KSÍ kannar stöðuna með VAR Hjörvar Ólafsson skrifar 28. ágúst 2019 07:30 VAR var tekið upp á Englandi fyrir þetta tímabil. Það hefur hlotið nokkra gagnrýni og við nokkra byrjunarörðugleika hefur verið að etja. NordicPhotos/Getty Það var líf og fjör í 18. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu sem lauk á mánudagskvöldið síðastliðið. Eins og gengur og gerist settust menn á rökstóla á kaffistofum og ræddu ákvarðanir dómara leikjanna eftir að umferðinni lauk. Mest var rætt um þá ákvörðun Helga Mikaels Jónssonar og dómarateymis hans að dæma mark Stjörnumannsins Þorsteins Más Ragnarssonar af í leik liðsins gegn Val, leik sem ræður miklu um baráttu liðanna um að komast í Evrópudeildina á næstu leiktíð. Einn angi umræðunnar er sá hvort ekki sé nauðsynlegt að dómarar sem dæmi leiki í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu hafi möguleika á að notast við myndbandsdómgæslu (VAR) við störf sín. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, segir vilja innan sambandsins til að innleiða kerfið hér á landi. Hins vegar verði að líta til þess að það sé kostnaðarsamt og aðkomu evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, þurfi til þess að slíkt verði mögulegt.VAR er möguleiki á Íslandi „Við erum að kanna það hjá KSÍ hvort einhver flötur sé á því að notast við VAR í deildarkeppninni hér heima. Málið er á frumstigi og við erum þessa stundina að meta hvað það myndi kosta að innleiða VAR. Þegar kostnaðurinn liggur fyrir verður farið í það að meta hvort það sé raunhæft fyrir deildarkeppni af stærðargráðu íslensku deildanna að notast við slíka tækni. Það er ekki mögulegt að setja neinn tímaramma um það hvenær hægt sé að búast við VAR hérlendis en málið verður skoðað í vetur með það í huga að taka kerfið upp næsta sumar,“ segir Guðni í samtali við Fréttablaðið. „Það er alveg ljóst að við þurfum fjárhagslegan stuðning frá UEFA til þess að þetta geti orðið að veruleika. Hvað þetta verkefni varðar eru lítil sem engin samlegðaráhrif af því að fara í samstarf við Norðurlöndin eða aðrar þjóðir. Þetta er enn nýtt af nálinni í heimsfótboltanum og skiptar skoðanir um hvernig til hefur tekist með framkvæmdina. Það hefur verið mismunandi eftir mótum og deildarkeppnum hvernig til hefur tekist. Til að mynda var ekki ánægja að öllu leyti með hvernig til tókst á HM kvenna í sumar og í Suður-Ameríkubikarnum. Þá hafa komið upp kvartanir um það hversu langan tíma taki að komast að niðurstöðu og hversu illa upplýstir áhorfendur séu um framvindu mála. Enska úrvalsdeildin er til að mynda bara nýfarin að notast við þessa tækni og við verðum að átta okkur á þeim mun sem er á fjárhagslegu bolmagni þeirrar deildar og deildanna hér heima til þess að bæta umgjörð leikjanna. Flestir eru hins vegar á því að VAR verði til þess að fækka röngum ákvörðunum og bæta fótboltann þannig að við verðum að fylgja þeirri þróun og af þeim sökum erum við að kanna málið,“ segir hann enn fremur um framtíðarhorfur hvað innleiðingu VAR snertir. Hefur ekki áhyggjur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn fótbolta.net á X-inu í lok júní fyrr í sumar að VAR væri möguleiki fyrir Pepsi Max deildina á næstu misserum. Þar kom fram í máli Þórodds að UEFA hefði þróað VAR-tækni þar sem þarf aðeins að lágmarki fjórar myndavélar en stórar útsendingar á Stöð 2 Sport eru vanalega með fimm myndavélar. Þóroddur segir aukinheldur í viðtalinu að hans skoðun sé sú að ekki sé heillavænlegt að taka upp séríslenskt VAR líkt og þekkist í handbolta og körfubolta hér á landi. Hann fór fyrr á þessu ári að ræða við UEFA því ferlið er langt og strangt. Það tekur marga mánuði að þjálfa upp VAR-dómara að sögn Þórodds en að hans mati verður VAR ekki tekið upp á Íslandi nema í samstarfi við rétthafa því það þarf að þjálfa upp tæknimenn, eins og dómara. Þá hafði Þóroddur einnig áhyggjur af því að íslenskir alþjóðlegir dómarar fái ekki verkefni þar sem VAR er í notkun sem útilokar þá frá stærri leikjum á alþjóðlegum vettvangi. Það þurfi reynslu og þekkingu til þess að geta dæmt leiki á hæsta gæðastigi þar sem VAR er notað. Guðni segir aftur á móti að hann hafi hvorki orðið þess var hjá UEFA að þeir þrýsti á að Ísland innleiði VAR í íslensku deildarkeppnina né að íslenskir dómarar fái ekki verkefni á vegum sambandsins vegna þess að ekki sé notast við VAR hér heima. Birtist í Fréttablaðinu KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Það var líf og fjör í 18. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu sem lauk á mánudagskvöldið síðastliðið. Eins og gengur og gerist settust menn á rökstóla á kaffistofum og ræddu ákvarðanir dómara leikjanna eftir að umferðinni lauk. Mest var rætt um þá ákvörðun Helga Mikaels Jónssonar og dómarateymis hans að dæma mark Stjörnumannsins Þorsteins Más Ragnarssonar af í leik liðsins gegn Val, leik sem ræður miklu um baráttu liðanna um að komast í Evrópudeildina á næstu leiktíð. Einn angi umræðunnar er sá hvort ekki sé nauðsynlegt að dómarar sem dæmi leiki í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu hafi möguleika á að notast við myndbandsdómgæslu (VAR) við störf sín. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, segir vilja innan sambandsins til að innleiða kerfið hér á landi. Hins vegar verði að líta til þess að það sé kostnaðarsamt og aðkomu evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, þurfi til þess að slíkt verði mögulegt.VAR er möguleiki á Íslandi „Við erum að kanna það hjá KSÍ hvort einhver flötur sé á því að notast við VAR í deildarkeppninni hér heima. Málið er á frumstigi og við erum þessa stundina að meta hvað það myndi kosta að innleiða VAR. Þegar kostnaðurinn liggur fyrir verður farið í það að meta hvort það sé raunhæft fyrir deildarkeppni af stærðargráðu íslensku deildanna að notast við slíka tækni. Það er ekki mögulegt að setja neinn tímaramma um það hvenær hægt sé að búast við VAR hérlendis en málið verður skoðað í vetur með það í huga að taka kerfið upp næsta sumar,“ segir Guðni í samtali við Fréttablaðið. „Það er alveg ljóst að við þurfum fjárhagslegan stuðning frá UEFA til þess að þetta geti orðið að veruleika. Hvað þetta verkefni varðar eru lítil sem engin samlegðaráhrif af því að fara í samstarf við Norðurlöndin eða aðrar þjóðir. Þetta er enn nýtt af nálinni í heimsfótboltanum og skiptar skoðanir um hvernig til hefur tekist með framkvæmdina. Það hefur verið mismunandi eftir mótum og deildarkeppnum hvernig til hefur tekist. Til að mynda var ekki ánægja að öllu leyti með hvernig til tókst á HM kvenna í sumar og í Suður-Ameríkubikarnum. Þá hafa komið upp kvartanir um það hversu langan tíma taki að komast að niðurstöðu og hversu illa upplýstir áhorfendur séu um framvindu mála. Enska úrvalsdeildin er til að mynda bara nýfarin að notast við þessa tækni og við verðum að átta okkur á þeim mun sem er á fjárhagslegu bolmagni þeirrar deildar og deildanna hér heima til þess að bæta umgjörð leikjanna. Flestir eru hins vegar á því að VAR verði til þess að fækka röngum ákvörðunum og bæta fótboltann þannig að við verðum að fylgja þeirri þróun og af þeim sökum erum við að kanna málið,“ segir hann enn fremur um framtíðarhorfur hvað innleiðingu VAR snertir. Hefur ekki áhyggjur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn fótbolta.net á X-inu í lok júní fyrr í sumar að VAR væri möguleiki fyrir Pepsi Max deildina á næstu misserum. Þar kom fram í máli Þórodds að UEFA hefði þróað VAR-tækni þar sem þarf aðeins að lágmarki fjórar myndavélar en stórar útsendingar á Stöð 2 Sport eru vanalega með fimm myndavélar. Þóroddur segir aukinheldur í viðtalinu að hans skoðun sé sú að ekki sé heillavænlegt að taka upp séríslenskt VAR líkt og þekkist í handbolta og körfubolta hér á landi. Hann fór fyrr á þessu ári að ræða við UEFA því ferlið er langt og strangt. Það tekur marga mánuði að þjálfa upp VAR-dómara að sögn Þórodds en að hans mati verður VAR ekki tekið upp á Íslandi nema í samstarfi við rétthafa því það þarf að þjálfa upp tæknimenn, eins og dómara. Þá hafði Þóroddur einnig áhyggjur af því að íslenskir alþjóðlegir dómarar fái ekki verkefni þar sem VAR er í notkun sem útilokar þá frá stærri leikjum á alþjóðlegum vettvangi. Það þurfi reynslu og þekkingu til þess að geta dæmt leiki á hæsta gæðastigi þar sem VAR er notað. Guðni segir aftur á móti að hann hafi hvorki orðið þess var hjá UEFA að þeir þrýsti á að Ísland innleiði VAR í íslensku deildarkeppnina né að íslenskir dómarar fái ekki verkefni á vegum sambandsins vegna þess að ekki sé notast við VAR hér heima.
Birtist í Fréttablaðinu KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti