Að setja varalit á þingsályktun Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 6. ágúst 2019 07:00 Gallinn við fræðin er að þau geta verið flókin. Gallinn við sérfræðinga er að þeir eiga oft erfitt með að útskýra fræðin fyrir öðrum en sérfræðingum á sama sviði. Sérstaklega á einfaldan hátt. Þetta býður hættunni heim. Snákaolíusölumenn sneru upp á læknavísindin og seldu remedíur og undralyf við alls kyns sjúkdómum, fullmeðvitaðir um að þau gerðu ekkert annað en að fylla vasa þeirra. Þeir sem vilja snúa út úr öðrum fræðum geta gert það með jafnsannfærandi hætti við þau sem kunna ekki fræðin. Lögfræðin er engin undantekning. Útúrsnúningur í orkupakkaendaleysunni eru skrif Ólafs Ísleifssonar þar sem hann heldur fram að forseti Íslands geti beitt 26. grein stjórnarskrárinnar til að synja undirritun þingsályktunartillögu og þannig lagt þingsályktunartillöguna sem Miðflokksmenn hafa sett Íslandsmet í að þrasa um í dóm þjóðarinnar. Þetta er augljóslega rangt. 26. grein stjórnarskrárinnar á ekki við um þingsályktanir eða nokkuð annað en lagafrumvörp. Flóknara er það ekki. Spilaborgin sem byggir á að forsetinn vísi þingsályktun til þjóðarinnar er fallin og restin af þessari grein því tímasóun. En áfram skröltir hann þó. Margrét Einarsdóttir, sami dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Ólafur vísar í í grein sinni, ritaði: „Það mun koma í hlut Alþingis að taka ákvörðun um afléttingu hins stjórnskipulega fyrirvara við 3. orkupakkann og forseti Íslands hefur ekki stjórnskipulegar heimildir til annars en að staðfesta þá þingsályktun.“ Það er sama hvað þú setur mikinn varalit á þingsályktun, hún verður ekki lagafrumvarp. Allt tal um að forsetinn geti vísað henni til þjóðarinnar er marklaust og byggir annaðhvort á grundvallarmisskilningi eða vísvitandi rangfærslum. Vonandi því fyrrnefnda. Vangaveltur um þetta ekkihlutverk forsetans hljóma því eins og að málþófsmennirnir séu að reyna að bora sér bakdyr úr pontu Alþingis til að geta bent á að einhver annar hafi brugðist þegar baklandið þeirra spyr hvers vegna þeir hættu málþófinu.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Gunnar Dofri Ólafsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Gallinn við fræðin er að þau geta verið flókin. Gallinn við sérfræðinga er að þeir eiga oft erfitt með að útskýra fræðin fyrir öðrum en sérfræðingum á sama sviði. Sérstaklega á einfaldan hátt. Þetta býður hættunni heim. Snákaolíusölumenn sneru upp á læknavísindin og seldu remedíur og undralyf við alls kyns sjúkdómum, fullmeðvitaðir um að þau gerðu ekkert annað en að fylla vasa þeirra. Þeir sem vilja snúa út úr öðrum fræðum geta gert það með jafnsannfærandi hætti við þau sem kunna ekki fræðin. Lögfræðin er engin undantekning. Útúrsnúningur í orkupakkaendaleysunni eru skrif Ólafs Ísleifssonar þar sem hann heldur fram að forseti Íslands geti beitt 26. grein stjórnarskrárinnar til að synja undirritun þingsályktunartillögu og þannig lagt þingsályktunartillöguna sem Miðflokksmenn hafa sett Íslandsmet í að þrasa um í dóm þjóðarinnar. Þetta er augljóslega rangt. 26. grein stjórnarskrárinnar á ekki við um þingsályktanir eða nokkuð annað en lagafrumvörp. Flóknara er það ekki. Spilaborgin sem byggir á að forsetinn vísi þingsályktun til þjóðarinnar er fallin og restin af þessari grein því tímasóun. En áfram skröltir hann þó. Margrét Einarsdóttir, sami dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Ólafur vísar í í grein sinni, ritaði: „Það mun koma í hlut Alþingis að taka ákvörðun um afléttingu hins stjórnskipulega fyrirvara við 3. orkupakkann og forseti Íslands hefur ekki stjórnskipulegar heimildir til annars en að staðfesta þá þingsályktun.“ Það er sama hvað þú setur mikinn varalit á þingsályktun, hún verður ekki lagafrumvarp. Allt tal um að forsetinn geti vísað henni til þjóðarinnar er marklaust og byggir annaðhvort á grundvallarmisskilningi eða vísvitandi rangfærslum. Vonandi því fyrrnefnda. Vangaveltur um þetta ekkihlutverk forsetans hljóma því eins og að málþófsmennirnir séu að reyna að bora sér bakdyr úr pontu Alþingis til að geta bent á að einhver annar hafi brugðist þegar baklandið þeirra spyr hvers vegna þeir hættu málþófinu.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun