Ætla að svipta Kaliforníu valdi til að setja eigin útblástursreglur Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 11:24 Kalifornía ætlar að halda sig við strangari reglur um útblástur bíla þrátt fyrir að alríkisstjórnin ætli að slaka á sínum reglum. Nú stefnir í slag um vald Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að afturkalla heimild Kaliforníu til að setja sínar eigin útblástursreglur fyrir bifreiðar í þessari viku. Sú aðgerð er liður í áformum ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama. Kalifornía hefur undanfarna áratugi haft heimild til að setja sér eigin útblástursreglur sem ganga lengra en alríkisreglur. Þrettán ríki auk Kólumbíusvæðis fylgja strangari reglum Kaliforníu. Saman mynda ríkin um þriðjung bifreiðamarkaðarins í Bandaríkjunum. Umhverfisstofnunin hefur kynnt breytingar á fyrirhuguðum útblástursreglum sem voru samþykktar í tíð Obama. Breytingarnar útvatna kröfur um aukna sparneytni og minni losun frá bifreiðum. Útblástur frá bifreiðum er stærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Kaliforníu andmæltu breytingunum og hét því að setja strangari reglur um útblástur bifreiða. Í kjölfarið hóf alríkisstjórnin undirbúning að því að svipta ríkið heimild til að setja eigin útblástursreglur. Talið var að Trump forseti ætlaði að tilkynna um sviptinguna í heimsókn til Kaliforníu í dag en Washington Post segir að því hafi verið frestað um nokkra daga eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að það stæði til.Gramdist samkomulag við bílaframleiðendur Ríkisstjórn Trump gramdist það mjög þegar yfirvöld í Kaliforníu gerðu samkomulag við fjóra stóra bílaframleiðendur um að þeir færu eftir strangari reglum en alríkisreglunum í júlí. Bílaframleiðendurnir börðust gegn hertum reglum Obama en töldu Trump hafa gengið of langt í að rýmka reglurnar. Vildu þeir komast hjá því að til yrði tvískiptur bílamarkaður í Bandaríkjunum þar sem ólíkar reglur giltu um útblástur. Dómsmálaráðuneytið hóf í kjölfarið rannsókn á bílaframleiðendunum vegna mögulegra brota á samkeppnisreglum. Gagnrýnendur sögðu það misbeitingu á ráðuneytinu og tilraun ríkisstjórnarinnar til að refsa bílaframleiðendunum vegna samkomulagsins. Búast má við slag fyrir dómstólum yfir heimild Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Gavin Newsom, ríkisstjóri, sagði í gær að Kaliforníu hefði tekið við keflinu í loftslagsmálum í ljósi þess að Hvíta húsið hefði afsalað sér ábyrgð á þeim. „Þetta er aðgerð sem gæti haft hræðilegar afleiðingar fyrir heilsu barnanna okkar og loftið sem við öndum að okkur ef Kalifornía léti undan. En það ætlum við ekki að gera,“ sagði Newsom. Málaferlin yfirvofandi eru fordæmalaus því aldrei áður hefur alríkisstjórnin afturkallað vald ríkis til að setja eigin reglur um loftgæði, að sögn New York Times. Í ræðu í gær sagði Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunarinnar og fyrrverandi málsvari kolafyrirtækja, að ríkisstjórn væri fylgjandi sambandsríkjastefnunni og hlutverki ríkja en það þýddi ekki að einstök ríki gætu sett reglur fyrir allt landið. Auk útblástursreglnanna hefur Umhverfisstofnunin í tíð Trump undið ofan af reglum um losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum sem voru hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum Obama-stjórnarinnar. Þá ætlar Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Bandaríkin Bílar Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að afturkalla heimild Kaliforníu til að setja sínar eigin útblástursreglur fyrir bifreiðar í þessari viku. Sú aðgerð er liður í áformum ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama. Kalifornía hefur undanfarna áratugi haft heimild til að setja sér eigin útblástursreglur sem ganga lengra en alríkisreglur. Þrettán ríki auk Kólumbíusvæðis fylgja strangari reglum Kaliforníu. Saman mynda ríkin um þriðjung bifreiðamarkaðarins í Bandaríkjunum. Umhverfisstofnunin hefur kynnt breytingar á fyrirhuguðum útblástursreglum sem voru samþykktar í tíð Obama. Breytingarnar útvatna kröfur um aukna sparneytni og minni losun frá bifreiðum. Útblástur frá bifreiðum er stærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Kaliforníu andmæltu breytingunum og hét því að setja strangari reglur um útblástur bifreiða. Í kjölfarið hóf alríkisstjórnin undirbúning að því að svipta ríkið heimild til að setja eigin útblástursreglur. Talið var að Trump forseti ætlaði að tilkynna um sviptinguna í heimsókn til Kaliforníu í dag en Washington Post segir að því hafi verið frestað um nokkra daga eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að það stæði til.Gramdist samkomulag við bílaframleiðendur Ríkisstjórn Trump gramdist það mjög þegar yfirvöld í Kaliforníu gerðu samkomulag við fjóra stóra bílaframleiðendur um að þeir færu eftir strangari reglum en alríkisreglunum í júlí. Bílaframleiðendurnir börðust gegn hertum reglum Obama en töldu Trump hafa gengið of langt í að rýmka reglurnar. Vildu þeir komast hjá því að til yrði tvískiptur bílamarkaður í Bandaríkjunum þar sem ólíkar reglur giltu um útblástur. Dómsmálaráðuneytið hóf í kjölfarið rannsókn á bílaframleiðendunum vegna mögulegra brota á samkeppnisreglum. Gagnrýnendur sögðu það misbeitingu á ráðuneytinu og tilraun ríkisstjórnarinnar til að refsa bílaframleiðendunum vegna samkomulagsins. Búast má við slag fyrir dómstólum yfir heimild Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Gavin Newsom, ríkisstjóri, sagði í gær að Kaliforníu hefði tekið við keflinu í loftslagsmálum í ljósi þess að Hvíta húsið hefði afsalað sér ábyrgð á þeim. „Þetta er aðgerð sem gæti haft hræðilegar afleiðingar fyrir heilsu barnanna okkar og loftið sem við öndum að okkur ef Kalifornía léti undan. En það ætlum við ekki að gera,“ sagði Newsom. Málaferlin yfirvofandi eru fordæmalaus því aldrei áður hefur alríkisstjórnin afturkallað vald ríkis til að setja eigin reglur um loftgæði, að sögn New York Times. Í ræðu í gær sagði Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunarinnar og fyrrverandi málsvari kolafyrirtækja, að ríkisstjórn væri fylgjandi sambandsríkjastefnunni og hlutverki ríkja en það þýddi ekki að einstök ríki gætu sett reglur fyrir allt landið. Auk útblástursreglnanna hefur Umhverfisstofnunin í tíð Trump undið ofan af reglum um losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum sem voru hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum Obama-stjórnarinnar. Þá ætlar Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári.
Bandaríkin Bílar Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43
Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17