Jákvæðni gagnvart Ísrael þarf ekki að fylgja pólitískum línum Finnur Thorlacius Eiríkssson skrifar 19. ágúst 2019 09:38 Þegar horft er yfir stjórnmálalandslagið blasir við sundraður veruleiki. Raunverulegir miðjuflokkar eru að hverfa og fólk velur sér í auknum mæli aðra hvora af tveimur steingerðum fylkingum. Þessar fylkingar eru gjarnan kenndar við hægri og vinstri og að tilheyra þeim felur það í sér að samþykkja langan lista ólíkra stefnumála. Til dæmis áttu ekki að óttast loftslagsbreytingar ef þú vilt takmarka fjölda kvótaflóttamanna. Sömuleiðis áttu ekki að efast um réttmæti þungunarrofs ef þú ert fylgjandi lögleiðingu vímuefna. En er þetta ekki óþarflega heftandi? Væri ekki skynsamlegra að taka afstöðu til einstakra málefna án þess að hugsa um hvaða hlið hefur eignað sér þau? Annað viðfangsefni sem skiptir fólki í fylkingar er deilan á milli Ísraels og Palestínu. Þeir hófsömu tala fyrir tveggja ríkja lausn á meðan þeir róttæku hafna tilverurétti annars hvors ríkisins. Á Íslandi og víðar á Vesturlöndum hafa fjölmiðlar (ýmist meðvitað eða ómeðvitað) talað máli þeirra sem hafna tilverurétti Ísraels. En þegar betur er að gáð hafa margir á þeirri hlið fullgildar ástæður fyrir jákvæðni gagnvart Ísrael.Tjáningar- og trúfrelsi Til dæmis má benda talsmönnum tjáningarfrelsis á neikvætt orðspor Palestínu í þeim efnum. Í fyrra birti Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) skýrslu sem dró upp dökka mynd af ástandinu á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Fólk hefur í auknum mæli verið handtekið og pyntað af yfirvöldum fyrir það að gagnrýna Hamassamtökin og Palestínsku heimastjórnina (PA).1 Þó fjölmiðlaumhverfið í Ísrael sé ekki fullkomið heyrast þar ólík sjónarmið í virkri samfélagsumræðu, fjöldi dagblaða er gefinn út á ýmsum tungumálum og fjölmiðlar njóta tjáningarfrelsis, sem stofnunin Fréttamenn án landamæra (Reporters without Borders) viðurkennir að sé annars sjaldgæft í Mið-Austurlöndum.2Einnig má færa rök fyrir því að trúleysingjar hafi góðar ástæður til að vera jákvæðari gagnvart Ísrael en Palestínu. Árið 2010 var trúleysinginn Waleed Al-Husseini handtekinn fyrir guðlast. Samkvæmt lögum heimastjórnarinnar er íslam ríkistrú Palestínu, en lögin heimila fólki einnig að aðhyllast kristni og gyðingdóm3 (þó gyðingum sé reyndar bannað að fara inn á sjálfstjórnarsvæðin). Lögin gefa hvorki heimild til að iðka fjölgyðistrú (líkt og hindúisma) né trúleysi. Eftir að hafa verið í fangelsi í tíu mánuði flúði Al-Husseini til Þýskalands.4 Á hinn bóginn eru engin lög sem hefta trúfrelsi fólks í Ísrael, og trúarleg fjölbreytni þar er töluvert meiri en í flestum grannríkjunum.5 Réttindi samkynhneigðra Talsmenn réttinda samkynhneigðra hafa einnig ríka ástæðu til að vera jákvæðari gagnvart Ísrael því það er alls óvíst að þeir fengju hlýjar viðtökur á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Á meðan eina gleðigangan í Mið-Austurlöndum er haldin árlega í Tel Aviv er samfélag Palestínumanna ekki opið gagnvart samkynhneigð. Rannsóknarstofan Pew Research leiddi í ljós að 93% íbúa palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna hafi neikvætt álit á samkynhneigð.6 Þó almenningsálit í Ísrael sé klofið í málinu – á svipuðum slóðum og í Póllandi – eru lífsgæði samkynhneigðra talsvert meiri í Ísrael en í Palestínu. Á Gazaströndinni liggur í reynd dauðarefsing við samkynhneigð (þó orðalagið „siðferðisleg hnignun“ sé notað þegar dómar eru kveðnir upp). Mahmoud Ishtiwi, sem var liðsforingi hjá Hamas, var tekinn af lífi árið 2016 af þeim sökum.7 Sjálfstjórnarsvæðin á Vesturbakkanum eru litlu skárri þó þar liggi ekki dauðarefsing við samkynhneigð. Eftir að Palestínumaður málaði regnbogalitina á einn af veggjunum við Vesturbakkann tóku samlandar hans sig til og hvíttuðu vegginn. „Við getum ekki stutt réttindi samkynhneigðra,“ var haft eftir einum þeirra.8Nú er viðbúið að harðir stuðningsmenn Palestínu muni hrópa slagorð gegn þessum fullyrðingum og segja þennan samanburð ekki skipta máli því að sjálf tilurð Ísraels hafi verið „óréttlát“. En með því væru þeir að flýja af hólmi. Það er einfaldlega staðreynd að mannréttindi samkynhneigðra og trúlausra eru meiri í Ísrael en á palestínsku svæðunum. Þeir sem kalla slagorð gegn staðreyndum ógilda þær ekki, heldur afhjúpa þeir raunverulega afstöðu sína – að ekkert jákvætt við Ísraelsríki mun nokkurn tíma réttlæta tilvist þess. Er þetta skynsamleg afstaða sem mun stuðla að friði? Það verður að teljast ólíklegt. Það er skýrt merki um tvöfaldan staðal að allt sem mögulega geti talist neikvætt við Ísrael er blásið út í fjölmiðlum á meðan þagað er yfir mannréttindabrotum palestínskra yfirvalda. Þegar betur er að gáð er ekkert fjarstæðukennt við það að fólk á báðum vængjum stjórnmálanna geti verið jákvætt gagnvart Ísraelsríki. Margir sem telja sig vera andstæðinga Ísraels hafa í hávegum mannréttindi sem eru í betri farvegi þar en nokkurs staðar annars staðar í Mið-Austurlöndum. Það eina sem þarf að gera er að grafa aðeins undir yfirborðið til að komast að því að staðan er ekki eins svarthvít og hún er oft sett fram.Fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi, Finnur Thorlacius Eiríksson.Heimildir1https://www.hrw.org/news/2019/05/29/palestine-no-letup-arbitrary-arrests-torture2https://www.bbc.com/news/world-middle-east-146296113https://fot.humanists.international/countries/asia-western-asia/palestine/4https://www.dw.com/en/when-muslims-renounce-their-faith/a-175741725https://www.pewforum.org/2016/03/08/religious-affiliation-and-conversion/6https://www.pewresearch.org/global/2013/06/04/the-global-divide-on-homosexuality/7https://www.nytimes.com/2016/03/02/world/middleeast/hamas-commander-mahmoud-ishtiwi-killed-palestine.html8https://www.apnews.com/e303cdebde114089a2f9555651550e08 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Palestína Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir stjórnmálalandslagið blasir við sundraður veruleiki. Raunverulegir miðjuflokkar eru að hverfa og fólk velur sér í auknum mæli aðra hvora af tveimur steingerðum fylkingum. Þessar fylkingar eru gjarnan kenndar við hægri og vinstri og að tilheyra þeim felur það í sér að samþykkja langan lista ólíkra stefnumála. Til dæmis áttu ekki að óttast loftslagsbreytingar ef þú vilt takmarka fjölda kvótaflóttamanna. Sömuleiðis áttu ekki að efast um réttmæti þungunarrofs ef þú ert fylgjandi lögleiðingu vímuefna. En er þetta ekki óþarflega heftandi? Væri ekki skynsamlegra að taka afstöðu til einstakra málefna án þess að hugsa um hvaða hlið hefur eignað sér þau? Annað viðfangsefni sem skiptir fólki í fylkingar er deilan á milli Ísraels og Palestínu. Þeir hófsömu tala fyrir tveggja ríkja lausn á meðan þeir róttæku hafna tilverurétti annars hvors ríkisins. Á Íslandi og víðar á Vesturlöndum hafa fjölmiðlar (ýmist meðvitað eða ómeðvitað) talað máli þeirra sem hafna tilverurétti Ísraels. En þegar betur er að gáð hafa margir á þeirri hlið fullgildar ástæður fyrir jákvæðni gagnvart Ísrael.Tjáningar- og trúfrelsi Til dæmis má benda talsmönnum tjáningarfrelsis á neikvætt orðspor Palestínu í þeim efnum. Í fyrra birti Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) skýrslu sem dró upp dökka mynd af ástandinu á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Fólk hefur í auknum mæli verið handtekið og pyntað af yfirvöldum fyrir það að gagnrýna Hamassamtökin og Palestínsku heimastjórnina (PA).1 Þó fjölmiðlaumhverfið í Ísrael sé ekki fullkomið heyrast þar ólík sjónarmið í virkri samfélagsumræðu, fjöldi dagblaða er gefinn út á ýmsum tungumálum og fjölmiðlar njóta tjáningarfrelsis, sem stofnunin Fréttamenn án landamæra (Reporters without Borders) viðurkennir að sé annars sjaldgæft í Mið-Austurlöndum.2Einnig má færa rök fyrir því að trúleysingjar hafi góðar ástæður til að vera jákvæðari gagnvart Ísrael en Palestínu. Árið 2010 var trúleysinginn Waleed Al-Husseini handtekinn fyrir guðlast. Samkvæmt lögum heimastjórnarinnar er íslam ríkistrú Palestínu, en lögin heimila fólki einnig að aðhyllast kristni og gyðingdóm3 (þó gyðingum sé reyndar bannað að fara inn á sjálfstjórnarsvæðin). Lögin gefa hvorki heimild til að iðka fjölgyðistrú (líkt og hindúisma) né trúleysi. Eftir að hafa verið í fangelsi í tíu mánuði flúði Al-Husseini til Þýskalands.4 Á hinn bóginn eru engin lög sem hefta trúfrelsi fólks í Ísrael, og trúarleg fjölbreytni þar er töluvert meiri en í flestum grannríkjunum.5 Réttindi samkynhneigðra Talsmenn réttinda samkynhneigðra hafa einnig ríka ástæðu til að vera jákvæðari gagnvart Ísrael því það er alls óvíst að þeir fengju hlýjar viðtökur á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Á meðan eina gleðigangan í Mið-Austurlöndum er haldin árlega í Tel Aviv er samfélag Palestínumanna ekki opið gagnvart samkynhneigð. Rannsóknarstofan Pew Research leiddi í ljós að 93% íbúa palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna hafi neikvætt álit á samkynhneigð.6 Þó almenningsálit í Ísrael sé klofið í málinu – á svipuðum slóðum og í Póllandi – eru lífsgæði samkynhneigðra talsvert meiri í Ísrael en í Palestínu. Á Gazaströndinni liggur í reynd dauðarefsing við samkynhneigð (þó orðalagið „siðferðisleg hnignun“ sé notað þegar dómar eru kveðnir upp). Mahmoud Ishtiwi, sem var liðsforingi hjá Hamas, var tekinn af lífi árið 2016 af þeim sökum.7 Sjálfstjórnarsvæðin á Vesturbakkanum eru litlu skárri þó þar liggi ekki dauðarefsing við samkynhneigð. Eftir að Palestínumaður málaði regnbogalitina á einn af veggjunum við Vesturbakkann tóku samlandar hans sig til og hvíttuðu vegginn. „Við getum ekki stutt réttindi samkynhneigðra,“ var haft eftir einum þeirra.8Nú er viðbúið að harðir stuðningsmenn Palestínu muni hrópa slagorð gegn þessum fullyrðingum og segja þennan samanburð ekki skipta máli því að sjálf tilurð Ísraels hafi verið „óréttlát“. En með því væru þeir að flýja af hólmi. Það er einfaldlega staðreynd að mannréttindi samkynhneigðra og trúlausra eru meiri í Ísrael en á palestínsku svæðunum. Þeir sem kalla slagorð gegn staðreyndum ógilda þær ekki, heldur afhjúpa þeir raunverulega afstöðu sína – að ekkert jákvætt við Ísraelsríki mun nokkurn tíma réttlæta tilvist þess. Er þetta skynsamleg afstaða sem mun stuðla að friði? Það verður að teljast ólíklegt. Það er skýrt merki um tvöfaldan staðal að allt sem mögulega geti talist neikvætt við Ísrael er blásið út í fjölmiðlum á meðan þagað er yfir mannréttindabrotum palestínskra yfirvalda. Þegar betur er að gáð er ekkert fjarstæðukennt við það að fólk á báðum vængjum stjórnmálanna geti verið jákvætt gagnvart Ísraelsríki. Margir sem telja sig vera andstæðinga Ísraels hafa í hávegum mannréttindi sem eru í betri farvegi þar en nokkurs staðar annars staðar í Mið-Austurlöndum. Það eina sem þarf að gera er að grafa aðeins undir yfirborðið til að komast að því að staðan er ekki eins svarthvít og hún er oft sett fram.Fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi, Finnur Thorlacius Eiríksson.Heimildir1https://www.hrw.org/news/2019/05/29/palestine-no-letup-arbitrary-arrests-torture2https://www.bbc.com/news/world-middle-east-146296113https://fot.humanists.international/countries/asia-western-asia/palestine/4https://www.dw.com/en/when-muslims-renounce-their-faith/a-175741725https://www.pewforum.org/2016/03/08/religious-affiliation-and-conversion/6https://www.pewresearch.org/global/2013/06/04/the-global-divide-on-homosexuality/7https://www.nytimes.com/2016/03/02/world/middleeast/hamas-commander-mahmoud-ishtiwi-killed-palestine.html8https://www.apnews.com/e303cdebde114089a2f9555651550e08
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun