Grunur um að Íslendingar kaupi barnaníð sem streymt er beint á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. október 2019 18:30 Lögreglan í Danmörku hefur síðustu fimm ár rannsakað 25 mál sem snúa að kaupum á barnaníð í gegnum netið. Mennirnir sitja þá fyrir framan tölvuna og panta það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem er jafnvel hinum megin á hnettinum. Eingöngu sjö Danir hafa verið dæmdir og þar af fimm á síðasta ári. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, segir lögreglu líta á þessi brot sem ein alvarlegustu brot sem hægt er að fremja. „Þú getur óskað eftir tilteknu broti og selt aðgang að því. Þessu er streymt í gegnum netið á sama tíma og þetta á sér stað,“ segir hann. Flestir mannanna sem panta brot og dreifa þeim búa í Evrópu og flest börnin sem verða fyrir brotunum búa í Asíu. Lögregla rannsakar nú hvort Íslendingar taki þátt í brotastarfseminni. „Við höfum fengið ábendingar frá erlendum aðilum um að Íslendingar séu að tengjast inn í margs konar brot sem eru á netinu. Þannig að það er ástæðan fyrir því að við viljum stíga meira inn í þessa rannsókn,“ segir Karl Steinar.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Fátækir forelrar selja börnin Danska ríkisútvarpið (DR) gerði fréttaskýringu um málið í september. Þar er rætt við börn í Filipseyjum sem hafa verið tekin af foreldrum sínum en yfirleitt eru það foreldrar eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem hafa milligöngu um kaupin, taka við peningunum og framkvæma brotið á barninu í beinni útsendingu. Einnig var rætt við móður sem sagðist hafa gert þetta því hún hafi þurft á peningunum að halda. Brotin fara fram á hulduneti þar sem barnaníðingar athafna sig og eru sögð sérstaklega gróf þar sem brotamenn eru varðir bakvið tölvuskjá í tugþúsunda kílómetra fjarlægð frá barninu. Hér á Íslandi hefur rannsókn kynferðisbrota verið breytt vegna netsins og nýrra leiða barnaníðinga. „Við höfum ekki verið að sinna þessu og ekki horft á þetta nægilega alvarlega augum. En við höfum áhuga á að breyta því,“ segir Karl Steinar. Danmörk Kynferðisofbeldi Lögreglumál Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Lögreglan í Danmörku hefur síðustu fimm ár rannsakað 25 mál sem snúa að kaupum á barnaníð í gegnum netið. Mennirnir sitja þá fyrir framan tölvuna og panta það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem er jafnvel hinum megin á hnettinum. Eingöngu sjö Danir hafa verið dæmdir og þar af fimm á síðasta ári. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, segir lögreglu líta á þessi brot sem ein alvarlegustu brot sem hægt er að fremja. „Þú getur óskað eftir tilteknu broti og selt aðgang að því. Þessu er streymt í gegnum netið á sama tíma og þetta á sér stað,“ segir hann. Flestir mannanna sem panta brot og dreifa þeim búa í Evrópu og flest börnin sem verða fyrir brotunum búa í Asíu. Lögregla rannsakar nú hvort Íslendingar taki þátt í brotastarfseminni. „Við höfum fengið ábendingar frá erlendum aðilum um að Íslendingar séu að tengjast inn í margs konar brot sem eru á netinu. Þannig að það er ástæðan fyrir því að við viljum stíga meira inn í þessa rannsókn,“ segir Karl Steinar.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Fátækir forelrar selja börnin Danska ríkisútvarpið (DR) gerði fréttaskýringu um málið í september. Þar er rætt við börn í Filipseyjum sem hafa verið tekin af foreldrum sínum en yfirleitt eru það foreldrar eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem hafa milligöngu um kaupin, taka við peningunum og framkvæma brotið á barninu í beinni útsendingu. Einnig var rætt við móður sem sagðist hafa gert þetta því hún hafi þurft á peningunum að halda. Brotin fara fram á hulduneti þar sem barnaníðingar athafna sig og eru sögð sérstaklega gróf þar sem brotamenn eru varðir bakvið tölvuskjá í tugþúsunda kílómetra fjarlægð frá barninu. Hér á Íslandi hefur rannsókn kynferðisbrota verið breytt vegna netsins og nýrra leiða barnaníðinga. „Við höfum ekki verið að sinna þessu og ekki horft á þetta nægilega alvarlega augum. En við höfum áhuga á að breyta því,“ segir Karl Steinar.
Danmörk Kynferðisofbeldi Lögreglumál Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira