Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. september 2019 06:15 Kveðinn var upp nýr dómur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í september í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór Ríkið krefst sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Í þeim lögum sem giltu á áttunda áratugnum, þegar Geirfinnsmálið var til rannsóknar, var kveðið á um sex mánaða fyrningarfrest bótakrafna í kjölfar sýknudóms. Lögin sem ríkið vísar til eru löngu brottfallin en ríkið telur þau eiga að gilda um kröfur Guðjóns. Ekki er tekið mið af þeim sáttaviðræðum sem forsætisráðherra boðaði til strax í kjölfar uppkvaðningar dómsins í umfjöllun ríkisins um fyrningarfrestinn. Viðræðurnar stóðu fram á vor og lagði sáttanefnd forsætisráðherra fram tilboð um greiðslu fjárhæðar til Guðjóns 28. mars síðastliðinn en þá voru sex mánuðir liðnir frá uppkvaðningu dómsins 27. september 2018. Fjallað er nánar um starf sáttanefndarinnar á frettabladid.is í dag. Réttur til bóta var umtalsvert þrengri í þeim brottföllnu lögum sem ríkið telur að byggja eigi á og annars kveðið á um að bætur fyrir gæsluvarðhald mætti aðeins greiða ef sökunautur hefði ekki með vísvitandi og stórvægilega gáleysislegu ólögmætu framferði valdið þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á. Er í greinargerðinni vísað til fjölmargra ummæla Guðjóns meðan á rannsókn málsins stóð sem renna eiga stoðum undir ábyrgð Guðjóns sjálfs á aðgerðum rannsakenda.Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Fréttablaðið/EyþórAð mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu, um málsatvik sem þar eru rakin ítarlega „þar til það gagnstæða er sannað“. Sýknudómurinn frá 2018 hafi ekki vægi um annað en úrslit sakarefnis en í honum sé ekki fjallað um málsatvik heldur einungis vísað til kröfugerðar ákæruvaldsins. Að þessu sögðu eru færð rök fyrir því að þau gögn, sem aflað hefur verið á undanförnum árum til að styðja við endurupptöku og að lokum sýknu Guðjóns, geti ekki talist til sönnunargagna í málinu. Vísar ríkið meðal annars til „meints vanhæfis sérfræðiráðgjafa“ og á þar við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing en hann komst að þeirri niðurstöðu í sérfræðiáliti að játningar Guðjóns í málinu væru falskar. Úrskurður endurupptökunefndar í máli Guðjóns telur 922 blaðsíður og hefur meðal annars að geyma ítarlega útlistun á sönnunargildi og áreiðanleika játninga, aðstæðum í gæsluvarðhaldi og einangrun, lyfjagjöf, rannsóknar- og yfirheyrsluaðferðum, aðgengi að verjanda, greiningu á því hvort sönnunargögn hafi verið rangt metin og hvort verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins. Að mati ríkisins getur úrskurður nefndarinnar ekki gengið framar sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 sem sönnunargagn um málsatvik, enda hið síðarnefnda dómur. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir fullyrðingar ríkisins um sönnunargildi nýrra gagna og gildi sýknudómsins rangar. Hæstiréttur hafi í fyrra fallist á mat endurupptökunefndarinnar en í dómi Hæstaréttar segir: „Hvorki eru sérstakir annmarkar á málsmeðferð endurupptökunefndar né mati hennar á þýðingu nýrra gagna.“ Þá hafnar ríkið málsástæðum Guðjóns um ólögmætar rannsóknaraðferðir rannsakenda málsins og ómannúðlega meðferð sem hann mátti þola en til hennar var meðal annars vísað í afsökunarbeiðni forsætisráðherra í fyrra. Í greinargerð ríkisins segir um þetta: „Af hálfu stefnda [ríkisins] er öllum ávirðingum gagnvart lögreglu og dómstólum, svo og ásökunum um meinta refsiverða háttsemi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla [...] hafnað, enda ósannaðar með öllu.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ríkið krefst sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Í þeim lögum sem giltu á áttunda áratugnum, þegar Geirfinnsmálið var til rannsóknar, var kveðið á um sex mánaða fyrningarfrest bótakrafna í kjölfar sýknudóms. Lögin sem ríkið vísar til eru löngu brottfallin en ríkið telur þau eiga að gilda um kröfur Guðjóns. Ekki er tekið mið af þeim sáttaviðræðum sem forsætisráðherra boðaði til strax í kjölfar uppkvaðningar dómsins í umfjöllun ríkisins um fyrningarfrestinn. Viðræðurnar stóðu fram á vor og lagði sáttanefnd forsætisráðherra fram tilboð um greiðslu fjárhæðar til Guðjóns 28. mars síðastliðinn en þá voru sex mánuðir liðnir frá uppkvaðningu dómsins 27. september 2018. Fjallað er nánar um starf sáttanefndarinnar á frettabladid.is í dag. Réttur til bóta var umtalsvert þrengri í þeim brottföllnu lögum sem ríkið telur að byggja eigi á og annars kveðið á um að bætur fyrir gæsluvarðhald mætti aðeins greiða ef sökunautur hefði ekki með vísvitandi og stórvægilega gáleysislegu ólögmætu framferði valdið þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á. Er í greinargerðinni vísað til fjölmargra ummæla Guðjóns meðan á rannsókn málsins stóð sem renna eiga stoðum undir ábyrgð Guðjóns sjálfs á aðgerðum rannsakenda.Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Fréttablaðið/EyþórAð mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu, um málsatvik sem þar eru rakin ítarlega „þar til það gagnstæða er sannað“. Sýknudómurinn frá 2018 hafi ekki vægi um annað en úrslit sakarefnis en í honum sé ekki fjallað um málsatvik heldur einungis vísað til kröfugerðar ákæruvaldsins. Að þessu sögðu eru færð rök fyrir því að þau gögn, sem aflað hefur verið á undanförnum árum til að styðja við endurupptöku og að lokum sýknu Guðjóns, geti ekki talist til sönnunargagna í málinu. Vísar ríkið meðal annars til „meints vanhæfis sérfræðiráðgjafa“ og á þar við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing en hann komst að þeirri niðurstöðu í sérfræðiáliti að játningar Guðjóns í málinu væru falskar. Úrskurður endurupptökunefndar í máli Guðjóns telur 922 blaðsíður og hefur meðal annars að geyma ítarlega útlistun á sönnunargildi og áreiðanleika játninga, aðstæðum í gæsluvarðhaldi og einangrun, lyfjagjöf, rannsóknar- og yfirheyrsluaðferðum, aðgengi að verjanda, greiningu á því hvort sönnunargögn hafi verið rangt metin og hvort verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins. Að mati ríkisins getur úrskurður nefndarinnar ekki gengið framar sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 sem sönnunargagn um málsatvik, enda hið síðarnefnda dómur. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir fullyrðingar ríkisins um sönnunargildi nýrra gagna og gildi sýknudómsins rangar. Hæstiréttur hafi í fyrra fallist á mat endurupptökunefndarinnar en í dómi Hæstaréttar segir: „Hvorki eru sérstakir annmarkar á málsmeðferð endurupptökunefndar né mati hennar á þýðingu nýrra gagna.“ Þá hafnar ríkið málsástæðum Guðjóns um ólögmætar rannsóknaraðferðir rannsakenda málsins og ómannúðlega meðferð sem hann mátti þola en til hennar var meðal annars vísað í afsökunarbeiðni forsætisráðherra í fyrra. Í greinargerð ríkisins segir um þetta: „Af hálfu stefnda [ríkisins] er öllum ávirðingum gagnvart lögreglu og dómstólum, svo og ásökunum um meinta refsiverða háttsemi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla [...] hafnað, enda ósannaðar með öllu.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira