Er lánsábyrgðin lögmæt? Guðbrandur Jóhannesson skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Hér er greint frá dómi sem skýrir hvernig ábyrgð á lánum af hálfu ábyrgðarmanna getur orðið ógild ef lánveitendur uppfylla ekki skyldur sínar gagnvart ábyrgðarmönnum með hliðsjón af lögum um ábyrgðarmenn frá 2009. Lög sem tóku gildi 2009 um ábyrgðarmenn kváðu á um þrjár meginskyldur lánveitenda. Í fyrsta lagi að lánveitendur skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn staðfestir ábyrgð sína með undirskrift. Í öðru lagi að lánveitendur skuli með skriflegum hætti ráða ábyrgðarmanni frá því að gangast í ábyrgð ef greiðslumat bendir til þess að lántaki geti ekki efnt skuldbindingar sínar. Í þriðja lagi er kveðið á um vissa upplýsingaskyldu lántaka gagnvart ábyrgðarmanni. Vanræki lánveitandi að sinna einhverri af ofangreindum reglum/ skyldum, þá leiðir það til þess að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmæt og ábyrgðin því ógildanleg skv. samningalögum. Ógilding ábyrgðar á þeim forsendum var einmitt niðurstaðan í dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. júlí sl. í máli nr. E-1719/2018. Málið snerist um að LÍN hafði stefnt skuldara námsláns og ábyrgðarmanni til greiðslu skuldar. Ábyrgðarmaðurinn tók þar til varna og sá undirritaður um að gæta hagsmuna hans fyrir dómi. Krafa ábyrgðarmannsins var sú að sjálfskuldarábyrgð lánsins myndi víkja á grundvelli 36 gr. samningalaga, meðal annars vegna þess að LÍN sem lánveitandi, hefði ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögum um ábyrgðarmenn nr. 32/2009. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að LÍN hafi ekki uppfyllt skyldu sína um að ráða ábyrgðarmanninum frá því skriflega að gangast undir ábyrgðina. Með vísan til þess taldi héraðsdómur óvíst hvort ábyrgðarmaðurinn hefði verið tilbúinn að gangast undir sjálfskuldarábyrgðina ef LÍN hefði svo sem opinberum lánastofnunum er skylt, ráðið honum skriflega frá því. Héraðsdómur taldi þar af leiðandi að uppfyllt væru skilyrði samningalaga til að víkja til hliðar sjálfskuldarábyrgðinni enda ósanngjarnt að mati dómsins af hálfu LÍN að bera fyrir sig „óupplýst“ loforð ábyrgðarmannsins. Var ábyrgðarmaðurinn því sýknaður af fjárkröfu LÍN. Að mati undirritaðs eru fjölmörg sambærileg dæmi til staðar í samfélaginu, þar sem að lánastofnanir hafa ekki fylgt ofangreindum reglum og eru að innheimta kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem í reynd eru ólögmætar. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Það er á valdi ábyrgðarmanna að sækja þennan rétt sinn því lánveitendur skoða ekki réttmæti ábyrgða hvað þessi atriði varðar að eigin frumkvæði. Fordæmi þess dóms sem féll í umræddu máli sýnir að það getur margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að fá óháða sérfræðinga til að kanna réttarstöðu sína í þessum efnum.Höfundur er landsréttarlögmaður hjá Lögmönnum Sundagörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Námslán Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hér er greint frá dómi sem skýrir hvernig ábyrgð á lánum af hálfu ábyrgðarmanna getur orðið ógild ef lánveitendur uppfylla ekki skyldur sínar gagnvart ábyrgðarmönnum með hliðsjón af lögum um ábyrgðarmenn frá 2009. Lög sem tóku gildi 2009 um ábyrgðarmenn kváðu á um þrjár meginskyldur lánveitenda. Í fyrsta lagi að lánveitendur skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn staðfestir ábyrgð sína með undirskrift. Í öðru lagi að lánveitendur skuli með skriflegum hætti ráða ábyrgðarmanni frá því að gangast í ábyrgð ef greiðslumat bendir til þess að lántaki geti ekki efnt skuldbindingar sínar. Í þriðja lagi er kveðið á um vissa upplýsingaskyldu lántaka gagnvart ábyrgðarmanni. Vanræki lánveitandi að sinna einhverri af ofangreindum reglum/ skyldum, þá leiðir það til þess að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmæt og ábyrgðin því ógildanleg skv. samningalögum. Ógilding ábyrgðar á þeim forsendum var einmitt niðurstaðan í dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. júlí sl. í máli nr. E-1719/2018. Málið snerist um að LÍN hafði stefnt skuldara námsláns og ábyrgðarmanni til greiðslu skuldar. Ábyrgðarmaðurinn tók þar til varna og sá undirritaður um að gæta hagsmuna hans fyrir dómi. Krafa ábyrgðarmannsins var sú að sjálfskuldarábyrgð lánsins myndi víkja á grundvelli 36 gr. samningalaga, meðal annars vegna þess að LÍN sem lánveitandi, hefði ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögum um ábyrgðarmenn nr. 32/2009. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að LÍN hafi ekki uppfyllt skyldu sína um að ráða ábyrgðarmanninum frá því skriflega að gangast undir ábyrgðina. Með vísan til þess taldi héraðsdómur óvíst hvort ábyrgðarmaðurinn hefði verið tilbúinn að gangast undir sjálfskuldarábyrgðina ef LÍN hefði svo sem opinberum lánastofnunum er skylt, ráðið honum skriflega frá því. Héraðsdómur taldi þar af leiðandi að uppfyllt væru skilyrði samningalaga til að víkja til hliðar sjálfskuldarábyrgðinni enda ósanngjarnt að mati dómsins af hálfu LÍN að bera fyrir sig „óupplýst“ loforð ábyrgðarmannsins. Var ábyrgðarmaðurinn því sýknaður af fjárkröfu LÍN. Að mati undirritaðs eru fjölmörg sambærileg dæmi til staðar í samfélaginu, þar sem að lánastofnanir hafa ekki fylgt ofangreindum reglum og eru að innheimta kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem í reynd eru ólögmætar. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Það er á valdi ábyrgðarmanna að sækja þennan rétt sinn því lánveitendur skoða ekki réttmæti ábyrgða hvað þessi atriði varðar að eigin frumkvæði. Fordæmi þess dóms sem féll í umræddu máli sýnir að það getur margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að fá óháða sérfræðinga til að kanna réttarstöðu sína í þessum efnum.Höfundur er landsréttarlögmaður hjá Lögmönnum Sundagörðum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun