Kona ættuð frá Rússlandi með græna fingur í Borgarnesi Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2019 20:00 Í Borgarnesi býr kona ættuð frá Rússlandi sem beitir óvenjulegum aðferðum við að rækta kartöflur þannig að þær vaxa hraðar en gengur og gerist og lengur fram á haustið en Íslendingar eiga að venjast. Þá ræktar hún alls kyns grænmeti og ávexti og býr til líkjör úr sólberjum, allt eftir aðferðum sem rússnesk amma hennar kenndi henni. Elena Lyngdal flutti frá Rostov í Rússlandi í Borgarnes fyrir fjórtán árum þar sem hún býr með íslenskri fjölskyldu sinni. Hún situr aldrei auðum höndum, vinnur á þremur stöðum, meðal annars á dvalarheimili aldraðra og þrífur tuttugu og fjögur heimili í bænum á milli þess sem hún ræktar grænmeti og ávexti eftir rússneskum aðferðum í garði sínum með slíkum árangri að eftir er tekið. Hún leggur útsæðið ofan á moldarlag og leggur gras yfir.Og þetta vex svona rosalega vel hjá þér, betur en í moldinni? „Já, já ég hugsa það. Þetta er bara gras og kartöflur,“ segir Elena stolt þar sem hún sýnir fréttamanni vænar kartöflur sem hún tekur beint undan graslagi í timburkassa.Þær eru stórar og fínar? „Já eitthvað um 200 grömm. Við smíðuðum kassa í enda apríl og sáðum kartöflum úr Húsasmiðjunni,“ segir Elena stolt. Eftir því sem kartöflukálið vex leggur Elena meira gras yfir kartöflurnar og segist geta tekið upp nýjar kartöflur langt fram á haustið. „Ég lærði þetta á YouTube. Svona gerir fólk þetta í Síberíu í Rússlandi þar sem fólk hefur tekið upp níu kíló af kartöflum út frá einni kartöflu. Ég veit ekki hvað mikið ég tek hér,“ segir Elena. En hún er nú þegar búin að taka upp sex kíló úr einu litlu hólfi í kassanum sínum.Gúrkur, mandarínur og líkjör En hún ræktar ekki bara kartöflur. Í gróðurhúsi sem Högni maður hennar smíðaði kennir ýmissa grasa, oft af fræjum sem hún flytur inn frá heimalandinu eins og tómatafræ. „Hafa þetta sætt og safaríkt. Allir koma og smakka hvað þetta er rosalega gott. Og góð lykt eins og þú finnur,“ segir Elena og réttir fréttamanni vænan og eldrauðan tómat.Þetta lyktar mjög vel. „Já, þetta er tómatalykt.“Má ég bíta í hann? „Já, já gjörðu svo vel.“Þetta er frábær tómatur. „Já, já,“ segir Elena hæst ánægð með árangurinn. Það er of langt að telja upp öll berin, grænmetið og ávextina eins og mandarínur sem Elena ræktar. „Ég er búin að taka um 30 kíló á þessu ári af gúrku. Og gjörðu svo vel þú mátt smakka. Hvernig finnst þér,“ spyr Elena.Þetta er úrvals gúrka og hún er líka svolítið sæt. „Já, fólk spyr hvort þetta séu grænir bananar,“ segir Elena og hlær. En áður en fréttamaður kvaddi lumaði Elena á enn einu leyndarmálinu, líkjör úr sólberjum sem hún ræktar. Þetta er rautt eins og Rússland, sagði fréttamaður Þar sem hann leit á mjöðinn í staupinu. „Smakkaðu,“ sagði Elena sem upplýsti að uppskriftin væri kíló af sólberjum, hálft kíló af sykri og eins flaska af vodka.Þetta er æðislegt, sagði fréttamaður eftir að af dreypt á líkjörnum. „Ekki spurning,“ sagði Elena. Borgarbyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Í Borgarnesi býr kona ættuð frá Rússlandi sem beitir óvenjulegum aðferðum við að rækta kartöflur þannig að þær vaxa hraðar en gengur og gerist og lengur fram á haustið en Íslendingar eiga að venjast. Þá ræktar hún alls kyns grænmeti og ávexti og býr til líkjör úr sólberjum, allt eftir aðferðum sem rússnesk amma hennar kenndi henni. Elena Lyngdal flutti frá Rostov í Rússlandi í Borgarnes fyrir fjórtán árum þar sem hún býr með íslenskri fjölskyldu sinni. Hún situr aldrei auðum höndum, vinnur á þremur stöðum, meðal annars á dvalarheimili aldraðra og þrífur tuttugu og fjögur heimili í bænum á milli þess sem hún ræktar grænmeti og ávexti eftir rússneskum aðferðum í garði sínum með slíkum árangri að eftir er tekið. Hún leggur útsæðið ofan á moldarlag og leggur gras yfir.Og þetta vex svona rosalega vel hjá þér, betur en í moldinni? „Já, já ég hugsa það. Þetta er bara gras og kartöflur,“ segir Elena stolt þar sem hún sýnir fréttamanni vænar kartöflur sem hún tekur beint undan graslagi í timburkassa.Þær eru stórar og fínar? „Já eitthvað um 200 grömm. Við smíðuðum kassa í enda apríl og sáðum kartöflum úr Húsasmiðjunni,“ segir Elena stolt. Eftir því sem kartöflukálið vex leggur Elena meira gras yfir kartöflurnar og segist geta tekið upp nýjar kartöflur langt fram á haustið. „Ég lærði þetta á YouTube. Svona gerir fólk þetta í Síberíu í Rússlandi þar sem fólk hefur tekið upp níu kíló af kartöflum út frá einni kartöflu. Ég veit ekki hvað mikið ég tek hér,“ segir Elena. En hún er nú þegar búin að taka upp sex kíló úr einu litlu hólfi í kassanum sínum.Gúrkur, mandarínur og líkjör En hún ræktar ekki bara kartöflur. Í gróðurhúsi sem Högni maður hennar smíðaði kennir ýmissa grasa, oft af fræjum sem hún flytur inn frá heimalandinu eins og tómatafræ. „Hafa þetta sætt og safaríkt. Allir koma og smakka hvað þetta er rosalega gott. Og góð lykt eins og þú finnur,“ segir Elena og réttir fréttamanni vænan og eldrauðan tómat.Þetta lyktar mjög vel. „Já, þetta er tómatalykt.“Má ég bíta í hann? „Já, já gjörðu svo vel.“Þetta er frábær tómatur. „Já, já,“ segir Elena hæst ánægð með árangurinn. Það er of langt að telja upp öll berin, grænmetið og ávextina eins og mandarínur sem Elena ræktar. „Ég er búin að taka um 30 kíló á þessu ári af gúrku. Og gjörðu svo vel þú mátt smakka. Hvernig finnst þér,“ spyr Elena.Þetta er úrvals gúrka og hún er líka svolítið sæt. „Já, fólk spyr hvort þetta séu grænir bananar,“ segir Elena og hlær. En áður en fréttamaður kvaddi lumaði Elena á enn einu leyndarmálinu, líkjör úr sólberjum sem hún ræktar. Þetta er rautt eins og Rússland, sagði fréttamaður Þar sem hann leit á mjöðinn í staupinu. „Smakkaðu,“ sagði Elena sem upplýsti að uppskriftin væri kíló af sólberjum, hálft kíló af sykri og eins flaska af vodka.Þetta er æðislegt, sagði fréttamaður eftir að af dreypt á líkjörnum. „Ekki spurning,“ sagði Elena.
Borgarbyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira