Fótbolti

Fyrrum knattspyrnumaður lést eftir hjartaáfall 35 ára að aldri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Colin Clark í leik með Houston Dynamo.
Colin Clark í leik með Houston Dynamo. vísir/getty
Fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, Colin Clark, er látinn einungis 35 ára að aldri. Clark lést eftir að hafa fengið hjartaáfall.

Clark sem spilaði í MLS-deildinni fyrir Colorado Rapids, Houston Dynamo og LA Galaxy spilaði einnig landsleik fyrir Bandaríkjanna.

Hann spilaði sinn fyrsta og eina landsleik fyrir Bandaríkin gegn Haíti árið 2009 er liðin mættust í Concacaf-keppninni.







Öll félögin þrjú sem Clark spilaði með í MLS-deildinni hafa sent samúðarkveðjur á Twitter-síðum félaganna til fjölskyldu og vina Clark.

CLark spilaði með Colorado Rapids frá 2006 til 2010, Houston Dynamo frá 2010 til 2012 og svo LA Galxay árið 2013.

Hann lagði svo skóna á hilluna eftir leiktímabilið 2013.



















 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×