Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2019 08:39 Sigmundur Davíð segist varpa þessu fram "í ljósi þess að ráðherra [hafi] fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim“. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann spyr hvort hún telji tilefni til að svokallaðar Klúbbsmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins. Þá spyr hann hvort ráðherra telji að þeir verðskuldi frekari skaðabætur fyrir vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðar af hálfu yfirvalda. Sigmundur Davíð segist varpa þessu fram „í ljósi þess að ráðherra [hafi] fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim“.Í gæsluvarðhaldi í 105 daga Svokallaðir Klúbbsmenn – þeir Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Einar Bollason og Valdimar Olsen – voru handteknir snemma árs 1976 vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þeir sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga.Sjá einnig:Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 árSævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson og Erla Bolladóttir voru síðar sakfelld fyrir að hafa borið rangar sakir á þá Magnús, Einar, Sigurbjörn og Valdimar. Sigurbjörn er nú látinn. Klúbbsmönnum voru greiddar bætur vegna gæsluvarðhaldsvistar sinnar eftir dóm Hæstaréttar árið 1983. Hefur Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, haft þær bætur til viðmiðunar í bótakröfum fyrir sinn skjólstæðing nú.Einar Bollason, Magnús Leópoldsson og Erla Bolladóttir. Einar og Magnús hittust á dögunum í fyrsta skipti síðan árið 1976.Fyrirspurn Sigmundar í heild sinni:1. Í ljósi þess að ráðherra hefur fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim, telur ráðherra rétt að metið verði hvort þeir fjórir einstaklingar sem sannarlega sátu saklausir í einangrunarvist mánuðum saman á fyrri hluta árs 1976, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskuldi frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins?2. Telur ráðherra tilefni til að umræddir aðilar fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins?3. Hefur ráðherra hitt umrædda aðila eða fulltrúa þeirra og ef ekki, væri hann þá reiðubúinn til að hitta þá æski þeir þess? Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann spyr hvort hún telji tilefni til að svokallaðar Klúbbsmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins. Þá spyr hann hvort ráðherra telji að þeir verðskuldi frekari skaðabætur fyrir vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðar af hálfu yfirvalda. Sigmundur Davíð segist varpa þessu fram „í ljósi þess að ráðherra [hafi] fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim“.Í gæsluvarðhaldi í 105 daga Svokallaðir Klúbbsmenn – þeir Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Einar Bollason og Valdimar Olsen – voru handteknir snemma árs 1976 vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þeir sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga.Sjá einnig:Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 árSævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson og Erla Bolladóttir voru síðar sakfelld fyrir að hafa borið rangar sakir á þá Magnús, Einar, Sigurbjörn og Valdimar. Sigurbjörn er nú látinn. Klúbbsmönnum voru greiddar bætur vegna gæsluvarðhaldsvistar sinnar eftir dóm Hæstaréttar árið 1983. Hefur Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, haft þær bætur til viðmiðunar í bótakröfum fyrir sinn skjólstæðing nú.Einar Bollason, Magnús Leópoldsson og Erla Bolladóttir. Einar og Magnús hittust á dögunum í fyrsta skipti síðan árið 1976.Fyrirspurn Sigmundar í heild sinni:1. Í ljósi þess að ráðherra hefur fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim, telur ráðherra rétt að metið verði hvort þeir fjórir einstaklingar sem sannarlega sátu saklausir í einangrunarvist mánuðum saman á fyrri hluta árs 1976, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskuldi frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins?2. Telur ráðherra tilefni til að umræddir aðilar fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins?3. Hefur ráðherra hitt umrædda aðila eða fulltrúa þeirra og ef ekki, væri hann þá reiðubúinn til að hitta þá æski þeir þess?
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49
Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03