Íseyjan Davíð Stefánsson skrifar 6. ágúst 2019 08:00 Heimurinn breytist hraðar en við flest gerum okkur grein fyrir. Kínverjar eiga enn langt í land með að ná þeim kaupmætti og lífsgæðum sem tíðkast hér á Vesturlöndum. Þeir eru engu að síður að slá hvert efnahagsmetið á fætur öðru. Utanríkisráðuneytið íslenska hefur ítrekað bent á þessa breyttu heimsmynd: Kínverska millistéttin er orðin fjölmennari en íbúar Bandaríkjanna og Kanada samanlagt. Þessi bættu lífskjör og kaupgeta Kínverja þýðir ekki síst að þeir hafa meiri áhuga á ferðalögum. Í dag áætlar ferðamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að Kínverjar beri ábyrgð á fimmtungi heildarneyslu allra ferðamanna heimsins. Það er því fyllsta ástæða til að huga vel að því hvernig þessi vöxtur kínverska efnahagslífsins kann að gefa Íslendingum tækifæri. Hvar liggja þau og hvað ber að varast? Tækifærin eru til staðar en þau eru ekki sjálfgefin, um þau verður keppt. Það að Íslendingar nái árangri í þeirri keppni er undir okkur sjálfum komið. Ferðamálastofa hér á landi fer með stjórnsýslu ferðamála, fylgist með og stuðlar að þróun greinarinnar með samræmingu, greiningum og rannsóknum. Samkvæmt tölum stofunnar, horft til síðustu tólf mánaða, eru Kínverjar fjórði fjölmennasti hópur ferðamanna á Íslandi, á eftir Bandaríkjamönnum, Bretum og Þjóðverjum, eða 93.829. Það eru 4,3 prósent af heildar ferðamannafjölda síðustu 12 mánaða. Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað um 12,6 prósent frá fyrra ári. Þetta eru verðmætir ferðamenn. Mælingar á útgjöldum ferðamanna frá janúar til apríl á þessu ári gefa til kynna að útgjöld kínverskra ferðamanna séu um 4,3 prósent af heildarútgjöldum, eða um 4,1 milljarður króna. Meðalútgjöld Kínverja á þessum vormánuðum voru um 336 þúsund krónur. Það eru talsvert hærri meðalútgjöld en annarra þjóða. Ferðamálastofa segir þetta að stærstum hluta unga Kínverja. Þeir gisti að mestu á hótelum og gistiheimilum, um helmingur fer á bílaleigubíl, helmingur sækir íslensk söfn, tæpur þriðjungur fer í hellaskoðun og hvalaskoðun. Mikilvægt er að meirihlutinn er hér utan háannatíma. Það er ánægjulegt að 86 prósent aðspurðra ætli sér að koma aftur og um 79 prósent segjast mæla með landinu sem áningarstað. Spár um fjölgun kínverskra ferðamanna eru flestar á einn veg. Þeim mun fjölga mjög. Það kallar á skýra stefnumörkun, og undirbúning hvað varðar þýðingu upplýsinga, menntun í tungumálum og menningu. Það kallar líka á að íslenska ferðaþjónustan fylgi nýjustu straumum í fjártækni. Greiðsluhegðun kínverskra ferðamanna, ekki síst þeirra yngri, er ólík flestum öðrum. Kreditkortanotkun þeirra er minni en annarra og meira er greitt með reiðufé. Meirihluti þeirra notar rafrænar greiðslulausnir með síma. Sé horft á heimskort Kínverja er Ísland við ystu mörk, landið sem á kínversku ber hið ljóðræna heiti „Bing dao“ eða Íseyjan. Undir norðurljósum togar Íseyjan á heimsenda í æ ríkari mæli til sín kínverska ferðalanga. Tökum vel á móti þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Stefánsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn breytist hraðar en við flest gerum okkur grein fyrir. Kínverjar eiga enn langt í land með að ná þeim kaupmætti og lífsgæðum sem tíðkast hér á Vesturlöndum. Þeir eru engu að síður að slá hvert efnahagsmetið á fætur öðru. Utanríkisráðuneytið íslenska hefur ítrekað bent á þessa breyttu heimsmynd: Kínverska millistéttin er orðin fjölmennari en íbúar Bandaríkjanna og Kanada samanlagt. Þessi bættu lífskjör og kaupgeta Kínverja þýðir ekki síst að þeir hafa meiri áhuga á ferðalögum. Í dag áætlar ferðamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að Kínverjar beri ábyrgð á fimmtungi heildarneyslu allra ferðamanna heimsins. Það er því fyllsta ástæða til að huga vel að því hvernig þessi vöxtur kínverska efnahagslífsins kann að gefa Íslendingum tækifæri. Hvar liggja þau og hvað ber að varast? Tækifærin eru til staðar en þau eru ekki sjálfgefin, um þau verður keppt. Það að Íslendingar nái árangri í þeirri keppni er undir okkur sjálfum komið. Ferðamálastofa hér á landi fer með stjórnsýslu ferðamála, fylgist með og stuðlar að þróun greinarinnar með samræmingu, greiningum og rannsóknum. Samkvæmt tölum stofunnar, horft til síðustu tólf mánaða, eru Kínverjar fjórði fjölmennasti hópur ferðamanna á Íslandi, á eftir Bandaríkjamönnum, Bretum og Þjóðverjum, eða 93.829. Það eru 4,3 prósent af heildar ferðamannafjölda síðustu 12 mánaða. Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað um 12,6 prósent frá fyrra ári. Þetta eru verðmætir ferðamenn. Mælingar á útgjöldum ferðamanna frá janúar til apríl á þessu ári gefa til kynna að útgjöld kínverskra ferðamanna séu um 4,3 prósent af heildarútgjöldum, eða um 4,1 milljarður króna. Meðalútgjöld Kínverja á þessum vormánuðum voru um 336 þúsund krónur. Það eru talsvert hærri meðalútgjöld en annarra þjóða. Ferðamálastofa segir þetta að stærstum hluta unga Kínverja. Þeir gisti að mestu á hótelum og gistiheimilum, um helmingur fer á bílaleigubíl, helmingur sækir íslensk söfn, tæpur þriðjungur fer í hellaskoðun og hvalaskoðun. Mikilvægt er að meirihlutinn er hér utan háannatíma. Það er ánægjulegt að 86 prósent aðspurðra ætli sér að koma aftur og um 79 prósent segjast mæla með landinu sem áningarstað. Spár um fjölgun kínverskra ferðamanna eru flestar á einn veg. Þeim mun fjölga mjög. Það kallar á skýra stefnumörkun, og undirbúning hvað varðar þýðingu upplýsinga, menntun í tungumálum og menningu. Það kallar líka á að íslenska ferðaþjónustan fylgi nýjustu straumum í fjártækni. Greiðsluhegðun kínverskra ferðamanna, ekki síst þeirra yngri, er ólík flestum öðrum. Kreditkortanotkun þeirra er minni en annarra og meira er greitt með reiðufé. Meirihluti þeirra notar rafrænar greiðslulausnir með síma. Sé horft á heimskort Kínverja er Ísland við ystu mörk, landið sem á kínversku ber hið ljóðræna heiti „Bing dao“ eða Íseyjan. Undir norðurljósum togar Íseyjan á heimsenda í æ ríkari mæli til sín kínverska ferðalanga. Tökum vel á móti þeim.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun