„Eldstöðin er að minna á sig“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. október 2019 12:52 Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Náttúruvársérfræðingur segir að aukin skjálftavirkni í Heklu þurfi ekki endilega að vera fyrirboði goss en Veðurstofa Íslands hefur nýlega stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni við eldstöðina en hið nýja vöktunarkerfi sýnir fleiri og minni skjálfta. Vísir/vilhelm Tíu jarðskjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tvemur sólarhringum. Veðurstofan hefur gert almannavörnum viðvart. Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Aukin skjálftavirkni þarf þó ekki endilega að þýða að Hekla muni gjósa í bráð að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hekla er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi. Aukin skjálftavirkni hefur verið í fjallinu frá því í gærmorgun en skjálftarnir hafa þó verið tiltölulega litlir og flestir innan við einn að stærð. „Þetta hófst snemma í gærmorgunn, á milli þrjú og fjögur en síðan þá hafa mælst tíu skjálftar í heklu og þar af eru þrír sem eru stærri en einn að stærð og stærsti er 1,5,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Síðast mældist skjálfti í nótt, hann var 0.8 að stærð.Hvaða þýðir þessi aukna virkni?Þetta náttúrulega þýðir að eldstöðin er að minna á sig, sýna að hún sé lifandi. Við höfum stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni eldstöðvarinnar þannig að núna erum við í rauninni að sjá fleiri og minni skjálfta en við höfum gert áður þannig að við erum enn að læra inn á þetta nýja kerfi og hvað þetta þýðir.En eru líkur á gosi?Eins og staðan er núna þá sjáum við ekkert annað heldur en þessa litlu aukingu í skjálftum. Við erum með gasmæla og aflögunarmæla í nágrenni við fjallið. Við höfum ekki séð neinar aðrar breytingar heldur en þetta þannig að svö stöddu er ekkert sem bendir til þess akkúrat núna.“ Skjálftavirkni er ekki óeðlileg í Heklu en það sem vekur athygli er hversu stutt millibil er á skjálftunum. Jú, það er ekki mjög oft sem við höfum verið að mæla þetta marga skjálfta á sama sólarhringnum. Það hefur alveg komið fyrir en það er ekki það mikil skjálftavirkni í Heklu, samanborið við aðrar eldstöðvar, svona þessar virku, eins og Bárðarbungu. Segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Haft var samband við almannavarnir í gær og almannavarnir upplýsa viðbragðsaðila um stöðuna hverju sinni.Tíu skjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tveimur sólarhringum. Flestir skjálftarnir eru þó innan við einn að stærð.Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Tengdar fréttir Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Tíu jarðskjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tvemur sólarhringum. Veðurstofan hefur gert almannavörnum viðvart. Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Aukin skjálftavirkni þarf þó ekki endilega að þýða að Hekla muni gjósa í bráð að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hekla er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi. Aukin skjálftavirkni hefur verið í fjallinu frá því í gærmorgun en skjálftarnir hafa þó verið tiltölulega litlir og flestir innan við einn að stærð. „Þetta hófst snemma í gærmorgunn, á milli þrjú og fjögur en síðan þá hafa mælst tíu skjálftar í heklu og þar af eru þrír sem eru stærri en einn að stærð og stærsti er 1,5,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Síðast mældist skjálfti í nótt, hann var 0.8 að stærð.Hvaða þýðir þessi aukna virkni?Þetta náttúrulega þýðir að eldstöðin er að minna á sig, sýna að hún sé lifandi. Við höfum stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni eldstöðvarinnar þannig að núna erum við í rauninni að sjá fleiri og minni skjálfta en við höfum gert áður þannig að við erum enn að læra inn á þetta nýja kerfi og hvað þetta þýðir.En eru líkur á gosi?Eins og staðan er núna þá sjáum við ekkert annað heldur en þessa litlu aukingu í skjálftum. Við erum með gasmæla og aflögunarmæla í nágrenni við fjallið. Við höfum ekki séð neinar aðrar breytingar heldur en þetta þannig að svö stöddu er ekkert sem bendir til þess akkúrat núna.“ Skjálftavirkni er ekki óeðlileg í Heklu en það sem vekur athygli er hversu stutt millibil er á skjálftunum. Jú, það er ekki mjög oft sem við höfum verið að mæla þetta marga skjálfta á sama sólarhringnum. Það hefur alveg komið fyrir en það er ekki það mikil skjálftavirkni í Heklu, samanborið við aðrar eldstöðvar, svona þessar virku, eins og Bárðarbungu. Segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Haft var samband við almannavarnir í gær og almannavarnir upplýsa viðbragðsaðila um stöðuna hverju sinni.Tíu skjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tveimur sólarhringum. Flestir skjálftarnir eru þó innan við einn að stærð.Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Tengdar fréttir Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36