Fleiri fyrstu kaup: 250% Lilja Alfreðsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Fram kom í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs á dögunum að hlutfall fasteignakaupenda sem kaupa sína fyrstu íbúð hefði aldrei mælst hærra en nú. Fyrstu íbúðarkaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðarkaupum sl. 10 ár en á öðrum ársfjórðungi 2019 var hlutfall fyrstu kaupenda 28% samanborið við tæp 8% árið 2009 en það er 250% hlutfallsaukning. Í skýrslunni kemur einnig fram að hærra hlutfall fyrstu íbúðarkaupenda gefi vísbendingar um að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að sækja fram í málefnum ungs fólks og barnafjölskyldna. Í lífskjarasamningi aðila vinnumarkaðarins frá því í vor, sem stjórnvöld styðja við með ýmsum hætti, má sjá glögg merki þess að rík áhersla verður lögð á húsnæðismál undir styrkri forystu félags- og barnamálaráðherra. Aðgerðir stjórnvalda auðvelda ungu fólki meðal annars að fjárfesta í fyrstu fasteign með því að heimila notkun á hluta skyldulífeyrissparnaðar til slíkra kaupa en fyrir þeirri leið beitti Framsóknarflokkurinn sér í síðustu kosningum. Hún kemur til viðbótar séreignarsparnaðarleiðinni sem heimilar fólki að nýta viðbótarsparnað sinn í allt að 10 ár til kaupa og afborgana á húsnæði. Eitt helsta markmið lífskjarasamningsins er að tryggja stöðugleika og skapa hagfelld skilyrði til vaxtalækkunar. Ánægjulegt hefur verið að sjá árangur í þá veru en frá því í maí hefur Seðlabanki Íslands tvívegis lækkað stýrivexti sína, samtals um 0,75%. Sú lækkun kemur öllum lántakendum íbúðalána til góða og eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. Samhliða þessum aðgerðum og fleiri til verða barnabætur hækkaðar og fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf. Að auki hafa frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýtt námsstyrkja- og lánakerfi, verið kynnt. Í því felst meðal annars að við munum fella niður 30% af höfuðstól námslána að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og auka stuðning við fjölskyldur með því að veita styrk til framfærslu barna í stað lána eins og gert er í dag.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Fram kom í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs á dögunum að hlutfall fasteignakaupenda sem kaupa sína fyrstu íbúð hefði aldrei mælst hærra en nú. Fyrstu íbúðarkaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðarkaupum sl. 10 ár en á öðrum ársfjórðungi 2019 var hlutfall fyrstu kaupenda 28% samanborið við tæp 8% árið 2009 en það er 250% hlutfallsaukning. Í skýrslunni kemur einnig fram að hærra hlutfall fyrstu íbúðarkaupenda gefi vísbendingar um að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að sækja fram í málefnum ungs fólks og barnafjölskyldna. Í lífskjarasamningi aðila vinnumarkaðarins frá því í vor, sem stjórnvöld styðja við með ýmsum hætti, má sjá glögg merki þess að rík áhersla verður lögð á húsnæðismál undir styrkri forystu félags- og barnamálaráðherra. Aðgerðir stjórnvalda auðvelda ungu fólki meðal annars að fjárfesta í fyrstu fasteign með því að heimila notkun á hluta skyldulífeyrissparnaðar til slíkra kaupa en fyrir þeirri leið beitti Framsóknarflokkurinn sér í síðustu kosningum. Hún kemur til viðbótar séreignarsparnaðarleiðinni sem heimilar fólki að nýta viðbótarsparnað sinn í allt að 10 ár til kaupa og afborgana á húsnæði. Eitt helsta markmið lífskjarasamningsins er að tryggja stöðugleika og skapa hagfelld skilyrði til vaxtalækkunar. Ánægjulegt hefur verið að sjá árangur í þá veru en frá því í maí hefur Seðlabanki Íslands tvívegis lækkað stýrivexti sína, samtals um 0,75%. Sú lækkun kemur öllum lántakendum íbúðalána til góða og eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. Samhliða þessum aðgerðum og fleiri til verða barnabætur hækkaðar og fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf. Að auki hafa frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýtt námsstyrkja- og lánakerfi, verið kynnt. Í því felst meðal annars að við munum fella niður 30% af höfuðstól námslána að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og auka stuðning við fjölskyldur með því að veita styrk til framfærslu barna í stað lána eins og gert er í dag.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar