Sameinast öll sveitarfélög í Árnessýslu? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2019 19:15 Mikill áhugi er hjá Helga Sigurði Haraldssyni, forseta bæjarstjórnar í Árborg að sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Fram að þessu hefur ekki verið mikill áhugi hjá sveitarfélögunum á svæðinu að sameinast Árborg en Helgi gerir ráð fyrir að nú verði sent erindi til þeirra á næstunni til að kanna áhuga á sameiningu. Bæjarfulltrúar í meirihlutanum í Sveitarfélaginu Árborg og formenn nefnda hittust á vinnufundi í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í gær til skrafs og ráðagerða um málefni líðandi stundar hjá Árborg, auk þess að hlusta á erindi frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eitt af þeim málum, sem er mikið í umræðunni þessa dagana hjá sveitarfélögum landsins er sameining sveitarfélaga en í nýrri þingsályktunartillögu samgöngu og sveitarstjórnaráðherra er gert ráð fyrir því að lágmarksíbúafjöldi íbúa sveitarfélaga verði þúsund manns árið 2026. Forseti bæjarstjórnar vill sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. „Af því að ég tel bara að það verði svo flott og sterkt sveitarfélag. Við eigum að taka stór skref í sameiningu, ekki að vera sameina einhver sveitarfélög núna til að skríða yfir þetta þúsund íbúa lágmark“, segir Helgi og bætir við. „Fyrst og fremst snýst þetta um að menn séu tilbúnir að taka samtalið og skoða kosti og galla og ræða síðan við íbúana. Það að fara í samtalið er ekki það sama og að sameina“. Frá vinnufundi meirihluta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og formanna nefnda á Stað á Eyrarbakka í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En eru menn ekki til í samtalið?„Menn hafa ekki verið það fram að þessu en það má alveg velta því fyrir sér að kanna stöðuna núna eftir að þetta frumvarp kemur fram og búið að samþykkja það á auka aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga að styðja þetta. Þannig að ég á alveg eins von á því að Sveitarfélagið Árborg eigi frumkvæðið að því að senda öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu erindi og spyrja hvort þau vilja taka samtalið.“ Þau sveitarfélög sem Helgi er að tala um að sameinist er Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Einhverjir gárungar eru meira að segja komnir með nafn á nýtt sveitarfélag, Árnesþing.Hvenær sérðu fyrir þér ef allt gengur upp að Árnessýsla gæti orðið eitt sveitarfélag?„Ég myndi telja að þetta gæti orðið tveggja ára prósess þangað til að það verði hægt að kjósa um þetta.“En það myndu margir missa vinnuna við sameiningu, sveitarstjórar og bæjarstjórar. Hvað segir Helgi um það? „Í svona umræðu á ekki að vera að horfa á það, það snýst ekki um það.“ Helgi segir að Árborg munu væntanlega hafa frumkvæði að því á næstunni og senda sveitarfélögum erindi í Árnessýslu til að kanna hug þeirra með sameiningaviðræður. Myndin er frá fundinum á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Mikill áhugi er hjá Helga Sigurði Haraldssyni, forseta bæjarstjórnar í Árborg að sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Fram að þessu hefur ekki verið mikill áhugi hjá sveitarfélögunum á svæðinu að sameinast Árborg en Helgi gerir ráð fyrir að nú verði sent erindi til þeirra á næstunni til að kanna áhuga á sameiningu. Bæjarfulltrúar í meirihlutanum í Sveitarfélaginu Árborg og formenn nefnda hittust á vinnufundi í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í gær til skrafs og ráðagerða um málefni líðandi stundar hjá Árborg, auk þess að hlusta á erindi frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eitt af þeim málum, sem er mikið í umræðunni þessa dagana hjá sveitarfélögum landsins er sameining sveitarfélaga en í nýrri þingsályktunartillögu samgöngu og sveitarstjórnaráðherra er gert ráð fyrir því að lágmarksíbúafjöldi íbúa sveitarfélaga verði þúsund manns árið 2026. Forseti bæjarstjórnar vill sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. „Af því að ég tel bara að það verði svo flott og sterkt sveitarfélag. Við eigum að taka stór skref í sameiningu, ekki að vera sameina einhver sveitarfélög núna til að skríða yfir þetta þúsund íbúa lágmark“, segir Helgi og bætir við. „Fyrst og fremst snýst þetta um að menn séu tilbúnir að taka samtalið og skoða kosti og galla og ræða síðan við íbúana. Það að fara í samtalið er ekki það sama og að sameina“. Frá vinnufundi meirihluta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og formanna nefnda á Stað á Eyrarbakka í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En eru menn ekki til í samtalið?„Menn hafa ekki verið það fram að þessu en það má alveg velta því fyrir sér að kanna stöðuna núna eftir að þetta frumvarp kemur fram og búið að samþykkja það á auka aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga að styðja þetta. Þannig að ég á alveg eins von á því að Sveitarfélagið Árborg eigi frumkvæðið að því að senda öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu erindi og spyrja hvort þau vilja taka samtalið.“ Þau sveitarfélög sem Helgi er að tala um að sameinist er Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Einhverjir gárungar eru meira að segja komnir með nafn á nýtt sveitarfélag, Árnesþing.Hvenær sérðu fyrir þér ef allt gengur upp að Árnessýsla gæti orðið eitt sveitarfélag?„Ég myndi telja að þetta gæti orðið tveggja ára prósess þangað til að það verði hægt að kjósa um þetta.“En það myndu margir missa vinnuna við sameiningu, sveitarstjórar og bæjarstjórar. Hvað segir Helgi um það? „Í svona umræðu á ekki að vera að horfa á það, það snýst ekki um það.“ Helgi segir að Árborg munu væntanlega hafa frumkvæði að því á næstunni og senda sveitarfélögum erindi í Árnessýslu til að kanna hug þeirra með sameiningaviðræður. Myndin er frá fundinum á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent