Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2019 12:45 Flugfélaginu tókst ekki að auka hlutdeild erlendra ferðamanna. Vísir/Vilhelm - Fréttablaðið/Gunnar Air Iceland Connect hefur hætt við að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í haust. Þetta staðfestir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Vísi. Um er að ræða annað stórt áfall fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi á stuttum tíma, en tilkynnt var um gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Superbreak í gær. Ferðaskrifstofan stóð fyrir umfangsmiklu beinu flugi milli Akureyrar og Bretlands. Í fyrra flaug Air Iceland Connect milli Keflavíkur og Akureyrar frá október fram í maí á þessu ári en ekki var flogið yfir sumartímann. Fyrirhugað var að hefja flug aftur á þessari flugleið í október á þessu ári en tekin hefur verið ákvörðun um að ekki verði af því. „Það er vegna fækkunar á farþegum í innanlandsflugi sem við sjáum ekki fram á að þetta flug muni bera sig í vetur og það er svona aðalskýringin á því af hverju við erum að gera þetta,“ segir Árni. Búið var að selja nokkur sæti með þessum flugferðum í vetur og verður þeim farþegum boðið að fá flug til Reykjavíkur í staðinn eða endurgreiðslu farmiða.Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna Að sögn Árna var markmiðið með flugleiðinni að reyna að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi og auka möguleika þeirra á því að fara með einfaldari hætti út á land. Það hafi þó ekki tekist sem skyldi: „Á síðasta vetri voru þetta mjög mikið Íslendingar, þannig að við vorum kannski ekki að ná eins mikið til erlendra ferðamanna og við hefðum viljað.“ Einungis var hægt að bóka flug milli Keflavíkur og Akureyrar sem tengiflug og hluta af millilandaflugi með Icelandair. Árni segir að dvalartími erlendra ferðamanna hér á landi sé yfirleitt skemmri yfir veturinn samanborið við sumartímann og meiri áhersla því lögð á að tengingar séu styttri og auðveldari. Þetta hafi skýrt þá ákvörðun flugfélagsins á að fljúga þessa leið einungis yfir vetrartímann.Annar kafli í sögunni endalausu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Air Iceland Connect hefur byrjað og síðan hætt að fljúga þarna á milli. Árni segir að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar á undanförnum áratugum til að reyna að tengja betur saman millilandaflug og innanlandsflug. „En því miður þá hefur þetta ekki enn þá gengið upp sem skyldi og náð því flugi sem við hefðum viljað sjá.“ Heildarfækkun á farþegum hefur verið í innanlandsfluginu að undanförnu og mun flugfélagið bregðast við því með því að fljúga oftar minni vélum í stað stærri og í einhverjum tilvikum fækka ferðum. Árni segir fækkun erlendra ferðamanna og samdráttur í hagkerfinu bæði hafa áhrif á fjölda flugfarþega hjá félaginu: „Það eru um 20% á ársgrundvelli tæplega sem eru erlendir ferðamenn í innanlandsflugi, þannig að fækkun á þeim telur.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Air Iceland Connect hefur hætt við að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í haust. Þetta staðfestir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Vísi. Um er að ræða annað stórt áfall fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi á stuttum tíma, en tilkynnt var um gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Superbreak í gær. Ferðaskrifstofan stóð fyrir umfangsmiklu beinu flugi milli Akureyrar og Bretlands. Í fyrra flaug Air Iceland Connect milli Keflavíkur og Akureyrar frá október fram í maí á þessu ári en ekki var flogið yfir sumartímann. Fyrirhugað var að hefja flug aftur á þessari flugleið í október á þessu ári en tekin hefur verið ákvörðun um að ekki verði af því. „Það er vegna fækkunar á farþegum í innanlandsflugi sem við sjáum ekki fram á að þetta flug muni bera sig í vetur og það er svona aðalskýringin á því af hverju við erum að gera þetta,“ segir Árni. Búið var að selja nokkur sæti með þessum flugferðum í vetur og verður þeim farþegum boðið að fá flug til Reykjavíkur í staðinn eða endurgreiðslu farmiða.Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna Að sögn Árna var markmiðið með flugleiðinni að reyna að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi og auka möguleika þeirra á því að fara með einfaldari hætti út á land. Það hafi þó ekki tekist sem skyldi: „Á síðasta vetri voru þetta mjög mikið Íslendingar, þannig að við vorum kannski ekki að ná eins mikið til erlendra ferðamanna og við hefðum viljað.“ Einungis var hægt að bóka flug milli Keflavíkur og Akureyrar sem tengiflug og hluta af millilandaflugi með Icelandair. Árni segir að dvalartími erlendra ferðamanna hér á landi sé yfirleitt skemmri yfir veturinn samanborið við sumartímann og meiri áhersla því lögð á að tengingar séu styttri og auðveldari. Þetta hafi skýrt þá ákvörðun flugfélagsins á að fljúga þessa leið einungis yfir vetrartímann.Annar kafli í sögunni endalausu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Air Iceland Connect hefur byrjað og síðan hætt að fljúga þarna á milli. Árni segir að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar á undanförnum áratugum til að reyna að tengja betur saman millilandaflug og innanlandsflug. „En því miður þá hefur þetta ekki enn þá gengið upp sem skyldi og náð því flugi sem við hefðum viljað sjá.“ Heildarfækkun á farþegum hefur verið í innanlandsfluginu að undanförnu og mun flugfélagið bregðast við því með því að fljúga oftar minni vélum í stað stærri og í einhverjum tilvikum fækka ferðum. Árni segir fækkun erlendra ferðamanna og samdráttur í hagkerfinu bæði hafa áhrif á fjölda flugfarþega hjá félaginu: „Það eru um 20% á ársgrundvelli tæplega sem eru erlendir ferðamenn í innanlandsflugi, þannig að fækkun á þeim telur.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15
Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00
Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51