Aðgát í nærveru frétta Guðmundur Steingrímsson skrifar 7. október 2019 07:00 Í gamla daga, þegar maður var patti, var fullorðna fólkið endalaust að hlusta eða horfa á fréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á fréttirnar þá var það að hlusta á veðurfréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á veðurfréttir þá dánarfréttir. Og jarðarfarir. Og tíðindi af skipakomum. Kvöldfréttatímarnir voru heilagastir. Manni var gert að hafa sig hægan við matarborðið á meðan alvörugefinn þulur reifaði tíðindi dagsins og lágmæltir viðmælendur sögðu álit sitt á stöðu málanna eða sökudólgar í uppnámi freistuðu þess hraðmæltir að snúa vörn í sókn. Fréttastefið gamla hljómar enn í huganum, eins og bergmál frá horfnum tíma. Ég mun alltaf geta raulað það. Það kæmi mér ekki á óvart ef það yrði síðasta stef ið sem ég raulaði fyrir munni mér þegar ég geng gráhærður og tannlaus út í mannskætt óveður hamfarahlýnunar árið 2072, hundrað ára gamall, til að deyja. Öll kvöld. Alltaf. Í fréttum er þetta helst. Horfur slæmar fyrir botni Miðjarðarhafs. Afli línubáta með lakara móti. Líkur á djúpum haustlægðum. Smygl afhjúpað. Fyrirtæki gjaldþrota. Drykkja í miðbænum. Viðhaldi bygginga ábótavant. Óværa í trjágróðri. Verkfallsaðgerðir. Launaskrið. Verg þjóðarframleiðsla. Gjaldeyrisvaraforði. Erjur. Vandi. Stríð.Breytt samband við bölið Á síðari tímum hef ég velt því fyrir mér hvaða áhrif þessi þáttur mannlífsins hefur haft á hugmyndir mínar um veröldina. Á hverjum degi lífsins — ekki síst á mótunarárum — hefur mér sem sagt skilmerkilega verið sagt frá því sem af laga hefur farið í heiminum hverju sinni, hörmungum sem eiga sér stað, glæpum, voðaverkum, mistökum manna og svimandi erfiðleikum. Á hverjum degi lífsins hefur beðið mín dagskammtur af böli. Fyrir nokkru áttaði ég mig reyndar á því að samband mitt við fréttir hefur breyst mjög. Ég geri ráð fyrir að sama gildi um marga aðra. Netið kom. Maður fór að sjá fyrirsagnirnar hér og þar, í tölvunni og í símanum. Það nægði. Maður getur rennt yfir þær hvenær sem er. Ég hætti að hlusta og horfa á fréttir í útvarpi og sjónvarpi fyrir nokkuð löngu síðan. Ég uppgötvaði að þetta hafði góð áhrif á sálarlíf ið. Betri stjórn á því hvernig bölið dynur á manni, með vaxandi notkun netmiðla, hefur reynst mikilvæg. Maður getur valið betur stað og stund. Ákveðið að lesa sumt en skauta yfir annað. Stundum hefur það gerst að ég hef verið í aðstæðum þar sem kvöldfréttatímar hinnar línulegu dagskrár eru í gangi. Ég hef sest niður og horft eins og í gamla daga. Þá f inn ég hvernig þyrmir yfir mig. Þyngslin aukast. Gott ef ég fer ekki að ofanda. Von fjarar út. Blik augna minna deyr. Ég hreinlega get ekki lengur setið og hlustað á svona þungbrýnt fólk segja mér frá því í einni romsu hverjir eru að rífast í dag, hvar hörmungar eiga sér stað og hverjir eru ekki að standa sig. Fréttatíminn hefur orðið mér bölstundin. Voðaverkatíðindi. Hörmungasögur. Ég sneiði því almennt hjá fréttatímum, nema þegar eitthvað rosalegt er að gerast.Punkturinn Ekki er við fréttafólk að sakast. Það sinnir hlutverki sínu almennt, held ég, eftir bestu getu og reynir að mæta fréttaþörf landsmanna. Og það slær jafnvel á létta strengi. En það er þetta með áhrifin til langs tíma. Hugarheimur verður til í hinu stórvarasama samneyti við daglegar fréttir. Hér er dæmi: Fréttir — og auðvitað ýmislegt annað líka, eins og bíómyndir — hafa á ævi minni innrætt mér þá djúpstæðu skoðun, að heimurinn sé hættulegur. Nema hvað. Hann er jú fullur af glæpum. Á ferðum mínum með fjölskyldu minni á fyrri hluta árs um lönd sem jafnvel hafa talist með þeim hættulegustu í heimi uppgötvaði ég hins vegar hversu einföld og yfirborðsleg þessi mynd er. Auðvitað eru fávitar til, en við sáum hins vegar ekki betur en að heimurinn væri almennt fallegur og fólkið gott. Við uppgötvuðum að fréttirnar af illskunni voru áratugagamlar. Þær stóðu hins vegar óleiðréttar í huganum og skutu þar djúpum rótum ranghugmynda. Ja, hérna, hugsaði ég. Rosalega hefur maður bögglast með brenglaða heimsmynd. Punkturinn? Jú, vegna þessara pælinga og upplifunar undanfarið f innst mér ég skilja betur af hverju heilu samfélögin — rótgróin lýðræðisríki jafnvel — eru á haus þessi árin út af alls konar misskilningi og rugli. Ég held að hér á landi haf i fréttir að mestu verið sannleikanum samkvæmar. Þær hafa verið unnar faglega og fluttar af vel meinandi fólki. Samt hafa þær náð að fokka í mér á löngum tíma. Ímyndum okkur þá hvað hefur orðið um fólk sem hefur mátt búa við fréttir um langt skeið sem hafa meira eða minna verið uppspuni frá rótum, eins og í Bretlandi? Er furða að allt sé á hvolfi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í gamla daga, þegar maður var patti, var fullorðna fólkið endalaust að hlusta eða horfa á fréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á fréttirnar þá var það að hlusta á veðurfréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á veðurfréttir þá dánarfréttir. Og jarðarfarir. Og tíðindi af skipakomum. Kvöldfréttatímarnir voru heilagastir. Manni var gert að hafa sig hægan við matarborðið á meðan alvörugefinn þulur reifaði tíðindi dagsins og lágmæltir viðmælendur sögðu álit sitt á stöðu málanna eða sökudólgar í uppnámi freistuðu þess hraðmæltir að snúa vörn í sókn. Fréttastefið gamla hljómar enn í huganum, eins og bergmál frá horfnum tíma. Ég mun alltaf geta raulað það. Það kæmi mér ekki á óvart ef það yrði síðasta stef ið sem ég raulaði fyrir munni mér þegar ég geng gráhærður og tannlaus út í mannskætt óveður hamfarahlýnunar árið 2072, hundrað ára gamall, til að deyja. Öll kvöld. Alltaf. Í fréttum er þetta helst. Horfur slæmar fyrir botni Miðjarðarhafs. Afli línubáta með lakara móti. Líkur á djúpum haustlægðum. Smygl afhjúpað. Fyrirtæki gjaldþrota. Drykkja í miðbænum. Viðhaldi bygginga ábótavant. Óværa í trjágróðri. Verkfallsaðgerðir. Launaskrið. Verg þjóðarframleiðsla. Gjaldeyrisvaraforði. Erjur. Vandi. Stríð.Breytt samband við bölið Á síðari tímum hef ég velt því fyrir mér hvaða áhrif þessi þáttur mannlífsins hefur haft á hugmyndir mínar um veröldina. Á hverjum degi lífsins — ekki síst á mótunarárum — hefur mér sem sagt skilmerkilega verið sagt frá því sem af laga hefur farið í heiminum hverju sinni, hörmungum sem eiga sér stað, glæpum, voðaverkum, mistökum manna og svimandi erfiðleikum. Á hverjum degi lífsins hefur beðið mín dagskammtur af böli. Fyrir nokkru áttaði ég mig reyndar á því að samband mitt við fréttir hefur breyst mjög. Ég geri ráð fyrir að sama gildi um marga aðra. Netið kom. Maður fór að sjá fyrirsagnirnar hér og þar, í tölvunni og í símanum. Það nægði. Maður getur rennt yfir þær hvenær sem er. Ég hætti að hlusta og horfa á fréttir í útvarpi og sjónvarpi fyrir nokkuð löngu síðan. Ég uppgötvaði að þetta hafði góð áhrif á sálarlíf ið. Betri stjórn á því hvernig bölið dynur á manni, með vaxandi notkun netmiðla, hefur reynst mikilvæg. Maður getur valið betur stað og stund. Ákveðið að lesa sumt en skauta yfir annað. Stundum hefur það gerst að ég hef verið í aðstæðum þar sem kvöldfréttatímar hinnar línulegu dagskrár eru í gangi. Ég hef sest niður og horft eins og í gamla daga. Þá f inn ég hvernig þyrmir yfir mig. Þyngslin aukast. Gott ef ég fer ekki að ofanda. Von fjarar út. Blik augna minna deyr. Ég hreinlega get ekki lengur setið og hlustað á svona þungbrýnt fólk segja mér frá því í einni romsu hverjir eru að rífast í dag, hvar hörmungar eiga sér stað og hverjir eru ekki að standa sig. Fréttatíminn hefur orðið mér bölstundin. Voðaverkatíðindi. Hörmungasögur. Ég sneiði því almennt hjá fréttatímum, nema þegar eitthvað rosalegt er að gerast.Punkturinn Ekki er við fréttafólk að sakast. Það sinnir hlutverki sínu almennt, held ég, eftir bestu getu og reynir að mæta fréttaþörf landsmanna. Og það slær jafnvel á létta strengi. En það er þetta með áhrifin til langs tíma. Hugarheimur verður til í hinu stórvarasama samneyti við daglegar fréttir. Hér er dæmi: Fréttir — og auðvitað ýmislegt annað líka, eins og bíómyndir — hafa á ævi minni innrætt mér þá djúpstæðu skoðun, að heimurinn sé hættulegur. Nema hvað. Hann er jú fullur af glæpum. Á ferðum mínum með fjölskyldu minni á fyrri hluta árs um lönd sem jafnvel hafa talist með þeim hættulegustu í heimi uppgötvaði ég hins vegar hversu einföld og yfirborðsleg þessi mynd er. Auðvitað eru fávitar til, en við sáum hins vegar ekki betur en að heimurinn væri almennt fallegur og fólkið gott. Við uppgötvuðum að fréttirnar af illskunni voru áratugagamlar. Þær stóðu hins vegar óleiðréttar í huganum og skutu þar djúpum rótum ranghugmynda. Ja, hérna, hugsaði ég. Rosalega hefur maður bögglast með brenglaða heimsmynd. Punkturinn? Jú, vegna þessara pælinga og upplifunar undanfarið f innst mér ég skilja betur af hverju heilu samfélögin — rótgróin lýðræðisríki jafnvel — eru á haus þessi árin út af alls konar misskilningi og rugli. Ég held að hér á landi haf i fréttir að mestu verið sannleikanum samkvæmar. Þær hafa verið unnar faglega og fluttar af vel meinandi fólki. Samt hafa þær náð að fokka í mér á löngum tíma. Ímyndum okkur þá hvað hefur orðið um fólk sem hefur mátt búa við fréttir um langt skeið sem hafa meira eða minna verið uppspuni frá rótum, eins og í Bretlandi? Er furða að allt sé á hvolfi?
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun