Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2019 17:23 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sakar hún forsætisráðherra um að reyna að „þvo alfarið hendur sínar,“ með því að fela sig á bak við það að það sé ríkislögmaður sem reki málið fyrir hönd ríkisins. Tilefnið er greinagerð ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins í greinagerðinni að Guðjón eigi sjálfur að hluta til sök á því að hann var ranglega dæmdur. „Skjólstæðingur ríkislögmanns er íslenska ríkið og fer forsætisráðherra með málefni embættisins. Í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er settur ríkislögmaður þess vegna að koma fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og er því ómögulegt fyrir hæstvirtan forsætisráðherra að þvo alfarið hendur sínar af því sem þar er gert,“ sagði Helga Vala við upphaf þingfundar á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum um störf þingsins.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Vék hún orðum sínum sérstaklega að fréttatilkynningu sem forsætisráðuneytið birti í kjölfar umfjöllunar um greinagerð ríkislögmanns þar sem áréttað er að ríkislögmaður annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu. Hann hafi almennt forræði á kröfugerð og framsetningu málsvarnar og þá er ítrekað í fréttatilkynningunni að ríkisstjórnin hafi stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Fréttatilkynning sem send var frá forsætisráðuneyti í kjölfar birtingar á greinargerð íslenska ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar er því í meira lagi óheppileg svo vægt sé til orða tekið því á henni má skilja að sá aðili sem er í dómsmálinu telji sig enga ábyrgð bera á framsetningu málsins,“ sagði Helga Vala. Það sé vissulega ríkislögmaður sem annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu en rétt er eins og í öðrum málum sé það þannig að það sé aðilinn sjálfur, í þessu tilfelli ríkið, sem er í dómsmálinu en ekki lögmaðurinn. „Sá hvítþvottur sem að hæstvirtur forsætisráðherra setti fram á eigin embætti á föstudaginn var sýndi okkur því miður annað tveggja; áhugaleysi hennar á málinu, hafi hún ekki fylgt því eftir og/eða ábyrgðarleysi sem hún samkvæmt lögum um stjórnarráð má ekki sýna,“ sagði Helga Vala. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að gera sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvald í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Helga Vala er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sakar hún forsætisráðherra um að reyna að „þvo alfarið hendur sínar,“ með því að fela sig á bak við það að það sé ríkislögmaður sem reki málið fyrir hönd ríkisins. Tilefnið er greinagerð ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins í greinagerðinni að Guðjón eigi sjálfur að hluta til sök á því að hann var ranglega dæmdur. „Skjólstæðingur ríkislögmanns er íslenska ríkið og fer forsætisráðherra með málefni embættisins. Í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er settur ríkislögmaður þess vegna að koma fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og er því ómögulegt fyrir hæstvirtan forsætisráðherra að þvo alfarið hendur sínar af því sem þar er gert,“ sagði Helga Vala við upphaf þingfundar á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum um störf þingsins.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Vék hún orðum sínum sérstaklega að fréttatilkynningu sem forsætisráðuneytið birti í kjölfar umfjöllunar um greinagerð ríkislögmanns þar sem áréttað er að ríkislögmaður annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu. Hann hafi almennt forræði á kröfugerð og framsetningu málsvarnar og þá er ítrekað í fréttatilkynningunni að ríkisstjórnin hafi stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Fréttatilkynning sem send var frá forsætisráðuneyti í kjölfar birtingar á greinargerð íslenska ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar er því í meira lagi óheppileg svo vægt sé til orða tekið því á henni má skilja að sá aðili sem er í dómsmálinu telji sig enga ábyrgð bera á framsetningu málsins,“ sagði Helga Vala. Það sé vissulega ríkislögmaður sem annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu en rétt er eins og í öðrum málum sé það þannig að það sé aðilinn sjálfur, í þessu tilfelli ríkið, sem er í dómsmálinu en ekki lögmaðurinn. „Sá hvítþvottur sem að hæstvirtur forsætisráðherra setti fram á eigin embætti á föstudaginn var sýndi okkur því miður annað tveggja; áhugaleysi hennar á málinu, hafi hún ekki fylgt því eftir og/eða ábyrgðarleysi sem hún samkvæmt lögum um stjórnarráð má ekki sýna,“ sagði Helga Vala. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að gera sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvald í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Helga Vala er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24
„Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32
Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00