minna en flutningstap á raforku í núverandi dreifikerfi. Viðbótin er sögð nauðsynleg vegna þess hve mikil hætta sé á raforkuskorti á landinu. Hvers vegna er Hvalárvirkjun umdeild? Fyrst og fremst af því að vatnsaflsvirkjunum fylgja uppistöðulón. Uppistöðulón fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar mun drekkja samtals 12,7 km² svæði innan stærstu ósnertu víðerna Vestfjarða. Þar mun gangur áa raskast, fossar hætta að vera til, vatnsflæði á svæðinu skerðast verulega. Og það allt fyrir 55 MW af orku, sem hægt er að fá með öðrum, minna umdeildum hætti.Betri kostir standa til boða Á sama tíma og deilt er um Hvalárvirkjun eru hvorki meira né minna en þrjú vindorkuverkefni í norðvesturhluta landsins sem hafa ekki fengið heimild til að setja raforku inn á kerfið, vegna skorts á flutningsgetu ─ hins vegar hefur verið tekið frá 55MW af flutningsgetu fyrir Hvalárvirkjun. Hvert og eitt þessarra vindorkuverkefna myndi framleiða um tvöfalt meiri orku en Hvalárvirkjun. Hafdís Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Fréttablaðinu þar sem hún fullyrðir að Hvalárvirkjun muni hafa "jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði." Það er rangt. Háspennulínur, nánar tiltekið hringtenging á kerfinu, myndu gera það hins vegar.Skortur á háspennulínum ekki raforku Vatnsaflsvirkjanir framleiða rafmagn, en dreifa ekki rafmagni. Til þess þarf háspennulínur. Ef markmiðið er að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum þarf því háspennulínur, ekki virkjanir. Af þessum sökum er erfitt að skilja markmiðið með Hvalárvirkjun. Hvalárvirkjun er fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun í Árneshreppi, sem er vissulega á Vestfjörðum, en raforka getur komið frá öðrum virkjunum, svo fremi sem línurnar eru lagðar. Það að virkja á Vestfjörðum hefur í sjálfu sér ekkert með tengingu Vestfjarða að gera að öðru leyti. Skortur á flutningsgetu er raunverulegt vandamál á Íslandi, sem hamlar uppbyggingu á Reykjanesinu, í Eyjafirðinum, á Vestfjörðum, og víðar. Orkuskortur er ekki raunverulegt vandamál á Íslandi, og jafnvel ef svo væri, þá er nóg af fyrirhuguðum raforkuverkefnum, sem flestar eru minna umdeildar en Hvalárvirkjun.Skjáskot af afflutningskorti Landsnets.Höfnum tímaskekkjunni Sumir segja að það skaði ekki að drekkja þessum tilteknu ferkílómetrum, því enginn njóti þeirra í dag. Þetta viðhorf endurspeglar vítavert virðingarleysi fyrir náttúrunni. Náttúran er ekki eingöngu til staðar ef og þegar við njótum og nýtum hana. Nú þegar skaðinn sem mannfólkið hefur ollið náttúrunni er farið að ógna tilvist okkar, þá er löngu tímabært að þessu viðhorfi sé með öllu hafnað.Bætt nýting og betri tenging Það væri ágætt ef við færum að nýta raforkuna sem við þó höfum betur en við gerum. Framleiða meiri verðmæti úr henni, valda minni mengun, græða meira á henni. Við ættum líka að draga úr raforkunotkun og raforkusóun. Þarna þarf margt að skoða. Allt frá því að þjóðahagslegur ávinningur af rafmyntaframleiðslu er nánast engin yfir í það að glóperur eru úreldar. Svo væri ágætt ef Landsnet legðist í það af meiri krafti að uppfæra línur sem bera orðið ekki nóg, eða leggja samsíða þeim aðrar línur. Hringtenging Vestfjarða er löngu tímabær leið til að efla afhendingaröryggi raforku á þeim slóðum.Hver græðir? En það sem kannski væri gagnlegast í þessari umræðu allri væri athugun á því í hverra þágu það er raunverulega að Hvalárvirkjun verði byggð. Ekki græða Vestfirðingar, eins og rakið hefur verið. Ekki græðir Landsvirkjun mikið á þessu, né heldur íslenska þjóðin. Virkjunin leysir engin vandamál sem eru raunverulega til staðar. Hún gerir minna til að sporna við ímynduðum raforkuskorti en mörg önnur óumdeildari, ódýrari og einfaldari verkefni. Hver er það nákvæmlega sem græðir á Hvalárvirkjun.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvalárvirkjun Smári McCarthy Umhverfismál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Hvalárvirkjun er ætlað að framleiða 55MW raforku. Það er minna en flutningstap á raforku í núverandi dreifikerfi. Viðbótin er sögð nauðsynleg vegna þess hve mikil hætta sé á raforkuskorti á landinu. Hvers vegna er Hvalárvirkjun umdeild? Fyrst og fremst af því að vatnsaflsvirkjunum fylgja uppistöðulón. Uppistöðulón fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar mun drekkja samtals 12,7 km² svæði innan stærstu ósnertu víðerna Vestfjarða. Þar mun gangur áa raskast, fossar hætta að vera til, vatnsflæði á svæðinu skerðast verulega. Og það allt fyrir 55 MW af orku, sem hægt er að fá með öðrum, minna umdeildum hætti.Betri kostir standa til boða Á sama tíma og deilt er um Hvalárvirkjun eru hvorki meira né minna en þrjú vindorkuverkefni í norðvesturhluta landsins sem hafa ekki fengið heimild til að setja raforku inn á kerfið, vegna skorts á flutningsgetu ─ hins vegar hefur verið tekið frá 55MW af flutningsgetu fyrir Hvalárvirkjun. Hvert og eitt þessarra vindorkuverkefna myndi framleiða um tvöfalt meiri orku en Hvalárvirkjun. Hafdís Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Fréttablaðinu þar sem hún fullyrðir að Hvalárvirkjun muni hafa "jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði." Það er rangt. Háspennulínur, nánar tiltekið hringtenging á kerfinu, myndu gera það hins vegar.Skortur á háspennulínum ekki raforku Vatnsaflsvirkjanir framleiða rafmagn, en dreifa ekki rafmagni. Til þess þarf háspennulínur. Ef markmiðið er að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum þarf því háspennulínur, ekki virkjanir. Af þessum sökum er erfitt að skilja markmiðið með Hvalárvirkjun. Hvalárvirkjun er fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun í Árneshreppi, sem er vissulega á Vestfjörðum, en raforka getur komið frá öðrum virkjunum, svo fremi sem línurnar eru lagðar. Það að virkja á Vestfjörðum hefur í sjálfu sér ekkert með tengingu Vestfjarða að gera að öðru leyti. Skortur á flutningsgetu er raunverulegt vandamál á Íslandi, sem hamlar uppbyggingu á Reykjanesinu, í Eyjafirðinum, á Vestfjörðum, og víðar. Orkuskortur er ekki raunverulegt vandamál á Íslandi, og jafnvel ef svo væri, þá er nóg af fyrirhuguðum raforkuverkefnum, sem flestar eru minna umdeildar en Hvalárvirkjun.Skjáskot af afflutningskorti Landsnets.Höfnum tímaskekkjunni Sumir segja að það skaði ekki að drekkja þessum tilteknu ferkílómetrum, því enginn njóti þeirra í dag. Þetta viðhorf endurspeglar vítavert virðingarleysi fyrir náttúrunni. Náttúran er ekki eingöngu til staðar ef og þegar við njótum og nýtum hana. Nú þegar skaðinn sem mannfólkið hefur ollið náttúrunni er farið að ógna tilvist okkar, þá er löngu tímabært að þessu viðhorfi sé með öllu hafnað.Bætt nýting og betri tenging Það væri ágætt ef við færum að nýta raforkuna sem við þó höfum betur en við gerum. Framleiða meiri verðmæti úr henni, valda minni mengun, græða meira á henni. Við ættum líka að draga úr raforkunotkun og raforkusóun. Þarna þarf margt að skoða. Allt frá því að þjóðahagslegur ávinningur af rafmyntaframleiðslu er nánast engin yfir í það að glóperur eru úreldar. Svo væri ágætt ef Landsnet legðist í það af meiri krafti að uppfæra línur sem bera orðið ekki nóg, eða leggja samsíða þeim aðrar línur. Hringtenging Vestfjarða er löngu tímabær leið til að efla afhendingaröryggi raforku á þeim slóðum.Hver græðir? En það sem kannski væri gagnlegast í þessari umræðu allri væri athugun á því í hverra þágu það er raunverulega að Hvalárvirkjun verði byggð. Ekki græða Vestfirðingar, eins og rakið hefur verið. Ekki græðir Landsvirkjun mikið á þessu, né heldur íslenska þjóðin. Virkjunin leysir engin vandamál sem eru raunverulega til staðar. Hún gerir minna til að sporna við ímynduðum raforkuskorti en mörg önnur óumdeildari, ódýrari og einfaldari verkefni. Hver er það nákvæmlega sem græðir á Hvalárvirkjun.Höfundur er þingmaður Pírata.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun