Framkvæmdir Bandaríkjahers skapa yfir 300 ársstörf Hörður Ægisson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Bandaríkjaher hyggur á umfangsmikla uppbyggingu á Íslandi. Fréttablaðið/Eyþór Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) um gildi erlendra fjárfestinga nú þegar íslenska hagkerfið er að sigla inn í samdráttarskeið. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aukist verulega að undanförnu og mældist 6,3 prósent í júní síðastliðnum á sama tíma og landsmeðaltalið var 3,4 prósent. Þannig hefur atvinnuleysi í Reykjanesbæ tvöfaldast á skömmum tíma.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á það er bent í greiningu samtakanna, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, að samkvæmt fjárhagsáætlun bandaríska flughersins verði um 90 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega tíu milljarða króna, varið til framkvæmda í varnarmannvirkjum á Keflavíkurflugvelli á árunum 2019 til 2023. Þar er um að ræða stækkun flughlaðs, byggingu þvottastöðvar fyrir flugvélar og endurbætur akstursbrauta, flugvélastæða og ljósakerfis á vellinum og breytingu á flugskýli. Við bætast síðan framkvæmdir á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna – uppbyggingu á flugvellinum og uppfærslu á ratsjárkerfum umhverfis landið – en áætluð kostnaðarþátttaka íslenska ríkisins í því verkefni er um 400 milljónir króna. Að verkinu munu standa meðal annars íslensk fyrirtæki í byggingum og mannvirkjagerð og munu gjaldeyristekjur þeirra, að því er segir í greiningu SI, aukast til muna við þetta en þær voru um þrír milljarðar á síðasta ára. Að mati Samtaka iðnaðarins eru fyrirhugaðar fjárfestingar í mannvirkjagerð á Keflavíkurflugvelli á vegum bandaríska hersins og NATO „kærkomið mótvægi við niðursveifluna í efnahagslífinu sem nú er hafin en nýleg áfallt í ferðaþjónustu hefur meðal annars komið fram í ört vaxandi atvinnuleysi, ekki síst á Suðurnesjum.“Þá er nefnt í greiningu SI að mikilvægt sé að einkaaðilar komi að fjárfestingu í innviðum en undir lok síðustu aldar varð talsverð aukning í slíkum fjárfestingum víða um heim. Þar er um að ræða að gerður er samningur milli opinberra aðila og einkaaðila um að veita almenningi ákveðna þjónustu á sviði innviða þar sem einkaaðilinn tekur á sig áhættu gegn gjaldi. Kostir slíkrar samvinnu, að því er segir í greiningunni, eru meðal annars þeir að hið opinbera er ekki sjálft með bundið fé í innviðum og getur því nýtt fjármuni sína í önnur verkefni. Hér á landi er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald í vegakerfinu umtalsverð. Benda samtökin á að samgönguráðherra hafi sagt að þar vanti yfir 220 milljarða króna en miðað við nýsamþykkta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar eru fyrirhugaðar framkvæmdir hins opinbera á þessu sviði einungis um 42 prósent af fjárfestingarþörfinni. „Í þessu ljósi er full þörf á að skoða aðrar lausnir,“ að mati SI. Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla Á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar er gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun gistirýma fyrir erlendan liðsafla. Hávær orðrómur hefur verið um endurkomu bandaríska hersins en upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir framkvæmdirnar ekki til marks um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi. 31. júlí 2019 08:00 Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Sjá meira
Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) um gildi erlendra fjárfestinga nú þegar íslenska hagkerfið er að sigla inn í samdráttarskeið. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aukist verulega að undanförnu og mældist 6,3 prósent í júní síðastliðnum á sama tíma og landsmeðaltalið var 3,4 prósent. Þannig hefur atvinnuleysi í Reykjanesbæ tvöfaldast á skömmum tíma.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á það er bent í greiningu samtakanna, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, að samkvæmt fjárhagsáætlun bandaríska flughersins verði um 90 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega tíu milljarða króna, varið til framkvæmda í varnarmannvirkjum á Keflavíkurflugvelli á árunum 2019 til 2023. Þar er um að ræða stækkun flughlaðs, byggingu þvottastöðvar fyrir flugvélar og endurbætur akstursbrauta, flugvélastæða og ljósakerfis á vellinum og breytingu á flugskýli. Við bætast síðan framkvæmdir á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna – uppbyggingu á flugvellinum og uppfærslu á ratsjárkerfum umhverfis landið – en áætluð kostnaðarþátttaka íslenska ríkisins í því verkefni er um 400 milljónir króna. Að verkinu munu standa meðal annars íslensk fyrirtæki í byggingum og mannvirkjagerð og munu gjaldeyristekjur þeirra, að því er segir í greiningu SI, aukast til muna við þetta en þær voru um þrír milljarðar á síðasta ára. Að mati Samtaka iðnaðarins eru fyrirhugaðar fjárfestingar í mannvirkjagerð á Keflavíkurflugvelli á vegum bandaríska hersins og NATO „kærkomið mótvægi við niðursveifluna í efnahagslífinu sem nú er hafin en nýleg áfallt í ferðaþjónustu hefur meðal annars komið fram í ört vaxandi atvinnuleysi, ekki síst á Suðurnesjum.“Þá er nefnt í greiningu SI að mikilvægt sé að einkaaðilar komi að fjárfestingu í innviðum en undir lok síðustu aldar varð talsverð aukning í slíkum fjárfestingum víða um heim. Þar er um að ræða að gerður er samningur milli opinberra aðila og einkaaðila um að veita almenningi ákveðna þjónustu á sviði innviða þar sem einkaaðilinn tekur á sig áhættu gegn gjaldi. Kostir slíkrar samvinnu, að því er segir í greiningunni, eru meðal annars þeir að hið opinbera er ekki sjálft með bundið fé í innviðum og getur því nýtt fjármuni sína í önnur verkefni. Hér á landi er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald í vegakerfinu umtalsverð. Benda samtökin á að samgönguráðherra hafi sagt að þar vanti yfir 220 milljarða króna en miðað við nýsamþykkta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar eru fyrirhugaðar framkvæmdir hins opinbera á þessu sviði einungis um 42 prósent af fjárfestingarþörfinni. „Í þessu ljósi er full þörf á að skoða aðrar lausnir,“ að mati SI.
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla Á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar er gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun gistirýma fyrir erlendan liðsafla. Hávær orðrómur hefur verið um endurkomu bandaríska hersins en upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir framkvæmdirnar ekki til marks um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi. 31. júlí 2019 08:00 Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Sjá meira
Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla Á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar er gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun gistirýma fyrir erlendan liðsafla. Hávær orðrómur hefur verið um endurkomu bandaríska hersins en upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir framkvæmdirnar ekki til marks um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi. 31. júlí 2019 08:00
Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29
Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00