Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 21:00 Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. Þingmaður Vinstri grænna segir umhugsunarvert hvernig dómarinn hafi komið fram við þingnefndina en með orðum sínum hafi hann lýst miklu vantrausti á löggjafarþingið. Arnar Þór hefur lýst verulegum efasemdum um orkupakkann. „Það er lögfræðileg óvissa uppi og þess vegna er það ábyrgðarhlutur núna og boltinn er hjá þinginu, að stýra þessu þannig að enginn skaði verði á íslenskum þjóðarhagsmunum,“ segir Arnar Þór. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið mikinn meðbyr inni á þessum fundi, það var þannig að það stóðu fremur öll spjót á mér.“ Á fundinum í morgun dreifði hann minnisblaði til nefndarmanna þar sem hann segir meðal annars að „það [megi] teljast lágmarkskrafa, út frá sjónarmiðum um réttaröryggi borgaranna og fyrirsjáanleika í lögum og lagaframkvæmd, að lögin séu grundvölluð á staðreyndum en ekki heimatilbúnum kenningum, spádómum eða óskhyggju.“ Að hans mati brjóti innleiðing þriðja orkupakkans alvarlega gegn þessum undirstöðum íslensks réttar. Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og varaformanns utanríkismálanefndar, stendur ekki á sama um þessi orð Arnars Þórs. „Mér finnst það vera verulegt umhugsunarefni, með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi allra í þessu landi, að dómari við héraðsdóm lýsi yfir þvílíku vantrausti á löggjafarþingi Íslands og okkur sem kjörnum fulltrúum, eins og hann gerði í minnisblaði sem hann dreifði hér á opnum fundi fyrir fjölmiðlum. Arnar Þór Jónsson héraðsdómariVísir/ÞÞSkúli Magnússon héraðsdómari og sérfræðingur í orkurétti var einnig meðal gesta sem komu fyrir nefndina í dag en hann segir umræðuna um hugsanlega lagningu sæstrengs vera á algjörum villigötum. „Það er verið að spá í bolla um að eitthvað kunni að gerast og eitthvað kunni að þróast með ákveðnum hætti. Og þá er jafnframt ekki tekið með inn í reikninginn að ef þetta þróast á versta veg getum við sagt, þá er Ísland náttúrlega með úrræði til að bregðast við því. Og hér mun það aldrei gerast að einhver evrópsk stofnun geti bara gefið hér út eitthvað leyfi og menn séu byrjaðir að leggja sæstreng daginn eftir,“ segir Skúli. Alþingi Dómstólar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. Þingmaður Vinstri grænna segir umhugsunarvert hvernig dómarinn hafi komið fram við þingnefndina en með orðum sínum hafi hann lýst miklu vantrausti á löggjafarþingið. Arnar Þór hefur lýst verulegum efasemdum um orkupakkann. „Það er lögfræðileg óvissa uppi og þess vegna er það ábyrgðarhlutur núna og boltinn er hjá þinginu, að stýra þessu þannig að enginn skaði verði á íslenskum þjóðarhagsmunum,“ segir Arnar Þór. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið mikinn meðbyr inni á þessum fundi, það var þannig að það stóðu fremur öll spjót á mér.“ Á fundinum í morgun dreifði hann minnisblaði til nefndarmanna þar sem hann segir meðal annars að „það [megi] teljast lágmarkskrafa, út frá sjónarmiðum um réttaröryggi borgaranna og fyrirsjáanleika í lögum og lagaframkvæmd, að lögin séu grundvölluð á staðreyndum en ekki heimatilbúnum kenningum, spádómum eða óskhyggju.“ Að hans mati brjóti innleiðing þriðja orkupakkans alvarlega gegn þessum undirstöðum íslensks réttar. Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og varaformanns utanríkismálanefndar, stendur ekki á sama um þessi orð Arnars Þórs. „Mér finnst það vera verulegt umhugsunarefni, með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi allra í þessu landi, að dómari við héraðsdóm lýsi yfir þvílíku vantrausti á löggjafarþingi Íslands og okkur sem kjörnum fulltrúum, eins og hann gerði í minnisblaði sem hann dreifði hér á opnum fundi fyrir fjölmiðlum. Arnar Þór Jónsson héraðsdómariVísir/ÞÞSkúli Magnússon héraðsdómari og sérfræðingur í orkurétti var einnig meðal gesta sem komu fyrir nefndina í dag en hann segir umræðuna um hugsanlega lagningu sæstrengs vera á algjörum villigötum. „Það er verið að spá í bolla um að eitthvað kunni að gerast og eitthvað kunni að þróast með ákveðnum hætti. Og þá er jafnframt ekki tekið með inn í reikninginn að ef þetta þróast á versta veg getum við sagt, þá er Ísland náttúrlega með úrræði til að bregðast við því. Og hér mun það aldrei gerast að einhver evrópsk stofnun geti bara gefið hér út eitthvað leyfi og menn séu byrjaðir að leggja sæstreng daginn eftir,“ segir Skúli.
Alþingi Dómstólar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30
„Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent