Fyrirlitlegir vindbelgir Sif Sigmarsdóttir skrifar 14. september 2019 09:00 Lýðræðið er í krísu í Bretlandi. Reiðiköll fylltu neðri deild breska þingsins í vikunni þegar þinghaldi var frestað um fimm vikur. „Skammastu þín!“ hrópuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að Boris Johnson forsætisráðherra er hann yfirgaf þingsal. Orðið „þöggun“ sveif yfir vötnum – og höfðum – á heimagerðum skiltum þingmanna. Flestum ber saman um að þessi lengsta þingfrestun frá því í síðari heimsstyrjöldinni sé ófyrirleitin tilraun Johnsons til að koma í veg fyrir að þingið geti blandað sér í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem áætluð er 31. október. Breska þingið vill ekki Brexit án samnings. Boris Johnson er hins vegar staðráðinn í að Brexit verði að veruleika á tilsettum tíma „óháð afleiðingum“ – sem gætu orðið hærra matvælaverð í Bretlandi, lyfjaskortur og óeirðir á götum úti. En Johnson leiðir ekki aðeins hjá sér svartsýnisspár heldur líka lýðræðislegar leikreglur. Á dögunum samþykkti þingið lagafrumvarp sem tryggir að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði frestað takist ekki samningar við sambandið fyrir miðjan október. Johnson gefur í skyn að hann kunni að hunsa lögin. Ekki nóg með það. Æðsti dómstóll Skotlands komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefði verið ólögmæt. Hæstiréttur Bretlands mun skera úr um málið í næstu viku. Það er ekki aðeins stjórnarandstaðan í Bretlandi sem óttast um afdrif lýðræðisins undir stjórn Johnsons. „Hve þunnur spónn er siðmenning okkar,“ skrifar Matthew Parris, félagi í Íhaldsflokknum og dálkahöfundur breska dagblaðsins The Times, í tregafullum pistli um stöðu mála. „Vert er að muna að rotnun stjórnmála hefst ekki alltaf með valdaráni heldur litlum, lævísum skrefum.“ Parris kennir Johnson þó ekki um hvernig komið er. „Satt er að Johnson er vindbelgur og fyrirlitlegur tækifærissinni,“ skrifar Parris. „En slíkir menn verða alltaf til, sveimandi ránfuglar við ystu brún vandræða í stjórnmálum. Þeir stofna ekki til vandræðanna; þeir nærast á þeim. Fjaðrahamur Johnsons kann að vera hrífandi, en fugl sá er hrææta.“ En hverjum er þá um að kenna? Alþingi Íslendinga var sett í vikunni. Við þingsetningu gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðræðishefðina að umtalsefni. Hann sagði að við mættum „varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu“. Skildu margir það sem svo að hann vísaði í uppþot um þriðja orkupakkann. Í stefnuræðu sinni vék Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra orðum að popúlískum hreyfingum sem vex víða fiskur um hrygg og leiðir „þeirra ófyrirleitnu“ til að komast til valda. Áhyggjur íslenskra valdhafa af heilbrigði lýðræðisins hér á landi eru ekki úr lausu lofti gripnar. Hvernig lýðræðinu reiðir af er hins vegar undir þeim sjálfum komið. Flestir virðast búnir að gleyma að Brexit kom ekki til vegna kröfu bresks almennings. Brexit-hrakfarir Breta hófust þegar veikgeðja leiðtogar Íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Árið 2015 fékk UKIP 12,6% atkvæða í þingkosningum, fylgi sem flokkurinn tók að mestu frá Íhaldsflokknum. Þessi 12,6% nægðu ekki til að komast til áhrifa, en þau nægðu til að stjaka við ríkjandi valdajafnvægi. Við Íslendingar höfum eignast okkar eigin flokk „tækifærissinna“, hóp „sveimandi ránfugla“ í leit að vandræðum. Þriðji orkupakkinn var Brexit hræætanna í Miðflokknum. Rétt eins og UKIP á sínum tíma mælist flokkurinn með 12-13% fylgi í skoðanakönnunum. Lýðræðið stendur víða höllum fæti. Stóra spurningin er þó ekki: Mun Miðflokkurinn komast í ríkisstjórn? Stóra spurningin er: Hvernig munu hinir flokkarnir bregðast við fylgi hans? Lýðræðishefðinni er aðeins borgið ef öðrum flokkum tekst það sem breska Íhaldsflokknum tókst ekki: Að standast freistinguna að bítast um hræin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Lýðræðið er í krísu í Bretlandi. Reiðiköll fylltu neðri deild breska þingsins í vikunni þegar þinghaldi var frestað um fimm vikur. „Skammastu þín!“ hrópuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að Boris Johnson forsætisráðherra er hann yfirgaf þingsal. Orðið „þöggun“ sveif yfir vötnum – og höfðum – á heimagerðum skiltum þingmanna. Flestum ber saman um að þessi lengsta þingfrestun frá því í síðari heimsstyrjöldinni sé ófyrirleitin tilraun Johnsons til að koma í veg fyrir að þingið geti blandað sér í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem áætluð er 31. október. Breska þingið vill ekki Brexit án samnings. Boris Johnson er hins vegar staðráðinn í að Brexit verði að veruleika á tilsettum tíma „óháð afleiðingum“ – sem gætu orðið hærra matvælaverð í Bretlandi, lyfjaskortur og óeirðir á götum úti. En Johnson leiðir ekki aðeins hjá sér svartsýnisspár heldur líka lýðræðislegar leikreglur. Á dögunum samþykkti þingið lagafrumvarp sem tryggir að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði frestað takist ekki samningar við sambandið fyrir miðjan október. Johnson gefur í skyn að hann kunni að hunsa lögin. Ekki nóg með það. Æðsti dómstóll Skotlands komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefði verið ólögmæt. Hæstiréttur Bretlands mun skera úr um málið í næstu viku. Það er ekki aðeins stjórnarandstaðan í Bretlandi sem óttast um afdrif lýðræðisins undir stjórn Johnsons. „Hve þunnur spónn er siðmenning okkar,“ skrifar Matthew Parris, félagi í Íhaldsflokknum og dálkahöfundur breska dagblaðsins The Times, í tregafullum pistli um stöðu mála. „Vert er að muna að rotnun stjórnmála hefst ekki alltaf með valdaráni heldur litlum, lævísum skrefum.“ Parris kennir Johnson þó ekki um hvernig komið er. „Satt er að Johnson er vindbelgur og fyrirlitlegur tækifærissinni,“ skrifar Parris. „En slíkir menn verða alltaf til, sveimandi ránfuglar við ystu brún vandræða í stjórnmálum. Þeir stofna ekki til vandræðanna; þeir nærast á þeim. Fjaðrahamur Johnsons kann að vera hrífandi, en fugl sá er hrææta.“ En hverjum er þá um að kenna? Alþingi Íslendinga var sett í vikunni. Við þingsetningu gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðræðishefðina að umtalsefni. Hann sagði að við mættum „varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu“. Skildu margir það sem svo að hann vísaði í uppþot um þriðja orkupakkann. Í stefnuræðu sinni vék Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra orðum að popúlískum hreyfingum sem vex víða fiskur um hrygg og leiðir „þeirra ófyrirleitnu“ til að komast til valda. Áhyggjur íslenskra valdhafa af heilbrigði lýðræðisins hér á landi eru ekki úr lausu lofti gripnar. Hvernig lýðræðinu reiðir af er hins vegar undir þeim sjálfum komið. Flestir virðast búnir að gleyma að Brexit kom ekki til vegna kröfu bresks almennings. Brexit-hrakfarir Breta hófust þegar veikgeðja leiðtogar Íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Árið 2015 fékk UKIP 12,6% atkvæða í þingkosningum, fylgi sem flokkurinn tók að mestu frá Íhaldsflokknum. Þessi 12,6% nægðu ekki til að komast til áhrifa, en þau nægðu til að stjaka við ríkjandi valdajafnvægi. Við Íslendingar höfum eignast okkar eigin flokk „tækifærissinna“, hóp „sveimandi ránfugla“ í leit að vandræðum. Þriðji orkupakkinn var Brexit hræætanna í Miðflokknum. Rétt eins og UKIP á sínum tíma mælist flokkurinn með 12-13% fylgi í skoðanakönnunum. Lýðræðið stendur víða höllum fæti. Stóra spurningin er þó ekki: Mun Miðflokkurinn komast í ríkisstjórn? Stóra spurningin er: Hvernig munu hinir flokkarnir bregðast við fylgi hans? Lýðræðishefðinni er aðeins borgið ef öðrum flokkum tekst það sem breska Íhaldsflokknum tókst ekki: Að standast freistinguna að bítast um hræin.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar