Það verður að ræða erfiðu hlutina á meðan allt leikur í lyndi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2019 19:53 Hulda Guðmundsdóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir eru í stjórn Sorgarmiðstöðvarinnar. Þær vilja gera betur fyrir fólk sem syrgir. Mynd/Ína Ólöf Sigurðardóttir „Í rauninni væri lang best ef við gætum komið því þannig fyrir að við værum búin að ræða alla mögulega hluti, bara á besta aldri, og þá vissum við svolítið hvernig við vildum bregðast við,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar sem er nýtt úrræði fyrir fólk sem hefur misst aðstandanda. Sorgarsetur er stofnað af félögunum Nýrri dögun, Birtu, Ljónshjarta og Gleym mér ei en hugmyndin kom upp þegar haldinn var vinnufundur hjá félögunum í tilefni af þrjátíu ára afmæli Nýrrar dögunar. Þá hafi stjórnendur félaganna, ásamt fólki úr heilbrigðisstéttum, prestar og fleiri spurt sig að því hvað mætti betur gera fyrir syrgjandi fólk á Íslandi. Niðurstaða vinnunnar var sú að samræma þyrfti úrræði fyrir syrgjendur, úrræði hafi hingað til ekki náð nægilega vel til fólks og það væri erfitt að finna úrræði. Hulda segir í samtali við Reykjavík síðdegis mikla breytingu hafa orðið á því hvernig fólk vinni úr sorg. Mjög jákvæðar breytingar hafi orðið síðustu þrjátíu árin. Fólk hafi til að mynda borið harm sinn í hljóði þegar Ný dögun var stofnuð.„Fólk þorir frekar að viðurkenna að sorg taki tíma og það sé eðlilegt að maður fari í gegn um alls konar sveiflur í tilfinningalífi, segir hún. „Og þetta sé bara virkilega erfitt, það er ekki viðurkennt að fara bara á hnefanum lengur.“ Sorgarmiðstöðin mun einblína á það að hjálpa fólki sem misst hefur ástvini við að vinna úr sorginni. Hún segir oft auka álag gríðarlega þegar fólk þarf að finna út úr praktískum atriðum eftir andlát og sé því mikilvægt að ræða erfið mál þegar allt leikur í lyndi. Það geti verið gott að vera búinn að ræða við ástvini sína hvernig hátta eigi hlutum komi eitthvað upp, hver beri ábyrgð á málunum og svo framvegis. Hún segir einnig vanta aðhald fyrir fólk sem missir aðstandendur skyndilega, ekkert stuðningsnet sé til staðar fyrir þá og sorgarferlið sé öðruvísi en fyrir þá sem hafa misst aðstandenda sem hefur verið langveikur. Það hafi reynst fólki sem misst hefur ástvini skyndilega erfitt að finna hjálparleiðir og sé markmið með Sorgarmiðstöðinni að veita syrgjandi fólki aðhald og sýnilegra úrræði. Miðstöðin eigi að vera á allra vörum og vera það fyrsta sem fólk leiti til. Hafnarfjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Í rauninni væri lang best ef við gætum komið því þannig fyrir að við værum búin að ræða alla mögulega hluti, bara á besta aldri, og þá vissum við svolítið hvernig við vildum bregðast við,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar sem er nýtt úrræði fyrir fólk sem hefur misst aðstandanda. Sorgarsetur er stofnað af félögunum Nýrri dögun, Birtu, Ljónshjarta og Gleym mér ei en hugmyndin kom upp þegar haldinn var vinnufundur hjá félögunum í tilefni af þrjátíu ára afmæli Nýrrar dögunar. Þá hafi stjórnendur félaganna, ásamt fólki úr heilbrigðisstéttum, prestar og fleiri spurt sig að því hvað mætti betur gera fyrir syrgjandi fólk á Íslandi. Niðurstaða vinnunnar var sú að samræma þyrfti úrræði fyrir syrgjendur, úrræði hafi hingað til ekki náð nægilega vel til fólks og það væri erfitt að finna úrræði. Hulda segir í samtali við Reykjavík síðdegis mikla breytingu hafa orðið á því hvernig fólk vinni úr sorg. Mjög jákvæðar breytingar hafi orðið síðustu þrjátíu árin. Fólk hafi til að mynda borið harm sinn í hljóði þegar Ný dögun var stofnuð.„Fólk þorir frekar að viðurkenna að sorg taki tíma og það sé eðlilegt að maður fari í gegn um alls konar sveiflur í tilfinningalífi, segir hún. „Og þetta sé bara virkilega erfitt, það er ekki viðurkennt að fara bara á hnefanum lengur.“ Sorgarmiðstöðin mun einblína á það að hjálpa fólki sem misst hefur ástvini við að vinna úr sorginni. Hún segir oft auka álag gríðarlega þegar fólk þarf að finna út úr praktískum atriðum eftir andlát og sé því mikilvægt að ræða erfið mál þegar allt leikur í lyndi. Það geti verið gott að vera búinn að ræða við ástvini sína hvernig hátta eigi hlutum komi eitthvað upp, hver beri ábyrgð á málunum og svo framvegis. Hún segir einnig vanta aðhald fyrir fólk sem missir aðstandendur skyndilega, ekkert stuðningsnet sé til staðar fyrir þá og sorgarferlið sé öðruvísi en fyrir þá sem hafa misst aðstandenda sem hefur verið langveikur. Það hafi reynst fólki sem misst hefur ástvini skyndilega erfitt að finna hjálparleiðir og sé markmið með Sorgarmiðstöðinni að veita syrgjandi fólki aðhald og sýnilegra úrræði. Miðstöðin eigi að vera á allra vörum og vera það fyrsta sem fólk leiti til.
Hafnarfjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira