Íslenskur ráðherra gæti tekið við friðarverðlaunum Nóbels Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2019 20:10 Guðlaugur Þór Þórðarson tók við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir Íslands hönd af utanríkisráðherra Finnlands í maímánuði. Mynd/Utanríkisráðuneytið. Sænska loftslagsbaráttustúlkan Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Sá möguleiki er fyrir hendi að Íslendingur taki við þessari eftirsóttu viðurkenningu í fyrsta sinn í sögunni. Þetta var nánar skýrt í fréttum Stöðvar 2. Norska nóbelsverðlaunanefndin tilkynnir í lok næstu viku hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár en verðlaunin verða síðan afhent við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Oslóar í desember. Að þessu sinni telja veðbankar líklegast að hin sextán ára Greta Thunberg hljóti verðlaunin. Sömu veðbankar segja reyndar Donald Trump Bandaríkjaforseta næstlíklegastan.Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaunin í ár. Hér sést hún skamma þjóðarleiðtoga heims í ræðunni frægu hjá Sameinuðu þjóðunum.Vísir/EPANóbelsverðlaunanefndin birtir ekki tilnefningar, aðeins fjölda þeirra, og hefur greint frá því að 301 aðili sé tilnefndur í ár, 223 einstaklingar og 78 samtök. Þröngt skilgreindur hópur hefur rétt til að senda inn tilnefningar. Síðustu daga hafa fréttir birst af því að Norðurskautsráðið sé tilnefnt að þessu sinni. Reuters-fréttastofan segir Norðurskautsráðið eitt af þeim nöfnum sem mikið sé í umræðunni í ár; fyrir þátt sinn í að tryggja friðsamleg samskipti á norðurslóðum, þrátt fyrir spennu á svæðinu.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor þegar Ísland tók við formennskunni.Vísir/EPAFari svo að Norðurskautsráðið hljóti friðarverðlaunin í ár kemur það væntanlega í hlut fulltrúa þess ríkis sem fer með formennskuna í ráðinu að taka við heiðrinum en svo vill til að núna er það Ísland. Sá möguleiki er því fyrir hendi að það verði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem stígi á sviðið í Osló til að taka við Nóbelnum í ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurslóðir Nóbelsverðlaun Utanríkismál Tengdar fréttir Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels Norskir þingmenn hafa tilnefnt sænska loftslagsaðgerðasinnann. 13. mars 2019 22:27 Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga. 7. maí 2019 11:46 Trump segist eiga Nóbelsverðlaun skilið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. 23. september 2019 20:59 Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. 11. desember 2018 19:45 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Denis Mukwege og Nadia Murad fá Friðarverðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína gegn notkun kynferðisofbeldis í stríði. 5. október 2018 09:00 Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. 7. maí 2019 12:02 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Sænska loftslagsbaráttustúlkan Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Sá möguleiki er fyrir hendi að Íslendingur taki við þessari eftirsóttu viðurkenningu í fyrsta sinn í sögunni. Þetta var nánar skýrt í fréttum Stöðvar 2. Norska nóbelsverðlaunanefndin tilkynnir í lok næstu viku hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár en verðlaunin verða síðan afhent við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Oslóar í desember. Að þessu sinni telja veðbankar líklegast að hin sextán ára Greta Thunberg hljóti verðlaunin. Sömu veðbankar segja reyndar Donald Trump Bandaríkjaforseta næstlíklegastan.Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaunin í ár. Hér sést hún skamma þjóðarleiðtoga heims í ræðunni frægu hjá Sameinuðu þjóðunum.Vísir/EPANóbelsverðlaunanefndin birtir ekki tilnefningar, aðeins fjölda þeirra, og hefur greint frá því að 301 aðili sé tilnefndur í ár, 223 einstaklingar og 78 samtök. Þröngt skilgreindur hópur hefur rétt til að senda inn tilnefningar. Síðustu daga hafa fréttir birst af því að Norðurskautsráðið sé tilnefnt að þessu sinni. Reuters-fréttastofan segir Norðurskautsráðið eitt af þeim nöfnum sem mikið sé í umræðunni í ár; fyrir þátt sinn í að tryggja friðsamleg samskipti á norðurslóðum, þrátt fyrir spennu á svæðinu.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor þegar Ísland tók við formennskunni.Vísir/EPAFari svo að Norðurskautsráðið hljóti friðarverðlaunin í ár kemur það væntanlega í hlut fulltrúa þess ríkis sem fer með formennskuna í ráðinu að taka við heiðrinum en svo vill til að núna er það Ísland. Sá möguleiki er því fyrir hendi að það verði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem stígi á sviðið í Osló til að taka við Nóbelnum í ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurslóðir Nóbelsverðlaun Utanríkismál Tengdar fréttir Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels Norskir þingmenn hafa tilnefnt sænska loftslagsaðgerðasinnann. 13. mars 2019 22:27 Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga. 7. maí 2019 11:46 Trump segist eiga Nóbelsverðlaun skilið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. 23. september 2019 20:59 Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. 11. desember 2018 19:45 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Denis Mukwege og Nadia Murad fá Friðarverðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína gegn notkun kynferðisofbeldis í stríði. 5. október 2018 09:00 Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. 7. maí 2019 12:02 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels Norskir þingmenn hafa tilnefnt sænska loftslagsaðgerðasinnann. 13. mars 2019 22:27
Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga. 7. maí 2019 11:46
Trump segist eiga Nóbelsverðlaun skilið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. 23. september 2019 20:59
Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. 11. desember 2018 19:45
Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30
Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Denis Mukwege og Nadia Murad fá Friðarverðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína gegn notkun kynferðisofbeldis í stríði. 5. október 2018 09:00
Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. 7. maí 2019 12:02