Segir greinargerð ríkislögmanns grimma Sylvía Hall skrifar 22. september 2019 19:58 Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir þá stöðu sem er komin upp í máli sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum vera eins og kjaftshögg fyrir aðila málsins. Hún tekur undir orð Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, að það sé óásættanlegt að fólk þyrfti að leita ítrekað réttar síns í dómsölum yfir svo langan tíma. Hanna Katrín og Rósa Björk voru gestir Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínan í dag þar sem þau ræddu stöðu mála í Guðmundar- og Gerfinnsmálinu. „Mér finnst það óumdeilanlegt að það hefði verið hægt að gera betur þarna og verið hægt að gera kröfu til stjórnvalda að gera þetta betur. Það kom fram í máli Ragnars að það voru aðrar upphæðir uppi á borðinu, ekki sú sem boðin var sem endanleg ítrasta krafa, það var verið að upphæðir sem hefðu getað lent málinu hefði það verið tekið áfram,“ segir Hanna Katrín. Hún segir greinargerð ríkislögmanns í málinu vera grimma. Það sé ekki hægt að líta svo á að ríkislögmaður sé einn ábyrgur fyrir greinargerðinni þar sem hann er ekki sjálfstæð stofnun. Ríkisstjórnin beri einnig ábyrgð.Sjá einnig: Segir ríkið hafna nútímavísindum til þess að „fara sem verst með sakborningana“ „Það er greinargerðin sem er málsvörn ríkisstjórnarinnar í þessu máli og það er hún sem segir allt sem segja þarf um afstöðuna. Ég vona að henni verði breytt en það er þannig, þetta er málsvörn ríkisstjórnarinnar í þessu máli,“ segir Hanna Katrín og ítrekar ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „Ef að menn ætla að halda því fram að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi ekki séð þessa greinargerð, þá bara koma þeir fram og segja það. Það hefur enginn sagt það.“ Rósa Björk útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í með þeim hætti sem mögulegt er og að hennar sögn er það hálfnauðsynlegt. Greinargerðin sé ekki í samræmi við fyrri ummæli forsætisráðherra. „Ég held að það þurfi að stíga inn þarna. Greinargerðin og hluti af greinargerðinni og sú agressífa lína og tónn sem þar er gefinn er í engu samræmi afsökunarbeiðni forsætisráðherra og þann sáttavilja sem hún sýndi með því að koma á fót sáttanefnd,“ segir Rósa Björk. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Víglínan Tengdar fréttir Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1990. 22. september 2019 11:39 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir þá stöðu sem er komin upp í máli sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum vera eins og kjaftshögg fyrir aðila málsins. Hún tekur undir orð Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, að það sé óásættanlegt að fólk þyrfti að leita ítrekað réttar síns í dómsölum yfir svo langan tíma. Hanna Katrín og Rósa Björk voru gestir Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínan í dag þar sem þau ræddu stöðu mála í Guðmundar- og Gerfinnsmálinu. „Mér finnst það óumdeilanlegt að það hefði verið hægt að gera betur þarna og verið hægt að gera kröfu til stjórnvalda að gera þetta betur. Það kom fram í máli Ragnars að það voru aðrar upphæðir uppi á borðinu, ekki sú sem boðin var sem endanleg ítrasta krafa, það var verið að upphæðir sem hefðu getað lent málinu hefði það verið tekið áfram,“ segir Hanna Katrín. Hún segir greinargerð ríkislögmanns í málinu vera grimma. Það sé ekki hægt að líta svo á að ríkislögmaður sé einn ábyrgur fyrir greinargerðinni þar sem hann er ekki sjálfstæð stofnun. Ríkisstjórnin beri einnig ábyrgð.Sjá einnig: Segir ríkið hafna nútímavísindum til þess að „fara sem verst með sakborningana“ „Það er greinargerðin sem er málsvörn ríkisstjórnarinnar í þessu máli og það er hún sem segir allt sem segja þarf um afstöðuna. Ég vona að henni verði breytt en það er þannig, þetta er málsvörn ríkisstjórnarinnar í þessu máli,“ segir Hanna Katrín og ítrekar ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „Ef að menn ætla að halda því fram að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi ekki séð þessa greinargerð, þá bara koma þeir fram og segja það. Það hefur enginn sagt það.“ Rósa Björk útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í með þeim hætti sem mögulegt er og að hennar sögn er það hálfnauðsynlegt. Greinargerðin sé ekki í samræmi við fyrri ummæli forsætisráðherra. „Ég held að það þurfi að stíga inn þarna. Greinargerðin og hluti af greinargerðinni og sú agressífa lína og tónn sem þar er gefinn er í engu samræmi afsökunarbeiðni forsætisráðherra og þann sáttavilja sem hún sýndi með því að koma á fót sáttanefnd,“ segir Rósa Björk.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Víglínan Tengdar fréttir Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1990. 22. september 2019 11:39 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00
Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1990. 22. september 2019 11:39
Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51