Einn maður – eitt atkvæði Davíð Stefánsson skrifar 14. október 2019 07:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, ritaði grein hér í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hún spyr lesendur hvort megi bjóða þeim „heilan kosningarétt eða hálfan“. Það er ástæða til að taka undir þessi skrif hennar. Þorgerður er einn margra þingmanna sem hafa í gegnum tíðina haldið á lofti því eðlilega og sanngjarna sjónarmiði að jafn kosningaréttur undirstriki grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Skynsamlegast sé því að landið allt eigi að verða eitt kjördæmi. Hún minnir jafnframt á að misvægi atkvæða geti ekki og megi ekki verða skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Flest erum við því sammála að jafnræði landsmanna til stjórnmálalegra áhrifa sé mikilvægt grundvallaratriði lýðræðis og borgaralegra réttinda. Þar er lýðræðiskrafan að einn maður þýði eitt atkvæði. Með því að gera gera landið að einu kjördæmi tökum við út misvægi atkvæða og jöfnuður næst milli kjósenda. Kosningakerfið verður einfalt og auðskilið og stjórnmálaflokkarnir ættu að fá þingfulltrúa í samræmi við fjölda atkvæða. Líklegra verður að telja að þingmenn vinni fyrir landið allt í þágu heildarhagsmuna fremur en þröngra kjördæmahagsmuna. Það að þingmenn séu allra landsmanna eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn. Í áranna rás hafa ýmsar breytingar verið gerðar á kosningakerfinu til að jafna atkvæðismun eftir landshlutum. Meðal annars með fækkun og stækkun kjördæma. En óréttlætið er enn til staðar. Á þessari vegferð eru margir þröskuldar. Líklegt er að þá takist á hagsmunir veikrar landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins sem sífellt tekur meira til sín með æ öflugra miðstjórnarvaldi. Flest hljótum við að vera sammála um að landsbyggðin eigi undir högg að sækja. Og ýmsir segja að hinum dreifðu byggðum veiti ekki af áhrifum sínum, rödd landsbyggðar muni hljóðna í þjóðmálaumræðunni og áhrif hennar minnka stórlega. Það ætti að hlusta á þessi sjónarmið þótt þessi rök vegi varla þungt gagnvart þeirri mannréttinda- og lýðræðiskröfu sem jafn kosningaréttur er. Þetta kallar á styrkingu landsbyggðar með ýmsum aðgerðum og skýrri byggðastefnu. Þar er nærtækast að stórefla sveitarstjórnarstigið. En til þess þarf öflugri og stærri sveitarfélög. Nýleg viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar sýnir sterkan vilja þjóðarinnar gegn því ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Tveir þriðju vilja jafnt vægi allra atkvæða á landinu. Einungis þriðji hver styður óbreytta kjördæmaskiptingu með sex kjördæmum. Þetta misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin eru úrelt og tákn gamalla tíma. Stjórnvöld verða að vinda sér í það brýna verkefni að tryggja jafnan kosningarétt, jöfn mannréttindi, allra landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Tengdar fréttir Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22 Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, ritaði grein hér í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hún spyr lesendur hvort megi bjóða þeim „heilan kosningarétt eða hálfan“. Það er ástæða til að taka undir þessi skrif hennar. Þorgerður er einn margra þingmanna sem hafa í gegnum tíðina haldið á lofti því eðlilega og sanngjarna sjónarmiði að jafn kosningaréttur undirstriki grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Skynsamlegast sé því að landið allt eigi að verða eitt kjördæmi. Hún minnir jafnframt á að misvægi atkvæða geti ekki og megi ekki verða skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Flest erum við því sammála að jafnræði landsmanna til stjórnmálalegra áhrifa sé mikilvægt grundvallaratriði lýðræðis og borgaralegra réttinda. Þar er lýðræðiskrafan að einn maður þýði eitt atkvæði. Með því að gera gera landið að einu kjördæmi tökum við út misvægi atkvæða og jöfnuður næst milli kjósenda. Kosningakerfið verður einfalt og auðskilið og stjórnmálaflokkarnir ættu að fá þingfulltrúa í samræmi við fjölda atkvæða. Líklegra verður að telja að þingmenn vinni fyrir landið allt í þágu heildarhagsmuna fremur en þröngra kjördæmahagsmuna. Það að þingmenn séu allra landsmanna eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn. Í áranna rás hafa ýmsar breytingar verið gerðar á kosningakerfinu til að jafna atkvæðismun eftir landshlutum. Meðal annars með fækkun og stækkun kjördæma. En óréttlætið er enn til staðar. Á þessari vegferð eru margir þröskuldar. Líklegt er að þá takist á hagsmunir veikrar landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins sem sífellt tekur meira til sín með æ öflugra miðstjórnarvaldi. Flest hljótum við að vera sammála um að landsbyggðin eigi undir högg að sækja. Og ýmsir segja að hinum dreifðu byggðum veiti ekki af áhrifum sínum, rödd landsbyggðar muni hljóðna í þjóðmálaumræðunni og áhrif hennar minnka stórlega. Það ætti að hlusta á þessi sjónarmið þótt þessi rök vegi varla þungt gagnvart þeirri mannréttinda- og lýðræðiskröfu sem jafn kosningaréttur er. Þetta kallar á styrkingu landsbyggðar með ýmsum aðgerðum og skýrri byggðastefnu. Þar er nærtækast að stórefla sveitarstjórnarstigið. En til þess þarf öflugri og stærri sveitarfélög. Nýleg viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar sýnir sterkan vilja þjóðarinnar gegn því ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Tveir þriðju vilja jafnt vægi allra atkvæða á landinu. Einungis þriðji hver styður óbreytta kjördæmaskiptingu með sex kjördæmum. Þetta misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin eru úrelt og tákn gamalla tíma. Stjórnvöld verða að vinda sér í það brýna verkefni að tryggja jafnan kosningarétt, jöfn mannréttindi, allra landsmanna.
Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun