Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. september 2019 19:15 Búið er að leggja hald á 28 kíló af kókaíni hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum það sem af er ári. Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. Þá eru sex aðrir í varðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl í aðskildum málum, meðal annars Íslendingur sem nýlega hlaut dóm í Bitcoin málinu. Þann 12. september síðastliðinn voru tveir erlendir karlmenn handteknir í Leifsstöð fyrir að hafa reynt að flytja fimm og hálft kíló af kókaíni til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var efnið falið í þremur ferðatöskum sem mennirnir voru með. Þeir ásamt sex örðum eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl. „Yfir heildina eru átta í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/AðsendÞrjú málanna komu upp í september en hin í ágúst. „Í þessum þremur málum sem eru til rannsóknar höfum við lagt hald á sjö kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór en auk mannanna tveggja sem teknir voru með fimm og hálft kíló var íslensk kona á fertugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku en hún var stöðvuð í flugstöðinni með hálft kíló af kókaíni, sem var falið í fimmtíu pakkningum í nærfötum hennar. Nokkrum dögum áður var íslenskur karlmaður, sem hafði komið frá Barcelona á Spáni, stöðvaður á flugvellinum með rúmt kíló af kókaíni í ferðatöskunni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun.Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða mann sem í upphafi árs var dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi í Bitcoin málinu svokallaða, einum stærsta þjófnaði Íslandssögunnar. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem hefur enn ekki tekið það fyrir. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um málið. Þá eru fjórir aðrir í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygsl, frá því í síðasta mánuði. „Það sem af er ári höfum við lagt hald á 38 kíló og þar af eru 28 kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór sem hefur áhyggjur af þróuninni. „Það hlýtur að vera markaður fyrir þetta fyrst menn eru að reyna þetta í svona miklu magni, það liggir fyrir,“ segir Jón Halldór. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. Þá eru sex aðrir í varðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl í aðskildum málum, meðal annars Íslendingur sem nýlega hlaut dóm í Bitcoin málinu. Þann 12. september síðastliðinn voru tveir erlendir karlmenn handteknir í Leifsstöð fyrir að hafa reynt að flytja fimm og hálft kíló af kókaíni til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var efnið falið í þremur ferðatöskum sem mennirnir voru með. Þeir ásamt sex örðum eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl. „Yfir heildina eru átta í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/AðsendÞrjú málanna komu upp í september en hin í ágúst. „Í þessum þremur málum sem eru til rannsóknar höfum við lagt hald á sjö kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór en auk mannanna tveggja sem teknir voru með fimm og hálft kíló var íslensk kona á fertugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku en hún var stöðvuð í flugstöðinni með hálft kíló af kókaíni, sem var falið í fimmtíu pakkningum í nærfötum hennar. Nokkrum dögum áður var íslenskur karlmaður, sem hafði komið frá Barcelona á Spáni, stöðvaður á flugvellinum með rúmt kíló af kókaíni í ferðatöskunni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun.Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða mann sem í upphafi árs var dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi í Bitcoin málinu svokallaða, einum stærsta þjófnaði Íslandssögunnar. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem hefur enn ekki tekið það fyrir. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um málið. Þá eru fjórir aðrir í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygsl, frá því í síðasta mánuði. „Það sem af er ári höfum við lagt hald á 38 kíló og þar af eru 28 kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór sem hefur áhyggjur af þróuninni. „Það hlýtur að vera markaður fyrir þetta fyrst menn eru að reyna þetta í svona miklu magni, það liggir fyrir,“ segir Jón Halldór.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11