Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2019 12:22 Dmitry Peskov og Vladimir Pútín. EPA/MAXIM SHEMETOV Yfirvöld Rússlands vonast til þess að ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, opinberi ekki upplýsingar um samtöl hans og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Það samtal hefur leitt til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Trump fyrir embættisbrot. Peskov sagði, samkvæmt Reuters, að það væru ekki hefðbundnir starfshættir að opinbera trúnaðargögn eins og símtöl þjóðarleiðtoga. Þá vonaðist hann til þess að slæmt samband Bandaríkjanna og Rússlands myndi ekki leiða til sambærilegra aðgerða varðandi Rússland.Samtöl Trump og Pútín hafa þó verið umdeild með tilliti til þess að Trump og starfsmenn hans hafa gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að upplýsingar um þau samtöl dreifist. Í minnst einu tilfelli voru glósur túlks Trump til dæmis teknar af henni og henni skipað að ræða fundinn ekki. Það var eftir að Trump og Pútín ræddu saman í Hamborg í Þýskalandi árið 2017. Í kjölfar þess kom í ljós að engar upplýsingar voru til um minnst fimm samskipti forsetanna tveggja, samkvæmt Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Yfirvöld Rússlands vonast til þess að ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, opinberi ekki upplýsingar um samtöl hans og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Það samtal hefur leitt til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Trump fyrir embættisbrot. Peskov sagði, samkvæmt Reuters, að það væru ekki hefðbundnir starfshættir að opinbera trúnaðargögn eins og símtöl þjóðarleiðtoga. Þá vonaðist hann til þess að slæmt samband Bandaríkjanna og Rússlands myndi ekki leiða til sambærilegra aðgerða varðandi Rússland.Samtöl Trump og Pútín hafa þó verið umdeild með tilliti til þess að Trump og starfsmenn hans hafa gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að upplýsingar um þau samtöl dreifist. Í minnst einu tilfelli voru glósur túlks Trump til dæmis teknar af henni og henni skipað að ræða fundinn ekki. Það var eftir að Trump og Pútín ræddu saman í Hamborg í Þýskalandi árið 2017. Í kjölfar þess kom í ljós að engar upplýsingar voru til um minnst fimm samskipti forsetanna tveggja, samkvæmt Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira