Rúm fjörutíu kíló falin í sérinnréttuðum hólfum í fólksbíl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. ágúst 2019 18:33 Tveir erlendir karlmenn voru í morgun úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna smygla um fjörtíu kílóum af hörðum efnum inn til landsins með Norrænu. Efnin voru falin í fólksbíl, í sérinnréttuðu hólfi. Um er að ræða eitt af stærri fíkniefnamálum síðustu ára. Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar ferjan Norræna kom til hafnar í Seyðisfirði á fimmtudag. Þeir voru leiddir fyrir héraðsdóm Austurlands og voru nú fyrir hádegi úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald að kröfu lögreglustjóra. Að sögn lögreglu er rannsóknin á viðkvæmu stigi og hefur lögregla ekki viljað gefa upp um hvers konar fíkniefni er að ræða eða hversu mikið. Fréttastofu hefur þó heimildir fyrir því að þetta séu rúmlega fjörutíu kíló af amfetamíni og kókaíni. Sömu heimildir herma að efnin hafi fundist í fólksbíl í sérinnréttuðum hólfum og það hafi verið fíkniefnahundur sem hafi komið tollvörðum á slóðina. Til þess að komast að efnunum þurfti að flytja bílinn til Reykjavíkur og taka hann í sundur. Er þetta eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Mesta magn af sterkum fíkniefnum sem lagt hefur verið hald á var í Papeyjarmálinu fyrir rúmum tíu árum. Í því máli hlutu sex menn dóm fyrir að smygla 55 kílóum af amfetamíni og 9.400 e-töflum til landsins. Lögreglan á Austurlandi í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fer nú með rannsókn málsins. Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Tveir erlendir karlmenn voru í morgun úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna smygla um fjörtíu kílóum af hörðum efnum inn til landsins með Norrænu. Efnin voru falin í fólksbíl, í sérinnréttuðu hólfi. Um er að ræða eitt af stærri fíkniefnamálum síðustu ára. Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar ferjan Norræna kom til hafnar í Seyðisfirði á fimmtudag. Þeir voru leiddir fyrir héraðsdóm Austurlands og voru nú fyrir hádegi úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald að kröfu lögreglustjóra. Að sögn lögreglu er rannsóknin á viðkvæmu stigi og hefur lögregla ekki viljað gefa upp um hvers konar fíkniefni er að ræða eða hversu mikið. Fréttastofu hefur þó heimildir fyrir því að þetta séu rúmlega fjörutíu kíló af amfetamíni og kókaíni. Sömu heimildir herma að efnin hafi fundist í fólksbíl í sérinnréttuðum hólfum og það hafi verið fíkniefnahundur sem hafi komið tollvörðum á slóðina. Til þess að komast að efnunum þurfti að flytja bílinn til Reykjavíkur og taka hann í sundur. Er þetta eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Mesta magn af sterkum fíkniefnum sem lagt hefur verið hald á var í Papeyjarmálinu fyrir rúmum tíu árum. Í því máli hlutu sex menn dóm fyrir að smygla 55 kílóum af amfetamíni og 9.400 e-töflum til landsins. Lögreglan á Austurlandi í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fer nú með rannsókn málsins.
Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26