Helgi segir að talsverðu magni af verkfærum hafi verið stolið frá verktökum en tilkynnt var um stuldinn í morgun.
Unnið er að byggingu nýrra höfuðstöðva Hafró við Fornubúðir.
Talsverðar tafir hafa orðið á framkvæmdinni en á vef Hafró segir að nýbyggingin verði 4.080 fermetra skrifstofu- og rannsóknarými, tengd 1.400 fermetra eldri byggingu sem í verður geymsla, verkstæði og útgerðaraðstaða.