Ólíklegt að Sjálfstæðismönnum verði að ósk sinni um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2019 20:30 Ólíklegt er að til einkavæðingar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar komi á þessu kjörtímabili þrátt fyrir áhuga Sjálfstæðismanna vegna andstöðu innan hinna stjórnarflokkanna. Tekjur flugstöðvarinnar hafa rúmlega þrefaldast á síðustu sjö árum og myndu færa nýjum eigendum tugi milljarða í árstekjur í framtíðinni. Innan Sjálfstæðisflokksins er áhugi á að selja hluta flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli eða flugstöðina alla, sem í raun þýðir sölu á flugvellinum því hann verður illa skilinn frá starfsemi flugstöðvarinnar. Tekjur flugstöðvarinnar, sem í dag er opinbert hlutafélag, hafa aukist gífurlega á undanförnum sjö árum. Heildartekjurnar voru 6,9 milljarðar árið 2011 en í fyrra höfðu þær rúmlega þrefaldast þegar þær voru rúmir 23 milljarðar. Það er því eftir töluverðu að sækjast fyrir einkaaðila með kaupum á flugstöðinni.Heildartekjur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2011 til 2018.Er þetta eitthvað sem Vinstri græn munu samþykkja á meðan þeir eru í ríkisstjórn? „Það get ég ekki séð. Það þarf engan að undra að það sé ólík áhersla á milli þessara tveggja stjórnarflokka í svona málum,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Enda væri þá verið að færa einokunarfyrirtæki í hendur einkaaðila þar sem öðrum sambærilegum flugvöllum væri ekki til að dreifa á landinu. Á sama tímabili eykst afkoman fyrir fjármagnsliði og skatta úr rúmum tveimur milljörðum í tæpa sjö. Með fjölgun ferðamanna hefur þurft að stækka flugstöðina hratt og bæta ýmsa aðstöðu.Afkoma flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir fjármagnsliði og skatta á árunum 2011 til 2018.Þannig var framkvæmt fyrir aðeins 506 milljónir árið 2011, mest fyrir rúma 13 milljarða árið 2017 og um tæpa 5,3 milljarða í fyrra. Áætlanir gera síðan ráð uppbyggingu fyrir tugi milljarða á næstu árum. Rekstur flugvallarins og þar með flugstöðvarinnar hefur staðið undir framkvæmdunum og lánum vegna þeirra án þess að ríkissjóður þyrfti að veita ríkisábyrgð fyrir lánunum. Í framtíðinni mun flugvöllurinn tryggja eigendum sínum tugi milljarða í tekjur á hverju ári og ef flugvöllurinn yrði einkavæddur tæki ekki mörg ár að fá kaupverðið til baka. Þar með yrði einokunarfyrirtæki komiðí hendur einkaaðila, að hluta eða öllu leyti. „Þetta er gátt inn, þrátt fyrir að það séu einhverjar hafnir, þá er þetta gáttin inn í landið. Að ætla að selja hana einkaaðilum er pilsfaldakapitalismi sem mér hugnast ekki,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé.Fjárfestingar í flugstöðinni frá árinu 2011 til 2018. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ólíklegt er að til einkavæðingar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar komi á þessu kjörtímabili þrátt fyrir áhuga Sjálfstæðismanna vegna andstöðu innan hinna stjórnarflokkanna. Tekjur flugstöðvarinnar hafa rúmlega þrefaldast á síðustu sjö árum og myndu færa nýjum eigendum tugi milljarða í árstekjur í framtíðinni. Innan Sjálfstæðisflokksins er áhugi á að selja hluta flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli eða flugstöðina alla, sem í raun þýðir sölu á flugvellinum því hann verður illa skilinn frá starfsemi flugstöðvarinnar. Tekjur flugstöðvarinnar, sem í dag er opinbert hlutafélag, hafa aukist gífurlega á undanförnum sjö árum. Heildartekjurnar voru 6,9 milljarðar árið 2011 en í fyrra höfðu þær rúmlega þrefaldast þegar þær voru rúmir 23 milljarðar. Það er því eftir töluverðu að sækjast fyrir einkaaðila með kaupum á flugstöðinni.Heildartekjur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2011 til 2018.Er þetta eitthvað sem Vinstri græn munu samþykkja á meðan þeir eru í ríkisstjórn? „Það get ég ekki séð. Það þarf engan að undra að það sé ólík áhersla á milli þessara tveggja stjórnarflokka í svona málum,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Enda væri þá verið að færa einokunarfyrirtæki í hendur einkaaðila þar sem öðrum sambærilegum flugvöllum væri ekki til að dreifa á landinu. Á sama tímabili eykst afkoman fyrir fjármagnsliði og skatta úr rúmum tveimur milljörðum í tæpa sjö. Með fjölgun ferðamanna hefur þurft að stækka flugstöðina hratt og bæta ýmsa aðstöðu.Afkoma flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir fjármagnsliði og skatta á árunum 2011 til 2018.Þannig var framkvæmt fyrir aðeins 506 milljónir árið 2011, mest fyrir rúma 13 milljarða árið 2017 og um tæpa 5,3 milljarða í fyrra. Áætlanir gera síðan ráð uppbyggingu fyrir tugi milljarða á næstu árum. Rekstur flugvallarins og þar með flugstöðvarinnar hefur staðið undir framkvæmdunum og lánum vegna þeirra án þess að ríkissjóður þyrfti að veita ríkisábyrgð fyrir lánunum. Í framtíðinni mun flugvöllurinn tryggja eigendum sínum tugi milljarða í tekjur á hverju ári og ef flugvöllurinn yrði einkavæddur tæki ekki mörg ár að fá kaupverðið til baka. Þar með yrði einokunarfyrirtæki komiðí hendur einkaaðila, að hluta eða öllu leyti. „Þetta er gátt inn, þrátt fyrir að það séu einhverjar hafnir, þá er þetta gáttin inn í landið. Að ætla að selja hana einkaaðilum er pilsfaldakapitalismi sem mér hugnast ekki,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé.Fjárfestingar í flugstöðinni frá árinu 2011 til 2018.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira