Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2019 12:12 Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni hefur síðan verið tilefni sérkennilegrar togstreitu. Mynd/Hvíta húsið. Málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi.Málverkið af Bjarna Benediktssyni.Bjarni Benediktsson, sem var afabróðir núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og alnafna, var helsti forystumaður sjálfstæðismanna um þriggja áratuga skeið, meðal annars borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 1940 til 1947, en síðan utanríkisráðherra og forsætisráðherra, samhliða flokksformennsku. Málverkið, þar sem Bjarni horfir haukfránum augum yfir tvo valdamestu menn heimsins, fékk að vera áfram á sínum stað í Höfða næstu árin eftir leiðtogafundinn allt til ársins 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þá var málverkið tekið niður. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur. Það var gert með viðhöfn en meðal viðstaddra voru Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar, Kjartan Gunnarsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þegar vinstri menn náðu svo næst völdunum var málverkið aftur fjarlægt úr Höfða. Núna bíða margir spenntir að sjá hvort málverkið af Bjarna verði komið upp á ný í dag í fundarherberginu fræga þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Ætlunin er meðal annars að fara með varaforsetann í sérstaka sýningarferð um húsakynnin í Höfða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum þar sem fjallað var um málverkið í tilefni þess að þá stóð til að gera Hollywood-kvikmynd um leiðtogafundinn: Heimsókn Mike Pence Íslandsvinir Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Höfði pantaður í tökur með Michael Douglas Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. 23. júní 2014 22:15 Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi.Málverkið af Bjarna Benediktssyni.Bjarni Benediktsson, sem var afabróðir núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og alnafna, var helsti forystumaður sjálfstæðismanna um þriggja áratuga skeið, meðal annars borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 1940 til 1947, en síðan utanríkisráðherra og forsætisráðherra, samhliða flokksformennsku. Málverkið, þar sem Bjarni horfir haukfránum augum yfir tvo valdamestu menn heimsins, fékk að vera áfram á sínum stað í Höfða næstu árin eftir leiðtogafundinn allt til ársins 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þá var málverkið tekið niður. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur. Það var gert með viðhöfn en meðal viðstaddra voru Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar, Kjartan Gunnarsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þegar vinstri menn náðu svo næst völdunum var málverkið aftur fjarlægt úr Höfða. Núna bíða margir spenntir að sjá hvort málverkið af Bjarna verði komið upp á ný í dag í fundarherberginu fræga þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Ætlunin er meðal annars að fara með varaforsetann í sérstaka sýningarferð um húsakynnin í Höfða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum þar sem fjallað var um málverkið í tilefni þess að þá stóð til að gera Hollywood-kvikmynd um leiðtogafundinn:
Heimsókn Mike Pence Íslandsvinir Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Höfði pantaður í tökur með Michael Douglas Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. 23. júní 2014 22:15 Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Höfði pantaður í tökur með Michael Douglas Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. 23. júní 2014 22:15
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09