Lán Íbúðalánasjóðs í boði allsstaðar á landinu á köldu markaðssvæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 26. ágúst 2019 20:30 Íbúðalánasjóði er nú heimilt að veita lán til byggingar á markaðssvæðum þar sem misvægi er í byggingarkostnaði og markaðsvirði. Félags- og barnamálaráðherra undirritaði reglugerðarbreytinguna á nýjum húsgrunni í einu minnsta þorpi landsins. Breytingin þýðir að sveitarfélög, einstaklingar og félög sem ekki eru drifin af hagnaðarsjónarmiði geta nú sótt um lán til sjóðsins og getur lánsfjárhæðin numið allt að 90% af markaðsvirði. Ásmundur Einar Daðason, undirritaði reglugerðarbreytinguna hér á Drangsnesi á Kaldrananesi. Breyting reglugerðarinnar á sér aðdraganda en sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði, með það að markmiði að styrkja húsnæðismarkaðinn á kaldari markaðssvæðum. Reglugerðarbreytingin nú nær til allra sveitarfélaga á landsbyggðinni. „Þetta er bara lánaflokkur sem er bundinn því skilyrði að sveitarfélög sem fá höfnun á lánsfjármögnun eða einstaklingar sem búa í sveitarfélögum sem fá höfnun á lánsfjármögnun vegna þess að þeir búa á köldu markaðssvæði eða að vaxtakjör séu hærri af þeim sökum og fá höfnun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Það sem hefur einkennt byggingamarkaðinn sérstaklega í smærri bæjarfélögum er, til að mynda, hár byggingarkostnaður og erfitt aðgengi að lánsfé. Með nýrri lánaleið Íbúðarlánasjóðs er fólki gert kleift að ráðast í byggingu leigu- eða eignaríbúða á svæðum sem erfitt hefur reynst að fá fjármögnun. Lán Íbúðalánasjóðs geta verið til allt að 35 ára og bera lánin vexti samkvæmt ákvörðun stjórnar en skulu þó ekki vera lægri en markaðsvextir á almennum fasteignalánum á virkari markaðssvæðum.Geta allir sem vilja byggja á köldum markaðssvæðum ráðist í það núna og fengið lán hjá Íbúðalánasjóði?„Að því gefnu að það sé skortur á húsnæði og sveitarfélag hafi kortlagt húsnæðisþörfina og skilað inn húsnæðisáætlun og fengið hana staðfesta og að því gefnu að það sé eftirspurn eftir húsnæði þá er það hagur þjóðfélagsins í heild að þar sé byggt,“ bætir Ásmundur við.Markmiðið með reglugerðarbreytingunni er að tryggja eðlilega fjölgun íbúða á þessum svæðum og aukið húsnæðisöryggi óháð búsetu.Hvenær áttu von á því að sjá árangur af þessari vinnu?„Ég á von á því til dæmis að húsgrunnurinn hér sem stendur fyrir aftan okkur, ég veit að sveitarstjórnin hér hefur þrýst mjög á að við komum þessum lánaflokki af stað og kannski farið af stað í trausti þess að það myndi gerast. Ég á von á því að við séum þegar að byrja að sjá árangurinn og við munum sjá það á næstu vikum og mánuðum og einu-tveimur árum að þetta aftri ekki atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni að það vanti húsnæði,“ sagði Ásmundur Einar. Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps, segir sveitarfélagið vera stórhuga og verið sé að ráðast í framkvæmdir á byggingu parhúss, búið sé að leggja götu og útdeila götunni þremur lóðum. Framkvæmdir í götunni nýju eru þegar byrjaðar. „Núna kíkti félagsmálaráðherra til okkar og við vorum rosalega ánægð með heimsóknina hjá honum og með fréttirnar sem hann hafði okkur að færa.“ Finnur segir það ekki leyndarmál að markaðsbrestur sé víða á landsbyggðinni og fagnar því að verið sé að reyna að vinna bug á honum. Hann vonast til að þetta þýði að frekari uppbygging verði möguleg. „Byggingakostnaðurinn er alltaf sá sami í kring um landið og ef eitthvað er frekar óhagsstæður vegna flutnings en þetta leggst allt á eitt: þegar er góður vilji er hægt að gera góða hluti. Ég vona innilega að hús muni rísa í hverju þorpi í kring um landið út af því að það er frábært að vera úti á landi,“ segir Finnur. Félagsmál Húsnæðismál Kaldrananeshreppur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Íbúðalánasjóði er nú heimilt að veita lán til byggingar á markaðssvæðum þar sem misvægi er í byggingarkostnaði og markaðsvirði. Félags- og barnamálaráðherra undirritaði reglugerðarbreytinguna á nýjum húsgrunni í einu minnsta þorpi landsins. Breytingin þýðir að sveitarfélög, einstaklingar og félög sem ekki eru drifin af hagnaðarsjónarmiði geta nú sótt um lán til sjóðsins og getur lánsfjárhæðin numið allt að 90% af markaðsvirði. Ásmundur Einar Daðason, undirritaði reglugerðarbreytinguna hér á Drangsnesi á Kaldrananesi. Breyting reglugerðarinnar á sér aðdraganda en sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði, með það að markmiði að styrkja húsnæðismarkaðinn á kaldari markaðssvæðum. Reglugerðarbreytingin nú nær til allra sveitarfélaga á landsbyggðinni. „Þetta er bara lánaflokkur sem er bundinn því skilyrði að sveitarfélög sem fá höfnun á lánsfjármögnun eða einstaklingar sem búa í sveitarfélögum sem fá höfnun á lánsfjármögnun vegna þess að þeir búa á köldu markaðssvæði eða að vaxtakjör séu hærri af þeim sökum og fá höfnun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Það sem hefur einkennt byggingamarkaðinn sérstaklega í smærri bæjarfélögum er, til að mynda, hár byggingarkostnaður og erfitt aðgengi að lánsfé. Með nýrri lánaleið Íbúðarlánasjóðs er fólki gert kleift að ráðast í byggingu leigu- eða eignaríbúða á svæðum sem erfitt hefur reynst að fá fjármögnun. Lán Íbúðalánasjóðs geta verið til allt að 35 ára og bera lánin vexti samkvæmt ákvörðun stjórnar en skulu þó ekki vera lægri en markaðsvextir á almennum fasteignalánum á virkari markaðssvæðum.Geta allir sem vilja byggja á köldum markaðssvæðum ráðist í það núna og fengið lán hjá Íbúðalánasjóði?„Að því gefnu að það sé skortur á húsnæði og sveitarfélag hafi kortlagt húsnæðisþörfina og skilað inn húsnæðisáætlun og fengið hana staðfesta og að því gefnu að það sé eftirspurn eftir húsnæði þá er það hagur þjóðfélagsins í heild að þar sé byggt,“ bætir Ásmundur við.Markmiðið með reglugerðarbreytingunni er að tryggja eðlilega fjölgun íbúða á þessum svæðum og aukið húsnæðisöryggi óháð búsetu.Hvenær áttu von á því að sjá árangur af þessari vinnu?„Ég á von á því til dæmis að húsgrunnurinn hér sem stendur fyrir aftan okkur, ég veit að sveitarstjórnin hér hefur þrýst mjög á að við komum þessum lánaflokki af stað og kannski farið af stað í trausti þess að það myndi gerast. Ég á von á því að við séum þegar að byrja að sjá árangurinn og við munum sjá það á næstu vikum og mánuðum og einu-tveimur árum að þetta aftri ekki atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni að það vanti húsnæði,“ sagði Ásmundur Einar. Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps, segir sveitarfélagið vera stórhuga og verið sé að ráðast í framkvæmdir á byggingu parhúss, búið sé að leggja götu og útdeila götunni þremur lóðum. Framkvæmdir í götunni nýju eru þegar byrjaðar. „Núna kíkti félagsmálaráðherra til okkar og við vorum rosalega ánægð með heimsóknina hjá honum og með fréttirnar sem hann hafði okkur að færa.“ Finnur segir það ekki leyndarmál að markaðsbrestur sé víða á landsbyggðinni og fagnar því að verið sé að reyna að vinna bug á honum. Hann vonast til að þetta þýði að frekari uppbygging verði möguleg. „Byggingakostnaðurinn er alltaf sá sami í kring um landið og ef eitthvað er frekar óhagsstæður vegna flutnings en þetta leggst allt á eitt: þegar er góður vilji er hægt að gera góða hluti. Ég vona innilega að hús muni rísa í hverju þorpi í kring um landið út af því að það er frábært að vera úti á landi,“ segir Finnur.
Félagsmál Húsnæðismál Kaldrananeshreppur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent