„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í kvöld. „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Frumvarpið mælir fyrir um heimild til sanngirnisbóta til þeirra fimm einstaklinga sem sýknaðir voru og eftir atvikum til fjölskyldna þeirra. Samhliða er kveðið á um að samningaviðræður um bætur haldi áfram undir handleiðslu forsætisráðherra. Bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu efasemdnum um frumvarpið í umræðu um það sem nú stendur yfir á Alþingi.Sjá einnig: Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði kvatt sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta áður en Katrín mælti fyrir frumvarpinu og lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi með öllu óeðlilegt að verið væri að taka málið fyrir á vettvangi Alþingis. „Ég get ekki fallist á þann málflutning,” sagði Katrín. Katrín sagði meðal annars að ríkisstjórnin hafi þegar beðið sakborninga og aðra sem átt hafi um sárt að binda vegna málsins afsökunar. Þetta frumvarp lúti aðeins að fjárhagslegum hliðum málsins og bótagreiðslum. Ríkisstjórnin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna málsins síðan greinagerð ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninganna sem sýknaðir voru í endurupptöku málsins í fyrra, komst í kastljós fjölmiðla.Ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum Ekki hefur hingað til tekist að semja um bótagreiðslur á vettvangi sáttanefndar og því höfðaði Guðjón Skarphéðinsson bótamál fyrir dómstólum. Í greinagerð setts ríkislögmanns er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Fram kom í máli Katrínar á Alþingi í kvöld að ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum í málinu verði frumvarpið sem hún mælti fyrir í kvöld að lögum. Það sé eitt af því sem komið hafi út úr fundum hennar með settum ríkislögmanni í málinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar kveðst hvorki skilja upp né niður í frumvarpinu. Þegar séu til lög sem heimili bótagreiðslur til þeirra sem sýknaðir eru í sakamálum. „Af hverju að leggja þetta fram, af hverju er látið eins og þetta sé nauðsynleg lagasetning, ég bara átta mig alls ekki á því,” sagði Helga Vala. Í svari sínu sagði Katrín að lögfræðingar hennar í forsætisráðuneytinu hafi metið það svo að gera þyrfti slíka lagabreytingu, meðal annars til þess að sérstök heimild verði til staðar til að greiða bætur til aðstandenda þeirra sem látnir eru. „Það er ástæðan fyrir því að þetta kemur inn í formi lagafrumvarps,” sagði Katrín. Þá spurði Helga Vala einnig um stöðu Erlu Bolladóttur en mál hennar var ekki endurupptekið en hún hlaut á sínum tíma aðeins dóm fyrir rangar sakagiftir en ekki fyrir aðild að mannshvarfi eða manndrápi. Frumvarpið nær ekki til Erlu Bolladóttur þar sem hún er ekki í hópi þeirra sem sýknaðir voru. En það voru ekki aðeins þingmenn stjórnarandstöðunnar sem lýstu efasemdum um þá leið sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara í málinu. „Er ekki eðlilegast að ljúka þessu máli fyrir dómstólum?” spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kveðst hugsi yfir frumvarpinu. Katrín svaraði meðal annars á þá leið að „landslið lögfræðinga” sem hafi skoðað málið meti það sem svo að ekki dugi að ljúka því fyrir dómstólum. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
„Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Frumvarpið mælir fyrir um heimild til sanngirnisbóta til þeirra fimm einstaklinga sem sýknaðir voru og eftir atvikum til fjölskyldna þeirra. Samhliða er kveðið á um að samningaviðræður um bætur haldi áfram undir handleiðslu forsætisráðherra. Bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu efasemdnum um frumvarpið í umræðu um það sem nú stendur yfir á Alþingi.Sjá einnig: Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði kvatt sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta áður en Katrín mælti fyrir frumvarpinu og lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi með öllu óeðlilegt að verið væri að taka málið fyrir á vettvangi Alþingis. „Ég get ekki fallist á þann málflutning,” sagði Katrín. Katrín sagði meðal annars að ríkisstjórnin hafi þegar beðið sakborninga og aðra sem átt hafi um sárt að binda vegna málsins afsökunar. Þetta frumvarp lúti aðeins að fjárhagslegum hliðum málsins og bótagreiðslum. Ríkisstjórnin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna málsins síðan greinagerð ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninganna sem sýknaðir voru í endurupptöku málsins í fyrra, komst í kastljós fjölmiðla.Ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum Ekki hefur hingað til tekist að semja um bótagreiðslur á vettvangi sáttanefndar og því höfðaði Guðjón Skarphéðinsson bótamál fyrir dómstólum. Í greinagerð setts ríkislögmanns er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Fram kom í máli Katrínar á Alþingi í kvöld að ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum í málinu verði frumvarpið sem hún mælti fyrir í kvöld að lögum. Það sé eitt af því sem komið hafi út úr fundum hennar með settum ríkislögmanni í málinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar kveðst hvorki skilja upp né niður í frumvarpinu. Þegar séu til lög sem heimili bótagreiðslur til þeirra sem sýknaðir eru í sakamálum. „Af hverju að leggja þetta fram, af hverju er látið eins og þetta sé nauðsynleg lagasetning, ég bara átta mig alls ekki á því,” sagði Helga Vala. Í svari sínu sagði Katrín að lögfræðingar hennar í forsætisráðuneytinu hafi metið það svo að gera þyrfti slíka lagabreytingu, meðal annars til þess að sérstök heimild verði til staðar til að greiða bætur til aðstandenda þeirra sem látnir eru. „Það er ástæðan fyrir því að þetta kemur inn í formi lagafrumvarps,” sagði Katrín. Þá spurði Helga Vala einnig um stöðu Erlu Bolladóttur en mál hennar var ekki endurupptekið en hún hlaut á sínum tíma aðeins dóm fyrir rangar sakagiftir en ekki fyrir aðild að mannshvarfi eða manndrápi. Frumvarpið nær ekki til Erlu Bolladóttur þar sem hún er ekki í hópi þeirra sem sýknaðir voru. En það voru ekki aðeins þingmenn stjórnarandstöðunnar sem lýstu efasemdum um þá leið sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara í málinu. „Er ekki eðlilegast að ljúka þessu máli fyrir dómstólum?” spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kveðst hugsi yfir frumvarpinu. Katrín svaraði meðal annars á þá leið að „landslið lögfræðinga” sem hafi skoðað málið meti það sem svo að ekki dugi að ljúka því fyrir dómstólum.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira