Kviknaði í bílnum 86 klukkutímum eftir að rafhlaðan varð fyrir tjóni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2019 11:15 Rafbíll í hleðslu. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Kviknað getur í rafhlöðu rafmagnsbíla allt að 120 klukkutímum eftir að hún verður fyrir tjóni. Dæmi er um það hér á landi að rafhlaða hafi laskast og ekki kviknað í bílnum fyrr en 86 klukkutímum síðar. Ekki er þó meiri hætta á að kvikni í rafmagnsbílum en bensín- eða dísilbílum. Þetta kom fram í máli Einars Bergmanns Sveinssonar fagstjóra á forvarnarsviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Vernharðs Guðnasonar deildarstjóra á aðgerðarsviði slökkviliðsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu þar mögulega eldhættu sem stafar af rafbílum og viðbrögð slökkviliðs í þeim efnum. Þeir kannast þó ekki við að meiri eldhætta stafi af rafmagnsbílum en öðrum tegundum bíla. „[…] en það er sannarlega erfiðara að eiga við eld í rafmagnsbíl, það er að segja ef eldurinn er í stóru rafhlöðunni sem knýr bílinn. Það eru mörg vandamál sem fylgja því, einfaldlega vegna þess að rafhlaðan framleiðir sitt eigið súrefni, hún býr til sitt eigið eldsneyti, þannig að hún viðheldur eldinum og orkunni sem útleysist í rafhlöðunni sem er gríðarlega mikið og það er mjög flókið og erfitt að slökkva þannig eld,“ sagði Vernharð.Vernharð Guðnason deildarstjóri á aðgerasviði SHSVísir/BaldurGrípa þurfi til sérstakra aðgerða til að slökkva eld af þessari gerð. „Það sem dugar best í að slökkva í þessum stóru rafhlöðum sem eru í rafbílum, og ég veit til þess að nokkur slökkvilið eru búin að útbúa sig þannig, það er stór gámur sem þeir fylla af vatni og svo er flakið bara híft ofan í. Sett í sundlaug,“ sagði Vernharð. Þá benti Einar á að fylgjast þurfi vel með rafhlöðum bílanna ef þær verða fyrir hnjaski. Þá kvikni yfirleitt ekki skyndilega í rafhlöðunum heldur byrji ferlið á hitamyndun. Þá fari af stað keðjuverkun og á einhverjum tímapunkti blossi eldurinn svo upp. „Um leið og rafhlaðan verður fyrir tjóni þá er alltaf möguleiki á að hún kveiki í sér sjálf í allt að 120 klukkutíma á eftir. Við höfum séð dæmi hér heima að þegar rafhlaða hefur orðið fyrir tjóni að það kvikni í henni 86 tímum seinna. […] Þannig að menn verða að vara sig með það. Og þeir [bílarnir] kannski settir inn í hús eða annað og þá er náttúrulega hætta á að þeir kveiki í sér og kveiki í húsinu.“Aðstæður heima fyrir aðaláhyggjuefnið Báðir bentu Vernharð og Einar á að ekki væri að merkja hærri tíðni í þessum efnum meðal rafmagnsbíla. Þannig vísaði Vernharð í rannsókn sem gerð var í Noregi, þar sem fram kom að mun algengara væri að kviknaði í hefðbundnum bensín- og dísilbílum en rafmagnsbílum. „Við höfum engar áhyggjur af því, „per se“, við höfum miklu meiri áhyggjur af því sem Einar var að tala um, það er hvernig fólk umgengst þetta. Hvernig það er að hlaða bílana sína og slíkt, það er áhyggjuefni.“ Einar tók í sama streng. „Við höfum séð að búnaður sem þau [hleðslutækin] tengja við, tenglarnir á veggjum og stofnstrengir og annað inni í húsnæði, þar er vandamálið. Það eru gamlir stofnstrengir og gamall búnaður. Ef menn eru að setja þetta upp í dag þá er það yfirleitt sett upp rétt og vel af fagmönnum. En þegar menn tengja við í fjölbýlishúsi þar sem eru kannski þrír tenglar í bílakjallara og það er bara tengt við þá þrjá og fimmtán metra snúrur og annað, þá förum við að hafa áhyggjur,“ sagði Einar.Hlusta má á viðtalið við þá Vernharð og Einar í spilaranum hér að neðan. Bílar Bítið Slökkvilið Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Sjá meira
Kviknað getur í rafhlöðu rafmagnsbíla allt að 120 klukkutímum eftir að hún verður fyrir tjóni. Dæmi er um það hér á landi að rafhlaða hafi laskast og ekki kviknað í bílnum fyrr en 86 klukkutímum síðar. Ekki er þó meiri hætta á að kvikni í rafmagnsbílum en bensín- eða dísilbílum. Þetta kom fram í máli Einars Bergmanns Sveinssonar fagstjóra á forvarnarsviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Vernharðs Guðnasonar deildarstjóra á aðgerðarsviði slökkviliðsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu þar mögulega eldhættu sem stafar af rafbílum og viðbrögð slökkviliðs í þeim efnum. Þeir kannast þó ekki við að meiri eldhætta stafi af rafmagnsbílum en öðrum tegundum bíla. „[…] en það er sannarlega erfiðara að eiga við eld í rafmagnsbíl, það er að segja ef eldurinn er í stóru rafhlöðunni sem knýr bílinn. Það eru mörg vandamál sem fylgja því, einfaldlega vegna þess að rafhlaðan framleiðir sitt eigið súrefni, hún býr til sitt eigið eldsneyti, þannig að hún viðheldur eldinum og orkunni sem útleysist í rafhlöðunni sem er gríðarlega mikið og það er mjög flókið og erfitt að slökkva þannig eld,“ sagði Vernharð.Vernharð Guðnason deildarstjóri á aðgerasviði SHSVísir/BaldurGrípa þurfi til sérstakra aðgerða til að slökkva eld af þessari gerð. „Það sem dugar best í að slökkva í þessum stóru rafhlöðum sem eru í rafbílum, og ég veit til þess að nokkur slökkvilið eru búin að útbúa sig þannig, það er stór gámur sem þeir fylla af vatni og svo er flakið bara híft ofan í. Sett í sundlaug,“ sagði Vernharð. Þá benti Einar á að fylgjast þurfi vel með rafhlöðum bílanna ef þær verða fyrir hnjaski. Þá kvikni yfirleitt ekki skyndilega í rafhlöðunum heldur byrji ferlið á hitamyndun. Þá fari af stað keðjuverkun og á einhverjum tímapunkti blossi eldurinn svo upp. „Um leið og rafhlaðan verður fyrir tjóni þá er alltaf möguleiki á að hún kveiki í sér sjálf í allt að 120 klukkutíma á eftir. Við höfum séð dæmi hér heima að þegar rafhlaða hefur orðið fyrir tjóni að það kvikni í henni 86 tímum seinna. […] Þannig að menn verða að vara sig með það. Og þeir [bílarnir] kannski settir inn í hús eða annað og þá er náttúrulega hætta á að þeir kveiki í sér og kveiki í húsinu.“Aðstæður heima fyrir aðaláhyggjuefnið Báðir bentu Vernharð og Einar á að ekki væri að merkja hærri tíðni í þessum efnum meðal rafmagnsbíla. Þannig vísaði Vernharð í rannsókn sem gerð var í Noregi, þar sem fram kom að mun algengara væri að kviknaði í hefðbundnum bensín- og dísilbílum en rafmagnsbílum. „Við höfum engar áhyggjur af því, „per se“, við höfum miklu meiri áhyggjur af því sem Einar var að tala um, það er hvernig fólk umgengst þetta. Hvernig það er að hlaða bílana sína og slíkt, það er áhyggjuefni.“ Einar tók í sama streng. „Við höfum séð að búnaður sem þau [hleðslutækin] tengja við, tenglarnir á veggjum og stofnstrengir og annað inni í húsnæði, þar er vandamálið. Það eru gamlir stofnstrengir og gamall búnaður. Ef menn eru að setja þetta upp í dag þá er það yfirleitt sett upp rétt og vel af fagmönnum. En þegar menn tengja við í fjölbýlishúsi þar sem eru kannski þrír tenglar í bílakjallara og það er bara tengt við þá þrjá og fimmtán metra snúrur og annað, þá förum við að hafa áhyggjur,“ sagði Einar.Hlusta má á viðtalið við þá Vernharð og Einar í spilaranum hér að neðan.
Bílar Bítið Slökkvilið Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Sjá meira