Schengen Davíð Stefánsson skrifar 16. september 2019 07:00 Líkt og var með þriðja orkupakkann á sínum tíma er hætt við vaxandi undiröldu gegn aðild Íslands að Schengen-samstarfinu. Nýleg orðræða talsmanna lýðhylli í greinaskrifum og í útvarpi lýsir efasemdum og jafnvel andstöðu gegn samstarfinu. Það er því full þörf á staðfestu og varðstöðu stjórnmálamanna um þetta mikilvæga mál. Schengen-samstarfið, sem tók gildi með samningi 2001, er samstarf Evrópuríkja á sviði landamæraeftirlits og löggæslu sem byggir á Schengen-samningnum. Markmiðið er að auðvelda ferðir fólks innan Evrópu og tryggja öryggi borgaranna með samvinnu. Norðurlöndin fimm ákváðu árið 1996 að taka þátt í samstarfinu enda höfðu þau í áratugi leyst ríkisborgara annarra Norðurlanda undan skyldu til að hafa í höndum vegabréf og dvalarleyfi við dvöl í öðru norrænu landi en heimalandinu. Norræna vegabréfasambandið féll að vissu leyti inn í Schengen-samstarf Evrópusambandsins. Schengen-samstarfið felst í grundvallaratriðum í tvennu. Annars vegar afnámi vegabréfaskoðunar á innri landamærum þátttökuríkjanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felast einkum í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Reglur um vegabréfsáritanir hafa verið samræmdar þannig að áritun í einu aðildarríki gildir í þeim öllum. Þá er samvinna lögreglu ríkjanna í baráttu gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi auðvelduð með rekstri sameiginlegs upplýsingakerfis sem geymir upplýsingar um eftirlýsta einstaklinga og framsalsbeiðnir. Að auki hefur Ísland, í gegnum Schengen-samstarfið, aðild að Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Flugvélar og varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í verkefnum Frontex í áraraðir. Talsmenn lýðhylli víða um Evrópu eru óþreytandi að benda á þær fordæmalausu áskoranir sem Schengen-samstarfið hefur sætt síðustu ár vegna fjölgunar flóttamanna og vegna aukinnar öryggisógnar frá hryðjuverkaárásum. En þessar áskoranir eru ekki rök gegn samvinnu. Þvert á móti sýna þær fram á nauðsyn alþjóðasamvinnu, ekki síst fyrir smærri þjóðir. Áskoranirnar felast einnig í fjölgun ferðamanna. Sú þróun kallar á upplýsingar til að tryggja öryggi. Það er galið að ætla að Íslendingar geti sinnt eftirliti einir og sér óháð samvinnu við aðra. Miðlun upplýsinga og virk alþjóðasamvinna lögreglu er okkur nauðsyn. Það fæst með Schengen-samstarfinu. Það þýðir þó ekki að samstarfið eða upplýsingakerfi þess sé hafið yfir gagnrýni. Ör þróun í upplýsingatækni og alþjóðaáskoranir kalla á sífellt endurmat og aðlögun. Í þeirri þingmálaskrá sem liggur fyrir 150. löggjafarþingi hefur dómsmálaráðherra listað nokkur mál tengd Schengen-samstarfinu. Þar á meðal að breyta á lögum um Schengen-upplýsingakerfið og kynna útgáfu og notkun nafnskírteina sem jafnframt væru ferðaskilríki á Schengen-svæðinu. Það er mikilvægt að nýr ráðherra dómsmála sendi skýr skilaboð um stuðning við Schengen-samstarfið. Þannig stendur hún vörð um íslenska hagsmuni og öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Líkt og var með þriðja orkupakkann á sínum tíma er hætt við vaxandi undiröldu gegn aðild Íslands að Schengen-samstarfinu. Nýleg orðræða talsmanna lýðhylli í greinaskrifum og í útvarpi lýsir efasemdum og jafnvel andstöðu gegn samstarfinu. Það er því full þörf á staðfestu og varðstöðu stjórnmálamanna um þetta mikilvæga mál. Schengen-samstarfið, sem tók gildi með samningi 2001, er samstarf Evrópuríkja á sviði landamæraeftirlits og löggæslu sem byggir á Schengen-samningnum. Markmiðið er að auðvelda ferðir fólks innan Evrópu og tryggja öryggi borgaranna með samvinnu. Norðurlöndin fimm ákváðu árið 1996 að taka þátt í samstarfinu enda höfðu þau í áratugi leyst ríkisborgara annarra Norðurlanda undan skyldu til að hafa í höndum vegabréf og dvalarleyfi við dvöl í öðru norrænu landi en heimalandinu. Norræna vegabréfasambandið féll að vissu leyti inn í Schengen-samstarf Evrópusambandsins. Schengen-samstarfið felst í grundvallaratriðum í tvennu. Annars vegar afnámi vegabréfaskoðunar á innri landamærum þátttökuríkjanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felast einkum í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Reglur um vegabréfsáritanir hafa verið samræmdar þannig að áritun í einu aðildarríki gildir í þeim öllum. Þá er samvinna lögreglu ríkjanna í baráttu gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi auðvelduð með rekstri sameiginlegs upplýsingakerfis sem geymir upplýsingar um eftirlýsta einstaklinga og framsalsbeiðnir. Að auki hefur Ísland, í gegnum Schengen-samstarfið, aðild að Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Flugvélar og varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í verkefnum Frontex í áraraðir. Talsmenn lýðhylli víða um Evrópu eru óþreytandi að benda á þær fordæmalausu áskoranir sem Schengen-samstarfið hefur sætt síðustu ár vegna fjölgunar flóttamanna og vegna aukinnar öryggisógnar frá hryðjuverkaárásum. En þessar áskoranir eru ekki rök gegn samvinnu. Þvert á móti sýna þær fram á nauðsyn alþjóðasamvinnu, ekki síst fyrir smærri þjóðir. Áskoranirnar felast einnig í fjölgun ferðamanna. Sú þróun kallar á upplýsingar til að tryggja öryggi. Það er galið að ætla að Íslendingar geti sinnt eftirliti einir og sér óháð samvinnu við aðra. Miðlun upplýsinga og virk alþjóðasamvinna lögreglu er okkur nauðsyn. Það fæst með Schengen-samstarfinu. Það þýðir þó ekki að samstarfið eða upplýsingakerfi þess sé hafið yfir gagnrýni. Ör þróun í upplýsingatækni og alþjóðaáskoranir kalla á sífellt endurmat og aðlögun. Í þeirri þingmálaskrá sem liggur fyrir 150. löggjafarþingi hefur dómsmálaráðherra listað nokkur mál tengd Schengen-samstarfinu. Þar á meðal að breyta á lögum um Schengen-upplýsingakerfið og kynna útgáfu og notkun nafnskírteina sem jafnframt væru ferðaskilríki á Schengen-svæðinu. Það er mikilvægt að nýr ráðherra dómsmála sendi skýr skilaboð um stuðning við Schengen-samstarfið. Þannig stendur hún vörð um íslenska hagsmuni og öryggi.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun