Fleiri hálkuslys geta orðið frysti aftur í kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 19:00 Svo virðist sem hálkan sem myndaðist víða um land síðastliðna nótt og í morgun hafi komið mörgum í opna skjöldu. Svo mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans að kalla þurfti út auka mannskap til að meðhöndla beinbrot og önnur meiðsli sem fólk hlaut í hálkuslysum. Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu sem hefur orsakað mikið álag. Sem betur fer var ekki um lífshættuleg meiðsli að ræða en getur verið mikið rask í lífi þeirra sem verða fyrir meiðslum. Þá varð einnig fjöldi árekstra sem lögreglu og sjúkraflutningamenn þurftu að sinna. Mikið álag var einnig á viðbragðsaðila víða um land. Til að mynda varð að minnsta kosti fimm bíla árekstur nærri Smáralind. Saltdreifari valt ofan á annan bíl á Flóttamannaleið, milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þá valt bíll utan við Tálknafjörð og kom upp eldur í bílnum og þá valt bíll á Grindavíkurvegi. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum. Fyrirtækið Aðstoð og Öryggi, árekstur.is, sinnti vel á annan tug árekstra á höfuðborgarsvæðinu og eru þá ótalin þau verkefni sem lögregla sinni í þeim efnum.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Baldur HrafnkellSumir sem slösuðust voru á hjólum Að minnsta kosti þriðjungur þeirra sem leita þurfti á bráðamóttöku vegna hálkuslysa hafi verið vegna áreksturs en aðrir voru gangandi og hjólandi vegfarendur sem lentu í óhöppum. „Fyrir klukkan ellefu voru komnir tuttugu og fimm manns til okkar. það hafa bæst við svona sirka tíu síðan þá þannig að í dag hafa þrjátíu og þrír komið til okkar vegna hálkuslysa. Það eru sirka tíu sem hafa komið eftir umferðaróhöpp og um tuttugu og fimm sem hafa komið eftir að hafa runnið til,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans. Spítalinn sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fólk sem taldist sig þurfa á læknisþjónustu að halda myndi leita á heilsugæslustöð eða á læknavakt fyrst. Svo mikið var álagið á bráðamóttöku að kalla þurfti út auka mannskap. Starfsemi þar var þó orðin nær eðlileg þegar líða tók á seinnipart dags. Jón segir við því að búast að þegar frysta taki undir kvöld geti fleiri hálkuslys orðið. „Það er töluverð hætta á því að þegar það fer að frysta aftur að það verði aftur glæra og það verði einhver hálkuslys þá þannig að við biðjum alla bara um að fara varlega,“ segir Jón Magnús. Landspítalinn Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13 Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Svo virðist sem hálkan sem myndaðist víða um land síðastliðna nótt og í morgun hafi komið mörgum í opna skjöldu. Svo mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans að kalla þurfti út auka mannskap til að meðhöndla beinbrot og önnur meiðsli sem fólk hlaut í hálkuslysum. Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu sem hefur orsakað mikið álag. Sem betur fer var ekki um lífshættuleg meiðsli að ræða en getur verið mikið rask í lífi þeirra sem verða fyrir meiðslum. Þá varð einnig fjöldi árekstra sem lögreglu og sjúkraflutningamenn þurftu að sinna. Mikið álag var einnig á viðbragðsaðila víða um land. Til að mynda varð að minnsta kosti fimm bíla árekstur nærri Smáralind. Saltdreifari valt ofan á annan bíl á Flóttamannaleið, milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þá valt bíll utan við Tálknafjörð og kom upp eldur í bílnum og þá valt bíll á Grindavíkurvegi. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum. Fyrirtækið Aðstoð og Öryggi, árekstur.is, sinnti vel á annan tug árekstra á höfuðborgarsvæðinu og eru þá ótalin þau verkefni sem lögregla sinni í þeim efnum.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Baldur HrafnkellSumir sem slösuðust voru á hjólum Að minnsta kosti þriðjungur þeirra sem leita þurfti á bráðamóttöku vegna hálkuslysa hafi verið vegna áreksturs en aðrir voru gangandi og hjólandi vegfarendur sem lentu í óhöppum. „Fyrir klukkan ellefu voru komnir tuttugu og fimm manns til okkar. það hafa bæst við svona sirka tíu síðan þá þannig að í dag hafa þrjátíu og þrír komið til okkar vegna hálkuslysa. Það eru sirka tíu sem hafa komið eftir umferðaróhöpp og um tuttugu og fimm sem hafa komið eftir að hafa runnið til,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans. Spítalinn sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fólk sem taldist sig þurfa á læknisþjónustu að halda myndi leita á heilsugæslustöð eða á læknavakt fyrst. Svo mikið var álagið á bráðamóttöku að kalla þurfti út auka mannskap. Starfsemi þar var þó orðin nær eðlileg þegar líða tók á seinnipart dags. Jón segir við því að búast að þegar frysta taki undir kvöld geti fleiri hálkuslys orðið. „Það er töluverð hætta á því að þegar það fer að frysta aftur að það verði aftur glæra og það verði einhver hálkuslys þá þannig að við biðjum alla bara um að fara varlega,“ segir Jón Magnús.
Landspítalinn Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13 Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35
Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40
Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13
Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49