Vilja rannsókn á ákæru- og dómsvaldi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2019 06:00 Rannsóknarlögreglumaðurinn Karl Schütz ásamt hinum fræga Leirfinni. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Tillaga til þingsályktunar um skipun rannsóknarnefndar til að kanna starfshætti ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er í lokavinnslu á Alþingi. Samkvæmt greinargerð með tillögunni er tilgangur hennar að „fá loksins skiljanlegan botn í hin gömlu Guðmundar- og Geirfinnsmál með rannsókn á mögulegri misbeitingu valds og ólögmætum aðferðum, þeim veigamiklu þáttum sem réttarkerfið hefur aldrei treyst sér til að taka til skoðunar.“ Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helga Vala Helgadóttir, en samflokksmenn hennar í Samfylkingunni flytja málið með henni. Í tillögunni er lagt til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, „sem geri sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Nefndin kanni hvort og þá hvaða meinbugir voru á starfsháttum ákæruvalds og lögreglu við meðferð málanna sem og málsmeðferð fyrir dómi. Rannsóknin taki einnig til aðkomu þýska rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz.“ Í greinargerð með tillögunni eru tiltekin nokkur dæmi sem flutningsmenn telja að rannsaka þurfi nánar; svo sem ítrekuð brot á réttarfarsreglum, fjarvistarsannanir sem ekki voru kannaðar og fölsuð gögn sem lögð voru fram í sakadómi. Flutningsmenn nefna einnig síðari tíma dæmi af aðdraganda endurupptökunnar. Vísað er til gagna um meinta refsiverða háttsemi rannsakenda sem endurupptökunefnd er sögð hafa stungið undir stól en nefndin féllst ekki á að refsiverð háttsemi starfsmanna réttarkerfisins væri grundvöllur endurupptöku. Þetta þurfi að rannsaka. Þá er einnig lögð áhersla á að rannsaka þurfi sérstaklega mögulegan þátt rannsakenda í því að þrjú ungmennanna, sem sakfelld voru á sínum tíma, báru sakir á svokallaða Klúbbmenn. En þau hafa enn ekki verið sýknuð af þeim röngu sakargiftum sem þau voru sakfelld fyrir Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Segir ríkið hafna nútímavísindum til þess að „fara sem verst með sakborningana“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sem stefnt hefur ríkinu til greiðslu bóta með dráttarvöxtum upp á 1,3 milljarða króna, segir ríkislögmann ekki vera sjálfstæða stofnun. 22. september 2019 18:00 Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1990. 22. september 2019 11:39 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Tillaga til þingsályktunar um skipun rannsóknarnefndar til að kanna starfshætti ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er í lokavinnslu á Alþingi. Samkvæmt greinargerð með tillögunni er tilgangur hennar að „fá loksins skiljanlegan botn í hin gömlu Guðmundar- og Geirfinnsmál með rannsókn á mögulegri misbeitingu valds og ólögmætum aðferðum, þeim veigamiklu þáttum sem réttarkerfið hefur aldrei treyst sér til að taka til skoðunar.“ Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helga Vala Helgadóttir, en samflokksmenn hennar í Samfylkingunni flytja málið með henni. Í tillögunni er lagt til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, „sem geri sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Nefndin kanni hvort og þá hvaða meinbugir voru á starfsháttum ákæruvalds og lögreglu við meðferð málanna sem og málsmeðferð fyrir dómi. Rannsóknin taki einnig til aðkomu þýska rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz.“ Í greinargerð með tillögunni eru tiltekin nokkur dæmi sem flutningsmenn telja að rannsaka þurfi nánar; svo sem ítrekuð brot á réttarfarsreglum, fjarvistarsannanir sem ekki voru kannaðar og fölsuð gögn sem lögð voru fram í sakadómi. Flutningsmenn nefna einnig síðari tíma dæmi af aðdraganda endurupptökunnar. Vísað er til gagna um meinta refsiverða háttsemi rannsakenda sem endurupptökunefnd er sögð hafa stungið undir stól en nefndin féllst ekki á að refsiverð háttsemi starfsmanna réttarkerfisins væri grundvöllur endurupptöku. Þetta þurfi að rannsaka. Þá er einnig lögð áhersla á að rannsaka þurfi sérstaklega mögulegan þátt rannsakenda í því að þrjú ungmennanna, sem sakfelld voru á sínum tíma, báru sakir á svokallaða Klúbbmenn. En þau hafa enn ekki verið sýknuð af þeim röngu sakargiftum sem þau voru sakfelld fyrir
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Segir ríkið hafna nútímavísindum til þess að „fara sem verst með sakborningana“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sem stefnt hefur ríkinu til greiðslu bóta með dráttarvöxtum upp á 1,3 milljarða króna, segir ríkislögmann ekki vera sjálfstæða stofnun. 22. september 2019 18:00 Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1990. 22. september 2019 11:39 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Segir ríkið hafna nútímavísindum til þess að „fara sem verst með sakborningana“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sem stefnt hefur ríkinu til greiðslu bóta með dráttarvöxtum upp á 1,3 milljarða króna, segir ríkislögmann ekki vera sjálfstæða stofnun. 22. september 2019 18:00
Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1990. 22. september 2019 11:39
„Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32