Einn maður – eitt atkvæði Davíð Stefánsson skrifar 14. október 2019 07:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, ritaði grein hér í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hún spyr lesendur hvort megi bjóða þeim „heilan kosningarétt eða hálfan“. Það er ástæða til að taka undir þessi skrif hennar. Þorgerður er einn margra þingmanna sem hafa í gegnum tíðina haldið á lofti því eðlilega og sanngjarna sjónarmiði að jafn kosningaréttur undirstriki grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Skynsamlegast sé því að landið allt eigi að verða eitt kjördæmi. Hún minnir jafnframt á að misvægi atkvæða geti ekki og megi ekki verða skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Flest erum við því sammála að jafnræði landsmanna til stjórnmálalegra áhrifa sé mikilvægt grundvallaratriði lýðræðis og borgaralegra réttinda. Þar er lýðræðiskrafan að einn maður þýði eitt atkvæði. Með því að gera gera landið að einu kjördæmi tökum við út misvægi atkvæða og jöfnuður næst milli kjósenda. Kosningakerfið verður einfalt og auðskilið og stjórnmálaflokkarnir ættu að fá þingfulltrúa í samræmi við fjölda atkvæða. Líklegra verður að telja að þingmenn vinni fyrir landið allt í þágu heildarhagsmuna fremur en þröngra kjördæmahagsmuna. Það að þingmenn séu allra landsmanna eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn. Í áranna rás hafa ýmsar breytingar verið gerðar á kosningakerfinu til að jafna atkvæðismun eftir landshlutum. Meðal annars með fækkun og stækkun kjördæma. En óréttlætið er enn til staðar. Á þessari vegferð eru margir þröskuldar. Líklegt er að þá takist á hagsmunir veikrar landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins sem sífellt tekur meira til sín með æ öflugra miðstjórnarvaldi. Flest hljótum við að vera sammála um að landsbyggðin eigi undir högg að sækja. Og ýmsir segja að hinum dreifðu byggðum veiti ekki af áhrifum sínum, rödd landsbyggðar muni hljóðna í þjóðmálaumræðunni og áhrif hennar minnka stórlega. Það ætti að hlusta á þessi sjónarmið þótt þessi rök vegi varla þungt gagnvart þeirri mannréttinda- og lýðræðiskröfu sem jafn kosningaréttur er. Þetta kallar á styrkingu landsbyggðar með ýmsum aðgerðum og skýrri byggðastefnu. Þar er nærtækast að stórefla sveitarstjórnarstigið. En til þess þarf öflugri og stærri sveitarfélög. Nýleg viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar sýnir sterkan vilja þjóðarinnar gegn því ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Tveir þriðju vilja jafnt vægi allra atkvæða á landinu. Einungis þriðji hver styður óbreytta kjördæmaskiptingu með sex kjördæmum. Þetta misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin eru úrelt og tákn gamalla tíma. Stjórnvöld verða að vinda sér í það brýna verkefni að tryggja jafnan kosningarétt, jöfn mannréttindi, allra landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Tengdar fréttir Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22 Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, ritaði grein hér í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hún spyr lesendur hvort megi bjóða þeim „heilan kosningarétt eða hálfan“. Það er ástæða til að taka undir þessi skrif hennar. Þorgerður er einn margra þingmanna sem hafa í gegnum tíðina haldið á lofti því eðlilega og sanngjarna sjónarmiði að jafn kosningaréttur undirstriki grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Skynsamlegast sé því að landið allt eigi að verða eitt kjördæmi. Hún minnir jafnframt á að misvægi atkvæða geti ekki og megi ekki verða skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Flest erum við því sammála að jafnræði landsmanna til stjórnmálalegra áhrifa sé mikilvægt grundvallaratriði lýðræðis og borgaralegra réttinda. Þar er lýðræðiskrafan að einn maður þýði eitt atkvæði. Með því að gera gera landið að einu kjördæmi tökum við út misvægi atkvæða og jöfnuður næst milli kjósenda. Kosningakerfið verður einfalt og auðskilið og stjórnmálaflokkarnir ættu að fá þingfulltrúa í samræmi við fjölda atkvæða. Líklegra verður að telja að þingmenn vinni fyrir landið allt í þágu heildarhagsmuna fremur en þröngra kjördæmahagsmuna. Það að þingmenn séu allra landsmanna eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn. Í áranna rás hafa ýmsar breytingar verið gerðar á kosningakerfinu til að jafna atkvæðismun eftir landshlutum. Meðal annars með fækkun og stækkun kjördæma. En óréttlætið er enn til staðar. Á þessari vegferð eru margir þröskuldar. Líklegt er að þá takist á hagsmunir veikrar landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins sem sífellt tekur meira til sín með æ öflugra miðstjórnarvaldi. Flest hljótum við að vera sammála um að landsbyggðin eigi undir högg að sækja. Og ýmsir segja að hinum dreifðu byggðum veiti ekki af áhrifum sínum, rödd landsbyggðar muni hljóðna í þjóðmálaumræðunni og áhrif hennar minnka stórlega. Það ætti að hlusta á þessi sjónarmið þótt þessi rök vegi varla þungt gagnvart þeirri mannréttinda- og lýðræðiskröfu sem jafn kosningaréttur er. Þetta kallar á styrkingu landsbyggðar með ýmsum aðgerðum og skýrri byggðastefnu. Þar er nærtækast að stórefla sveitarstjórnarstigið. En til þess þarf öflugri og stærri sveitarfélög. Nýleg viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar sýnir sterkan vilja þjóðarinnar gegn því ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Tveir þriðju vilja jafnt vægi allra atkvæða á landinu. Einungis þriðji hver styður óbreytta kjördæmaskiptingu með sex kjördæmum. Þetta misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin eru úrelt og tákn gamalla tíma. Stjórnvöld verða að vinda sér í það brýna verkefni að tryggja jafnan kosningarétt, jöfn mannréttindi, allra landsmanna.
Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar