Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Ólöf Skaftadóttir og Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. september 2019 06:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður skipaður dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi klukkan fjögur í dag. Fréttablaðið/Ernir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður skipaður dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi klukkan fjögur í dag. Áslaug hefur gegnt stöðu formanns utanríkismálanefndar, en fastlega er gert ráð fyrir að Sigríður Á. Andersen taki við nefndinni. „Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt,“ segir Áslaug. „Ég er að stíga inn í ákveðna ríkisstjórn sem starfar eftir sáttmála, en fer inn í ráðuneytið full tilhlökkunar og af auðmýkt gagnvart þeim stóru verkefnum sem fram undan eru.“ Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins þarf Áslaug að segja sig frá stöðu sinni sem ritari flokksins þegar hún verður ráðherra. Flokksráðsfundur fer fram 14. september þar sem arftaki Áslaugar verður kosinn. Nefnd hafa verið til sögunnar í embætti ritara borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, auk Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra Norðurþings.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur setið í stóli dómsmálaráðherra síðan Sigríður Á. Andersen steig til hliðar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans. Ákvörðun um hvort taka skuli Landsréttarmálið fyrir í efri deild MDE verður kynnt á þriðjudag. Áslaugar bíða aðkallandi verkefni. Verði dómur MDE tekinn til skoðunar hjá efri deildinni má búast við að dómstólasýslan ítreki ákall sitt um tímabundna fjölgun dómara við Landsrétt til að takast megi á við tafir á meðferð mála. Synji MDE hins vegar beiðninni liggur endanleg niðurstaða fyrir og þá þarf ráðherra að finna lausn á málum þeirra fjögurra dómara við réttinn sem dómurinn tekur til. Þá kemur í hlut Áslaugar að skipa í stöðu dómara við Hæstarétt sem losnar í haust. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður skipaður dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi klukkan fjögur í dag. Áslaug hefur gegnt stöðu formanns utanríkismálanefndar, en fastlega er gert ráð fyrir að Sigríður Á. Andersen taki við nefndinni. „Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt,“ segir Áslaug. „Ég er að stíga inn í ákveðna ríkisstjórn sem starfar eftir sáttmála, en fer inn í ráðuneytið full tilhlökkunar og af auðmýkt gagnvart þeim stóru verkefnum sem fram undan eru.“ Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins þarf Áslaug að segja sig frá stöðu sinni sem ritari flokksins þegar hún verður ráðherra. Flokksráðsfundur fer fram 14. september þar sem arftaki Áslaugar verður kosinn. Nefnd hafa verið til sögunnar í embætti ritara borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, auk Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra Norðurþings.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur setið í stóli dómsmálaráðherra síðan Sigríður Á. Andersen steig til hliðar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans. Ákvörðun um hvort taka skuli Landsréttarmálið fyrir í efri deild MDE verður kynnt á þriðjudag. Áslaugar bíða aðkallandi verkefni. Verði dómur MDE tekinn til skoðunar hjá efri deildinni má búast við að dómstólasýslan ítreki ákall sitt um tímabundna fjölgun dómara við Landsrétt til að takast megi á við tafir á meðferð mála. Synji MDE hins vegar beiðninni liggur endanleg niðurstaða fyrir og þá þarf ráðherra að finna lausn á málum þeirra fjögurra dómara við réttinn sem dómurinn tekur til. Þá kemur í hlut Áslaugar að skipa í stöðu dómara við Hæstarétt sem losnar í haust.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30
Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent