Íslendingar bláeygðir þegar kemur að vændi Björn Þorfinnsson skrifar 10. september 2019 07:15 Þórgunnur Jóhannsdóttir, Bryndís Ósk Björnsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir, Stella Sif Jónsdóttir. Framboð vændis hefur aukist mikið á Íslandi undanfarin ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að hverju sinni séu um sextíu einstaklingar að selja sig en mikill meirihluti þeirra eru erlendir einstaklingar sem stoppa stutt við hér á landi. Til þess að sporna við þessu nöturlega samfélagsvandamáli hafa lögregluyfirvöld, Reykjavíkurborg og Samtök ferðaþjónustunnar ýtt úr vör verkefninu „Vopn gegn vændi“ með það fyrir augum að aðstoða hótel og gististaði við að berjast gegn þessum vágesti. Meðal þeirra sem unnið hafa að verkefninu eru sex nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík (MPM), þær Stella Sif Jónsdóttir, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Þórgunnur Jóhannsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir og Bryndís Ósk Björnsdóttir. Aðkoma hópsins að verkefninu hófst þegar sexmenningarnir sátu námskeiðið „Raunhæft verkefni“ sem er hluti af þeirra námi í HR en í því námskeiði vinna nemendur í hópum verkefni að eigin vali, eina krafan er að í því felist samfélagsleg skírskotun á einhvern hátt. Ein úr hópnum las umfjöllun í fjölmiðlum varðandi vinnustofu sem Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar stóð fyrir í október 2018 en þar kynnti sænska baráttukonan Malin Roux leiðir sem sænsku samtökin, Real Stars, hafa farið í baráttunni gegn vændi og mansali og samstarfi samtakanna við hótel og aðra gististaði. Umfjöllunin vakti áhuga og ákveðið var að kanna möguleikann á því að koma að þessari vinnu. „Við settum okkur í samband við starfsmann Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og þar með fór boltinn að rúlla," segir Bryndís Ósk. Hópurinn vann verkefnið í nánu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem opnaði augu þeirra fyrir umfangi vandamálsins. Bryndís Ósk segir að vinnan við verkefnið hafi tekið á. „Manni leið ekki vel í sálinni að vinna þetta verkefni. Aðstæður þeirra sem neyðast og/eða eru neyddir til þess að selja líkama sinn eru þyngri en tárum taki.“ Framlag hópsins til þessa mikilvæga verkefnisins er fræðsluefni sem ber heitið „Vopn gegn vændi“ fyrir stjórnendur og starfsfólk gististaða þar sem þeim í framlínunni er kennt að bera kennsl á ýmis einkenni vændissölu. Bryndís Ósk telur að mikil þörf sé á slíkri fræðslu. „Markmiðið er að auka líkur á því að starfsfólk innan hótela og gististaða þekki einkenni vændis og mansals og komi því frekar auga á slíkt, ásamt því að þekkja þá ferla sem æskilegt er að fara eftir samkvæmt lögreglu. Þrátt fyrir fréttir um aukna vændissölu á Íslandi þá tel ég að við Íslendingar séum afar bláeygðir gagnvart slíkri starfsemi og kveikjum ekki endilega á perunni þó svo að slíkt sé í gangi í okkar nærumhverfi,“ segir Bryndís Ósk. Hægt er að nálgast efnið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Framboð vændis hefur aukist mikið á Íslandi undanfarin ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að hverju sinni séu um sextíu einstaklingar að selja sig en mikill meirihluti þeirra eru erlendir einstaklingar sem stoppa stutt við hér á landi. Til þess að sporna við þessu nöturlega samfélagsvandamáli hafa lögregluyfirvöld, Reykjavíkurborg og Samtök ferðaþjónustunnar ýtt úr vör verkefninu „Vopn gegn vændi“ með það fyrir augum að aðstoða hótel og gististaði við að berjast gegn þessum vágesti. Meðal þeirra sem unnið hafa að verkefninu eru sex nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík (MPM), þær Stella Sif Jónsdóttir, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Þórgunnur Jóhannsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir og Bryndís Ósk Björnsdóttir. Aðkoma hópsins að verkefninu hófst þegar sexmenningarnir sátu námskeiðið „Raunhæft verkefni“ sem er hluti af þeirra námi í HR en í því námskeiði vinna nemendur í hópum verkefni að eigin vali, eina krafan er að í því felist samfélagsleg skírskotun á einhvern hátt. Ein úr hópnum las umfjöllun í fjölmiðlum varðandi vinnustofu sem Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar stóð fyrir í október 2018 en þar kynnti sænska baráttukonan Malin Roux leiðir sem sænsku samtökin, Real Stars, hafa farið í baráttunni gegn vændi og mansali og samstarfi samtakanna við hótel og aðra gististaði. Umfjöllunin vakti áhuga og ákveðið var að kanna möguleikann á því að koma að þessari vinnu. „Við settum okkur í samband við starfsmann Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og þar með fór boltinn að rúlla," segir Bryndís Ósk. Hópurinn vann verkefnið í nánu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem opnaði augu þeirra fyrir umfangi vandamálsins. Bryndís Ósk segir að vinnan við verkefnið hafi tekið á. „Manni leið ekki vel í sálinni að vinna þetta verkefni. Aðstæður þeirra sem neyðast og/eða eru neyddir til þess að selja líkama sinn eru þyngri en tárum taki.“ Framlag hópsins til þessa mikilvæga verkefnisins er fræðsluefni sem ber heitið „Vopn gegn vændi“ fyrir stjórnendur og starfsfólk gististaða þar sem þeim í framlínunni er kennt að bera kennsl á ýmis einkenni vændissölu. Bryndís Ósk telur að mikil þörf sé á slíkri fræðslu. „Markmiðið er að auka líkur á því að starfsfólk innan hótela og gististaða þekki einkenni vændis og mansals og komi því frekar auga á slíkt, ásamt því að þekkja þá ferla sem æskilegt er að fara eftir samkvæmt lögreglu. Þrátt fyrir fréttir um aukna vændissölu á Íslandi þá tel ég að við Íslendingar séum afar bláeygðir gagnvart slíkri starfsemi og kveikjum ekki endilega á perunni þó svo að slíkt sé í gangi í okkar nærumhverfi,“ segir Bryndís Ósk. Hægt er að nálgast efnið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira