Að setja varalit á þingsályktun Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 6. ágúst 2019 07:00 Gallinn við fræðin er að þau geta verið flókin. Gallinn við sérfræðinga er að þeir eiga oft erfitt með að útskýra fræðin fyrir öðrum en sérfræðingum á sama sviði. Sérstaklega á einfaldan hátt. Þetta býður hættunni heim. Snákaolíusölumenn sneru upp á læknavísindin og seldu remedíur og undralyf við alls kyns sjúkdómum, fullmeðvitaðir um að þau gerðu ekkert annað en að fylla vasa þeirra. Þeir sem vilja snúa út úr öðrum fræðum geta gert það með jafnsannfærandi hætti við þau sem kunna ekki fræðin. Lögfræðin er engin undantekning. Útúrsnúningur í orkupakkaendaleysunni eru skrif Ólafs Ísleifssonar þar sem hann heldur fram að forseti Íslands geti beitt 26. grein stjórnarskrárinnar til að synja undirritun þingsályktunartillögu og þannig lagt þingsályktunartillöguna sem Miðflokksmenn hafa sett Íslandsmet í að þrasa um í dóm þjóðarinnar. Þetta er augljóslega rangt. 26. grein stjórnarskrárinnar á ekki við um þingsályktanir eða nokkuð annað en lagafrumvörp. Flóknara er það ekki. Spilaborgin sem byggir á að forsetinn vísi þingsályktun til þjóðarinnar er fallin og restin af þessari grein því tímasóun. En áfram skröltir hann þó. Margrét Einarsdóttir, sami dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Ólafur vísar í í grein sinni, ritaði: „Það mun koma í hlut Alþingis að taka ákvörðun um afléttingu hins stjórnskipulega fyrirvara við 3. orkupakkann og forseti Íslands hefur ekki stjórnskipulegar heimildir til annars en að staðfesta þá þingsályktun.“ Það er sama hvað þú setur mikinn varalit á þingsályktun, hún verður ekki lagafrumvarp. Allt tal um að forsetinn geti vísað henni til þjóðarinnar er marklaust og byggir annaðhvort á grundvallarmisskilningi eða vísvitandi rangfærslum. Vonandi því fyrrnefnda. Vangaveltur um þetta ekkihlutverk forsetans hljóma því eins og að málþófsmennirnir séu að reyna að bora sér bakdyr úr pontu Alþingis til að geta bent á að einhver annar hafi brugðist þegar baklandið þeirra spyr hvers vegna þeir hættu málþófinu.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Gunnar Dofri Ólafsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Gallinn við fræðin er að þau geta verið flókin. Gallinn við sérfræðinga er að þeir eiga oft erfitt með að útskýra fræðin fyrir öðrum en sérfræðingum á sama sviði. Sérstaklega á einfaldan hátt. Þetta býður hættunni heim. Snákaolíusölumenn sneru upp á læknavísindin og seldu remedíur og undralyf við alls kyns sjúkdómum, fullmeðvitaðir um að þau gerðu ekkert annað en að fylla vasa þeirra. Þeir sem vilja snúa út úr öðrum fræðum geta gert það með jafnsannfærandi hætti við þau sem kunna ekki fræðin. Lögfræðin er engin undantekning. Útúrsnúningur í orkupakkaendaleysunni eru skrif Ólafs Ísleifssonar þar sem hann heldur fram að forseti Íslands geti beitt 26. grein stjórnarskrárinnar til að synja undirritun þingsályktunartillögu og þannig lagt þingsályktunartillöguna sem Miðflokksmenn hafa sett Íslandsmet í að þrasa um í dóm þjóðarinnar. Þetta er augljóslega rangt. 26. grein stjórnarskrárinnar á ekki við um þingsályktanir eða nokkuð annað en lagafrumvörp. Flóknara er það ekki. Spilaborgin sem byggir á að forsetinn vísi þingsályktun til þjóðarinnar er fallin og restin af þessari grein því tímasóun. En áfram skröltir hann þó. Margrét Einarsdóttir, sami dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Ólafur vísar í í grein sinni, ritaði: „Það mun koma í hlut Alþingis að taka ákvörðun um afléttingu hins stjórnskipulega fyrirvara við 3. orkupakkann og forseti Íslands hefur ekki stjórnskipulegar heimildir til annars en að staðfesta þá þingsályktun.“ Það er sama hvað þú setur mikinn varalit á þingsályktun, hún verður ekki lagafrumvarp. Allt tal um að forsetinn geti vísað henni til þjóðarinnar er marklaust og byggir annaðhvort á grundvallarmisskilningi eða vísvitandi rangfærslum. Vonandi því fyrrnefnda. Vangaveltur um þetta ekkihlutverk forsetans hljóma því eins og að málþófsmennirnir séu að reyna að bora sér bakdyr úr pontu Alþingis til að geta bent á að einhver annar hafi brugðist þegar baklandið þeirra spyr hvers vegna þeir hættu málþófinu.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar