Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 18:45 Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. Á annað hundrað manns hafa leitað til samtakanna eftir að hafa greitt okurvexti sem Neytendastofa hefur úrskurðað að hafi verið ólöglegir. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða ríflega þrettán þúsund prósenta vaxtakostnað fyrir smálán. Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli gegn Ecommerce 2020 sem býður Íslendingum lán frá smálaánfyrirtækjunum 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og smálánum. Kannað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki og hvort upplýsingar í eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við lög. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum.Gríðarlegir okurvextir Eftir að gagnaöflun Neytendastofu hófst gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Í ákvörðunarorðum Neytendastofu kemur fram: Ecommerce 2020 ApS braut gegn neytendalögum: -með innheimtu kostnaðar af neytendalánum. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í stöðluðu eyðublaði. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í lánssamningi. Neytendastofa þeim fyrirmælum til Ecommerce 2020 ApS að koma upplýsingum, í viðunandi horf. Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að fyrirtækið segist hafa lækkað vexti en ennþá sé ágreiningur. „Nei, þeir hafa breytt heilmiklu hjá sér en það er ennþá ákveðinn ágreiningur um hvort þeir eigi að fara að íslenskum eða dönskum lögum,“ segir Þórunn Anna.Kröfðust ofgreiðslu upp á 464.000 krónur Fréttastofa hefur dæmi af manneskju sem tók 105 smálán hjá fyrirtækjum eCommerce 2020 á tíu mánaða tímabili frá 2018 og 2019. Alls nemur lánsupphæðin einni komma níu milljónum króna. Hvert lán var til 15-30 daga. Alls greiddi viðkomandi um 525.000 krónur í kostnað og vexti þennan tíma en hefði samkvæmt ákvörðun Neytendastofu og íslenskum lögum átt að greiða um 61.000 krónur. Þarna er því um ofgreiðslu að ræða uppá tæplega 464.000 krónur. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að hátt í tvö hundruð manns hafi leitað þangað vegna sambærilegra mála og segir að ákvörðun Neytendastofu gefi tilefni til hópmálsóknar.Dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í vaxtakostnað „Við erum einmitt að skoða þetta núna og mögulega með tilliti til mögulegrar hópmálsóknar en það er augljóst að fólk sem hefur verið að greiða alltof háa vexti á kröfu á þessi fyrirtæki. Við erum með dæmi um að fólk hefur greitt á þriðju milljón í vexti og afborganir á þessum lánum og eðlilega er fólki mikið niðri fyrir vegna þess að hafa greitt svona alltof mikið. Við hvetjum alla sem hafa tekið slík lán að hafa samband við okkur og kanna réttarstöðu sína,“ segir Breki Karlsson að lokum. Neytendur Smálán Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. Á annað hundrað manns hafa leitað til samtakanna eftir að hafa greitt okurvexti sem Neytendastofa hefur úrskurðað að hafi verið ólöglegir. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða ríflega þrettán þúsund prósenta vaxtakostnað fyrir smálán. Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli gegn Ecommerce 2020 sem býður Íslendingum lán frá smálaánfyrirtækjunum 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og smálánum. Kannað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki og hvort upplýsingar í eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við lög. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum.Gríðarlegir okurvextir Eftir að gagnaöflun Neytendastofu hófst gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Í ákvörðunarorðum Neytendastofu kemur fram: Ecommerce 2020 ApS braut gegn neytendalögum: -með innheimtu kostnaðar af neytendalánum. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í stöðluðu eyðublaði. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í lánssamningi. Neytendastofa þeim fyrirmælum til Ecommerce 2020 ApS að koma upplýsingum, í viðunandi horf. Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að fyrirtækið segist hafa lækkað vexti en ennþá sé ágreiningur. „Nei, þeir hafa breytt heilmiklu hjá sér en það er ennþá ákveðinn ágreiningur um hvort þeir eigi að fara að íslenskum eða dönskum lögum,“ segir Þórunn Anna.Kröfðust ofgreiðslu upp á 464.000 krónur Fréttastofa hefur dæmi af manneskju sem tók 105 smálán hjá fyrirtækjum eCommerce 2020 á tíu mánaða tímabili frá 2018 og 2019. Alls nemur lánsupphæðin einni komma níu milljónum króna. Hvert lán var til 15-30 daga. Alls greiddi viðkomandi um 525.000 krónur í kostnað og vexti þennan tíma en hefði samkvæmt ákvörðun Neytendastofu og íslenskum lögum átt að greiða um 61.000 krónur. Þarna er því um ofgreiðslu að ræða uppá tæplega 464.000 krónur. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að hátt í tvö hundruð manns hafi leitað þangað vegna sambærilegra mála og segir að ákvörðun Neytendastofu gefi tilefni til hópmálsóknar.Dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í vaxtakostnað „Við erum einmitt að skoða þetta núna og mögulega með tilliti til mögulegrar hópmálsóknar en það er augljóst að fólk sem hefur verið að greiða alltof háa vexti á kröfu á þessi fyrirtæki. Við erum með dæmi um að fólk hefur greitt á þriðju milljón í vexti og afborganir á þessum lánum og eðlilega er fólki mikið niðri fyrir vegna þess að hafa greitt svona alltof mikið. Við hvetjum alla sem hafa tekið slík lán að hafa samband við okkur og kanna réttarstöðu sína,“ segir Breki Karlsson að lokum.
Neytendur Smálán Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira