„Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. ágúst 2019 21:30 Gott samband virðist á milli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel þýskalandskanslara. Mynd/Sigurjón „Það er mikill persónulegur heiður að taka á móti henni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í upphafi blaðamannafundar hennar og Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. „Ekki bara af því að hún er áhrifamesti stjórnmálaleiðtogi Evrópu heldur einnig af því að hún hefur verið mikil fyrirmynd fyrir konur í stjórnmálum.“ Í inngangsorðum sínum sagði Katrín að hún vildi leggja áherslu á þrjá hluti á fundi þeirra. Ris öfgaafla í Evrópu, kynjajafnrétti og umhverfismálin en hún minntist á að í gær fór fram minningarathöfn um Okjökul sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Fyrir blaðamannafundinn hafði Katrín tekið á móti Merkel á hakinu á Þingvöllum þar sem hún og Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, leiddu hana um helstu kennileiti garðsins. „Ég sagði henni frá öllum hrikalegu sögunum af Þingvöllum og það er við hæfi að hittast hér á stað sem geymir svo mikið af sagnaminni þjóðarinnar,“ sagði Katrín. Angela Merkel hlýðir á Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörð á Þingvöllum segja frá sögu garðsins.Mynd/Egill„Mig hefur alltaf dreymt um að koma til Íslands,“ sagði Angela Merkel í stuttu ávarpi. „Það er ótrúleg tilfinning að ganga um Þingvelli.“ Hún sagði að það væri við hæfi að hittast á Þingvöllum þar sem Alþingi var fyrst stofnað og er vagga lýðræðis á Íslandi. Hún sagði það góða áminningu um að berjast áfram fyrir lýðræðislegum gildum. Meðal þess sem Merkel ræddi við Katrínu voru samskipti Evrópuríkja vestur yfir Atlantshafið og vísaði þar aftur til Þingvalla. „Við erum hér stödd á mótum jarðflekanna á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa sögulega verið góð. Samskipti þvert yfir Atlantshafið eru sögulega góð. Bæði Þýskaland og Ísland hafa reitt sig á aðstöð Bandaríkjanna líkt og Marshall aðstoðin er dæmi um.“ Þá var Merkel jafnréttismálin einnig hugleikin og hrósaði Íslandi í þeim efnum. „Það er heiður að vera gestur á landi sem státar sig af því að vera á toppi jafnréttisvísitölu World Economic Forum. Þýskaland er í fjórtánda sæti og þarf að herða sig í þeim efnum. Sérstaklega þegar kemur að viðskiptalífinu og stjórnmálunum.“ Að lokum tók hún undir með Katrínu um að umhverfismálin væru eitt mikilvægasta viðfangsefnið. „Ég er ánægð að hafa kynnst forsætisráðherra sem er svo umhugað um framtíðina,“ sagði Merkel um Katrínu. Hún nefndi eigin reynslusögu af því að hafa nær verið strandaglópur í Bandaríkjunum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010. Íslensk náttúruöfl séu áminning um að bera virðingu fyrir umhverfinu. „Við þurfum að sýna auðmýkt gagnvart náttúrunni.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá útsendingu Vísis af blaðamannafundi katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel, Kanslara Þýskalands. Íslandsvinir Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. 19. ágúst 2019 18:48 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Sjá meira
„Það er mikill persónulegur heiður að taka á móti henni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í upphafi blaðamannafundar hennar og Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. „Ekki bara af því að hún er áhrifamesti stjórnmálaleiðtogi Evrópu heldur einnig af því að hún hefur verið mikil fyrirmynd fyrir konur í stjórnmálum.“ Í inngangsorðum sínum sagði Katrín að hún vildi leggja áherslu á þrjá hluti á fundi þeirra. Ris öfgaafla í Evrópu, kynjajafnrétti og umhverfismálin en hún minntist á að í gær fór fram minningarathöfn um Okjökul sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Fyrir blaðamannafundinn hafði Katrín tekið á móti Merkel á hakinu á Þingvöllum þar sem hún og Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, leiddu hana um helstu kennileiti garðsins. „Ég sagði henni frá öllum hrikalegu sögunum af Þingvöllum og það er við hæfi að hittast hér á stað sem geymir svo mikið af sagnaminni þjóðarinnar,“ sagði Katrín. Angela Merkel hlýðir á Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörð á Þingvöllum segja frá sögu garðsins.Mynd/Egill„Mig hefur alltaf dreymt um að koma til Íslands,“ sagði Angela Merkel í stuttu ávarpi. „Það er ótrúleg tilfinning að ganga um Þingvelli.“ Hún sagði að það væri við hæfi að hittast á Þingvöllum þar sem Alþingi var fyrst stofnað og er vagga lýðræðis á Íslandi. Hún sagði það góða áminningu um að berjast áfram fyrir lýðræðislegum gildum. Meðal þess sem Merkel ræddi við Katrínu voru samskipti Evrópuríkja vestur yfir Atlantshafið og vísaði þar aftur til Þingvalla. „Við erum hér stödd á mótum jarðflekanna á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa sögulega verið góð. Samskipti þvert yfir Atlantshafið eru sögulega góð. Bæði Þýskaland og Ísland hafa reitt sig á aðstöð Bandaríkjanna líkt og Marshall aðstoðin er dæmi um.“ Þá var Merkel jafnréttismálin einnig hugleikin og hrósaði Íslandi í þeim efnum. „Það er heiður að vera gestur á landi sem státar sig af því að vera á toppi jafnréttisvísitölu World Economic Forum. Þýskaland er í fjórtánda sæti og þarf að herða sig í þeim efnum. Sérstaklega þegar kemur að viðskiptalífinu og stjórnmálunum.“ Að lokum tók hún undir með Katrínu um að umhverfismálin væru eitt mikilvægasta viðfangsefnið. „Ég er ánægð að hafa kynnst forsætisráðherra sem er svo umhugað um framtíðina,“ sagði Merkel um Katrínu. Hún nefndi eigin reynslusögu af því að hafa nær verið strandaglópur í Bandaríkjunum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010. Íslensk náttúruöfl séu áminning um að bera virðingu fyrir umhverfinu. „Við þurfum að sýna auðmýkt gagnvart náttúrunni.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá útsendingu Vísis af blaðamannafundi katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel, Kanslara Þýskalands.
Íslandsvinir Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. 19. ágúst 2019 18:48 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Sjá meira
Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. 19. ágúst 2019 18:48
Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15
Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15
Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33