33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 20:30 Spilakassar koma við sögu Fréttablaðið/Anton Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginkonunnar á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé.Fjallað hefur verið um ákæruna gegn hjónunum í fjölmiðlum í dag en meðal þess sem komið hefur fram er að skýringin á hversu hátt þau hafi lifað á undanförnum árum sé sú að eiginmanninum hafi gengið svo vel í spilakössum.Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu janúar 2013 til desember 2017 tekið, við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum upp á rúmlega 60 milljónir krónaEr það mismunurinn á milli rekjanlegra útgjalda þeirra á tímabilinu, auk innistæðna og haldlagðs reiðufjár, alls 97,8 milljónir króna og tekna þeirra á sama tímabili samkvæmt opinberum skráningum, alls 37,6 milljónir króna.Í ákærunni segir að ljóst sé að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun.Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Aðrir angar málsins eru enn til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn var í hópi fimm Pólverja sem voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í desember.Vísir/ErnirEkki mögulegt að græða þessar upphæðir í spilakössum á þessum tíma Til þess að leggja mat á skýringar hjónanna í málinu lagðist lögregla í greiningarvinnu á mögulegum spilatíma mannsins í spilasölum. Miðað var við staðsetningu út frá símatækjum og gögn úr staðsendingartækjum. Samkvæmt greiningunni var áætlaður spilatími eiginmannsins talinn vera að meðaltali á bilinu 46 til 311 mínútur á dag.Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna.Líkt og kom fram í fyrri frétt Vísis af málinu er í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga.Í ákærunni kemur einnig fram að eiginkonan hafi keypt nýjan Hunday Tucson bíl hjá BL ehf. þann 31. mars 2017 fyrir 4,3 milljónir. Greitt var fyrir bílinn í reiðufé. Bíllinn hefur verið kyrrsettur og er hann á meðal þess sem héraðssaksóknari fer fram á að verði gerður upptækur. Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginkonunnar á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé.Fjallað hefur verið um ákæruna gegn hjónunum í fjölmiðlum í dag en meðal þess sem komið hefur fram er að skýringin á hversu hátt þau hafi lifað á undanförnum árum sé sú að eiginmanninum hafi gengið svo vel í spilakössum.Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu janúar 2013 til desember 2017 tekið, við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum upp á rúmlega 60 milljónir krónaEr það mismunurinn á milli rekjanlegra útgjalda þeirra á tímabilinu, auk innistæðna og haldlagðs reiðufjár, alls 97,8 milljónir króna og tekna þeirra á sama tímabili samkvæmt opinberum skráningum, alls 37,6 milljónir króna.Í ákærunni segir að ljóst sé að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun.Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Aðrir angar málsins eru enn til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn var í hópi fimm Pólverja sem voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í desember.Vísir/ErnirEkki mögulegt að græða þessar upphæðir í spilakössum á þessum tíma Til þess að leggja mat á skýringar hjónanna í málinu lagðist lögregla í greiningarvinnu á mögulegum spilatíma mannsins í spilasölum. Miðað var við staðsetningu út frá símatækjum og gögn úr staðsendingartækjum. Samkvæmt greiningunni var áætlaður spilatími eiginmannsins talinn vera að meðaltali á bilinu 46 til 311 mínútur á dag.Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna.Líkt og kom fram í fyrri frétt Vísis af málinu er í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga.Í ákærunni kemur einnig fram að eiginkonan hafi keypt nýjan Hunday Tucson bíl hjá BL ehf. þann 31. mars 2017 fyrir 4,3 milljónir. Greitt var fyrir bílinn í reiðufé. Bíllinn hefur verið kyrrsettur og er hann á meðal þess sem héraðssaksóknari fer fram á að verði gerður upptækur.
Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira