Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2019 12:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mætt til Stokkhólms þar sem hún sækir Norðurlandaráðsþing næstu daga. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. Umhverfismál og öryggis- og varnarmál eru meðal þess sem verður í brennidepli á þinginu. Forsætisráðherra segir að þar verði ekki aðeins fjallað um „hefðbundnar og gamaldags“ hugmynd um hernað heldur einnig aðrar nútímaógnir. Alls sækja 87 þingmenn Norðurlandaráðsþing en þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburður ársins. Þar mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars funda með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda. „Ísland er auðvitað að fara að ljúka sinni formennsku, sínu formennskuári hér í Norrænu ráðherranefndinni þannig að hér munu vera íslenskir ráðherrar svona að stýra ráðherrafundum og síðan munu norrænir forsætisráðherrar taka þátt í sérstakri umræðu um hlutverk stjórnmálaflokka og grasrótarhreyfinga í þeim stóru áskorunum sem blasa við þegar kemur að loftslagsvánni,“ segir Katrín. Í kjölfar fundar norrænna forsætisráðherra á miðvikudaginn verður sérstakur fundur með fulltrúum ungmenna frá norðurlöndunum. „Tileinkaður þessari framtíðarsýn sem við samþykktum í Reykjavík, í Viðey í sumar, þar sem við ætluðum að leggja ofuráherslu á umhverfismálin til lengri tíma og nú ætlum við einmitt að fá að hlýða á sjónarmið ungmenna beint. Það er hluti af okkar formennskuáætlun Íslendinga, þar sem við vildum setja ungmenni meira í fókus og heyra meira hvað þau hafa að segja.“ Þá verða öryggismál einnig í brennidepli. „Það er tillaga inni á þinginu sjálfu, um það sem við getum kallað aukið samstarf um samfélagslegt öryggi á Norðurlöndum,“ segir Katrín. „Við höfum séð það að áhugi er alltaf að aukast hjá norrænum þingmönnum og norrænum ráðherrum um að styrkja samstarf Norðurlandanna þegar kemur að þessari breiðu sýn á öryggismál. Og þá erum við ekki bara að tala um þessa hefðbundnu, gamaldags hugmynd um hernað heldur líka einmitt um umhverfisvá, netöryggi og annað slíkt.“ Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. Umhverfismál og öryggis- og varnarmál eru meðal þess sem verður í brennidepli á þinginu. Forsætisráðherra segir að þar verði ekki aðeins fjallað um „hefðbundnar og gamaldags“ hugmynd um hernað heldur einnig aðrar nútímaógnir. Alls sækja 87 þingmenn Norðurlandaráðsþing en þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburður ársins. Þar mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars funda með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda. „Ísland er auðvitað að fara að ljúka sinni formennsku, sínu formennskuári hér í Norrænu ráðherranefndinni þannig að hér munu vera íslenskir ráðherrar svona að stýra ráðherrafundum og síðan munu norrænir forsætisráðherrar taka þátt í sérstakri umræðu um hlutverk stjórnmálaflokka og grasrótarhreyfinga í þeim stóru áskorunum sem blasa við þegar kemur að loftslagsvánni,“ segir Katrín. Í kjölfar fundar norrænna forsætisráðherra á miðvikudaginn verður sérstakur fundur með fulltrúum ungmenna frá norðurlöndunum. „Tileinkaður þessari framtíðarsýn sem við samþykktum í Reykjavík, í Viðey í sumar, þar sem við ætluðum að leggja ofuráherslu á umhverfismálin til lengri tíma og nú ætlum við einmitt að fá að hlýða á sjónarmið ungmenna beint. Það er hluti af okkar formennskuáætlun Íslendinga, þar sem við vildum setja ungmenni meira í fókus og heyra meira hvað þau hafa að segja.“ Þá verða öryggismál einnig í brennidepli. „Það er tillaga inni á þinginu sjálfu, um það sem við getum kallað aukið samstarf um samfélagslegt öryggi á Norðurlöndum,“ segir Katrín. „Við höfum séð það að áhugi er alltaf að aukast hjá norrænum þingmönnum og norrænum ráðherrum um að styrkja samstarf Norðurlandanna þegar kemur að þessari breiðu sýn á öryggismál. Og þá erum við ekki bara að tala um þessa hefðbundnu, gamaldags hugmynd um hernað heldur líka einmitt um umhverfisvá, netöryggi og annað slíkt.“
Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira